Umstang án fordæma hjá Annþóri og Berki [email protected] skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Annþór, Börkur og félagar Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum. Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum.
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira