Seldi kvikmyndaréttinn að Napóleonsskjölunum Freyr Bjarnason skrifar 14. nóvember 2012 14:00 Arnaldi finnst Napóleonsskjölin vel til kvikmyndunar fallin og líst vel á nýju framleiðendurna. fréttablaðið/vilhelm Arnaldur Indriðason hefur undirritað samning við tvo erlenda kvikmyndaframleiðendur, Yellow Bird og Molten Rock Media, sem hafa hug á að kvikmynda bók hans Napóleonsskjölin. „Ég hef fengið fyrirspurnir héðan og þaðan í gegnum árin en ekkert orðið úr þar til núna að mér leist vel á að fá þessa ágætu framleiðendur að myndinni. Þeir hafa sýnt sögunni mikinn áhuga og finnst hún sérstaklega vel fallin til þess að kvikmynda. Ég tel að þeir hafi burði til þess að gera góða mynd úr henni“, segir Arnaldur, spurður út í samninginn. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að Napóleonsskjölin hafi margt upp á að bjóða sem alþjóðleg spennumynd. Ekki síst áhugaverða kvenhetju.“ Sænska fyrirtækið Yellow Bird Pictures hefur meðal annars kvikmyndað bækur Hennings Mankell og Cornelíu Funke. Framkvæmdastjóri þess er Oliver Schundler sem hefur framleitt myndirnar Das Boot og The Neverending Story. Hinn aðilinn er Ralph Christians hjá þýska fyrirtækinu Molten Rock Media en hann var m.a. framleiðandi teiknimyndarinnar um Þór sem Óskar Jónasson leikstýrði. Hann hefur sömuleiðis framleitt þrjár sjónvarpsmyndir um Jack Taylor. Handritshöfundur tveggja þeirra er Marteinn Þórisson. Aðspurður um hvort kvikmyndin verði tekin upp á Íslandi og hvenær segir Christians: „Auðvitað tökum við upp á Íslandi. En ég get ekki sagt hvenær. Líklega eftir árið 2014.“ Napóleonsskjölin er þriðja bók Arnaldar og þar kemur lögreglumaðurinn Erlendur hvergi við sögu. Hún segir frá því er gamalt flugvélarbrak kemur upp úr ísnum í Vatnajökli. Af ókunnum ástæðum er bandaríski herinn á Miðnesheiði settur í viðbragðsstöðu. Þegar Kristín, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur að grafast fyrir um málið er hún rekin á háskalegan flótta til að bjarga lífi sínu. Napóleonsskjölin komu út á liðnu ári í Bandaríkjunum og hafa fengið góða dóma þar. Gagnrýnandinn Leslie Gilbert Elman hjá síðunni Criminalelement.com sagði hana bæði einstaka og heillandi og hún stæði bókum Clives Cussler, Alistairs McLean og Mankells mun framar. Bókmenntir Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur undirritað samning við tvo erlenda kvikmyndaframleiðendur, Yellow Bird og Molten Rock Media, sem hafa hug á að kvikmynda bók hans Napóleonsskjölin. „Ég hef fengið fyrirspurnir héðan og þaðan í gegnum árin en ekkert orðið úr þar til núna að mér leist vel á að fá þessa ágætu framleiðendur að myndinni. Þeir hafa sýnt sögunni mikinn áhuga og finnst hún sérstaklega vel fallin til þess að kvikmynda. Ég tel að þeir hafi burði til þess að gera góða mynd úr henni“, segir Arnaldur, spurður út í samninginn. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að Napóleonsskjölin hafi margt upp á að bjóða sem alþjóðleg spennumynd. Ekki síst áhugaverða kvenhetju.“ Sænska fyrirtækið Yellow Bird Pictures hefur meðal annars kvikmyndað bækur Hennings Mankell og Cornelíu Funke. Framkvæmdastjóri þess er Oliver Schundler sem hefur framleitt myndirnar Das Boot og The Neverending Story. Hinn aðilinn er Ralph Christians hjá þýska fyrirtækinu Molten Rock Media en hann var m.a. framleiðandi teiknimyndarinnar um Þór sem Óskar Jónasson leikstýrði. Hann hefur sömuleiðis framleitt þrjár sjónvarpsmyndir um Jack Taylor. Handritshöfundur tveggja þeirra er Marteinn Þórisson. Aðspurður um hvort kvikmyndin verði tekin upp á Íslandi og hvenær segir Christians: „Auðvitað tökum við upp á Íslandi. En ég get ekki sagt hvenær. Líklega eftir árið 2014.“ Napóleonsskjölin er þriðja bók Arnaldar og þar kemur lögreglumaðurinn Erlendur hvergi við sögu. Hún segir frá því er gamalt flugvélarbrak kemur upp úr ísnum í Vatnajökli. Af ókunnum ástæðum er bandaríski herinn á Miðnesheiði settur í viðbragðsstöðu. Þegar Kristín, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur að grafast fyrir um málið er hún rekin á háskalegan flótta til að bjarga lífi sínu. Napóleonsskjölin komu út á liðnu ári í Bandaríkjunum og hafa fengið góða dóma þar. Gagnrýnandinn Leslie Gilbert Elman hjá síðunni Criminalelement.com sagði hana bæði einstaka og heillandi og hún stæði bókum Clives Cussler, Alistairs McLean og Mankells mun framar.
Bókmenntir Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira