Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða 23. nóvember 2012 08:00 Stofnar samtök Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir hefur fengið fjöldann allan af pósti frá fólki sem er með misstóra fætur. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana," segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. Hægri fótur Ólafar er í skóstærð 38 en sá vinstri er stærð 40. Munurinn hefur löngum valdið Ólöfu vandræðum, enda þarf hún yfirleitt að kaupa tvö pör af skóm. Því auglýsti hún eftir einhverjum sem glímdi við sama vandamál, nema öfugt, og gæti deilt með henni skókaupum. Í kjölfarið á fréttinni í gær hefur pósti rignt yfir Ólöfu þar sem fólk deilir með henni reynslu sinni af misstórum fótum sínum. „Þetta hefur vakið mikla athygli og auðvitað skemmtun. Vinir mínir hafa gert mikið grín að mér og skammað mig fyrir að reka ofan í þá tærnar með morgunkaffinu," segir Ólöf, sem prýddi forsíðu Fréttablaðsins í gær. Í kjölfarið á þessum góðu viðtökum stofnaði Ólöf Félag misfætlinga á Facebook í gær og þegar í stað skráðu fimm meðlimir sig í hópinn. „Geturðu ímyndað þér hversu skemmtilegir hittingar geta verið hjá félaginu, allir að bera saman fætur sínar í tíma og ótíma? Það besta er að ég held að ég sé búin að para tvo saman sem geta deilt skókaupum. Mér líður eins og sambandsmiðlara," segir Ólöf kát og viðurkennir að hún sé fegin að heyra að hún sé ekki ein með þetta vandamál. „Ég er viss um að ég hef stuðlað að ákveðinni vakningu um misstóra fætur og ég bið misfætlinga um að hika ekki við að hafa samband." - áp Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana," segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. Hægri fótur Ólafar er í skóstærð 38 en sá vinstri er stærð 40. Munurinn hefur löngum valdið Ólöfu vandræðum, enda þarf hún yfirleitt að kaupa tvö pör af skóm. Því auglýsti hún eftir einhverjum sem glímdi við sama vandamál, nema öfugt, og gæti deilt með henni skókaupum. Í kjölfarið á fréttinni í gær hefur pósti rignt yfir Ólöfu þar sem fólk deilir með henni reynslu sinni af misstórum fótum sínum. „Þetta hefur vakið mikla athygli og auðvitað skemmtun. Vinir mínir hafa gert mikið grín að mér og skammað mig fyrir að reka ofan í þá tærnar með morgunkaffinu," segir Ólöf, sem prýddi forsíðu Fréttablaðsins í gær. Í kjölfarið á þessum góðu viðtökum stofnaði Ólöf Félag misfætlinga á Facebook í gær og þegar í stað skráðu fimm meðlimir sig í hópinn. „Geturðu ímyndað þér hversu skemmtilegir hittingar geta verið hjá félaginu, allir að bera saman fætur sínar í tíma og ótíma? Það besta er að ég held að ég sé búin að para tvo saman sem geta deilt skókaupum. Mér líður eins og sambandsmiðlara," segir Ólöf kát og viðurkennir að hún sé fegin að heyra að hún sé ekki ein með þetta vandamál. „Ég er viss um að ég hef stuðlað að ákveðinni vakningu um misstóra fætur og ég bið misfætlinga um að hika ekki við að hafa samband." - áp
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira