Bannað en þó ekki Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að áfengisauglýsingar frá íslenzkum áfengisframleiðendum og -birgjum færðust í vaxandi mæli inn á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Ólíkt því sem tíðkast í blaða- og sjónvarpsauglýsingum fyrir léttöl frá sömu framleiðendum og innflytjendum er ekki endilega tekið fram í þessum auglýsingum að verið sé að auglýsa léttöl. Þetta finnst Árna Guðmundssyni, formanni Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, slæmt og hann kallar eftir því að lögreglan taki fyrir auglýsingarnar, enda séu þær bannaðar. Hann telur að ástæðan fyrir því að auglýsingarnar birtist sé sú að lögreglan taki bannið ekki nógu alvarlega. Ástæðan er miklu frekar sú að bannið við áfengisauglýsingum heldur ekki í raun og getur ekki gert það. Auglýsingar um áfenga drykki birtast í útlendum blöðum og tímaritum, á erlendum vefsíðum sem Íslendingar skoða, á íþróttavöllum sem sjónvarpað er frá í íslenzku sjónvarpi og þannig mætti áfram telja. Áfengis- og tóbaksverzlunin auglýsir meira að segja glaðhlakkalega bolluuppskriftir sem „hressa upp á samkvæmið" í bæklingum sínum. Það er kannski ekkert skrýtið að lögreglan leggi ekki mikið á sig við að stöðva auglýsingu á Facebook þegar sams konar auglýsingar eru í þúsundum útlendra tímarita í hillum bókabúðanna og rúmast innan ramma laganna. Samkvæmt áfengislögum er bannað að auglýsa áfenga drykki með meira en 2,25% áfengismagni. Léttöl má hins vegar auglýsa. Þetta notfæra áfengisframleiðendur og -birgjar sér og auglýsa vörumerki sín grimmt undir þeim formerkjum að verið sé að auglýsa léttöl. Nú vill Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra loka þeirri smugu í lögunum og banna líka auglýsingar á óáfengum drykkjum sem eru seldir í umbúðum sem eru „svo líkar umbúðum áfengra drykkja að hætta sé á ruglingi á áfengu vörunni og hinni óáfengu". Afleiðingarnar af því banni yrðu eingöngu þær að skaða hagsmuni innlendra framleiðenda, sem mættu ekki auglýsa vöru sem þó er löglegt að framleiða og selja í almennum verzlunum. Erlendir framleiðendur hefðu áfram óheftan aðgang að íslenzkum neytendum í gegnum áðurnefndar leiðir og myndu að sjálfsögðu nýta sér hann. Þetta væri ekki sízt bjánalegt vegna þess að framleiðsla áfengra drykkja er einn af vaxtarsprotum atvinnulífsins. Undanfarin ár hafa sprottið upp lítil brugghús víða um land sem eru umhverfisvæn, höfða til ferðamanna, nota innlent hráefni og skapa atvinnu í heimabyggð – algjörlega eftir sniðmáti atvinnustefnu flokks innanríkisráðherrans. Vegna þess að áfengisauglýsingar eru í orði kveðnu bannaðar eru ekki til neinar reglur, sambærilegar og í nágrannalöndum okkar, um hvernig þær eiga að vera. Það væri nær að hætta tvískinnunginum og hræsninni og leyfa áfengisauglýsingar, en setja í staðinn skilyrði um hvernig á að hátta birtingu þeirra. Það mætti til dæmis kveða á um að þær mættu ekki birtast í sjónvarpi fyrr en seint á kvöldin og að auglýsendur væru skyldaðir til að upplýsa neytendur um skaðsemi ofneyzlu áfengis. Slík stefna myndi þjóna betur markmiðinu um að vernda börn og unglinga fyrir skaðlegum áhrifum áfengis en núverandi ástand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að áfengisauglýsingar frá íslenzkum áfengisframleiðendum og -birgjum færðust í vaxandi mæli inn á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Ólíkt því sem tíðkast í blaða- og sjónvarpsauglýsingum fyrir léttöl frá sömu framleiðendum og innflytjendum er ekki endilega tekið fram í þessum auglýsingum að verið sé að auglýsa léttöl. Þetta finnst Árna Guðmundssyni, formanni Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, slæmt og hann kallar eftir því að lögreglan taki fyrir auglýsingarnar, enda séu þær bannaðar. Hann telur að ástæðan fyrir því að auglýsingarnar birtist sé sú að lögreglan taki bannið ekki nógu alvarlega. Ástæðan er miklu frekar sú að bannið við áfengisauglýsingum heldur ekki í raun og getur ekki gert það. Auglýsingar um áfenga drykki birtast í útlendum blöðum og tímaritum, á erlendum vefsíðum sem Íslendingar skoða, á íþróttavöllum sem sjónvarpað er frá í íslenzku sjónvarpi og þannig mætti áfram telja. Áfengis- og tóbaksverzlunin auglýsir meira að segja glaðhlakkalega bolluuppskriftir sem „hressa upp á samkvæmið" í bæklingum sínum. Það er kannski ekkert skrýtið að lögreglan leggi ekki mikið á sig við að stöðva auglýsingu á Facebook þegar sams konar auglýsingar eru í þúsundum útlendra tímarita í hillum bókabúðanna og rúmast innan ramma laganna. Samkvæmt áfengislögum er bannað að auglýsa áfenga drykki með meira en 2,25% áfengismagni. Léttöl má hins vegar auglýsa. Þetta notfæra áfengisframleiðendur og -birgjar sér og auglýsa vörumerki sín grimmt undir þeim formerkjum að verið sé að auglýsa léttöl. Nú vill Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra loka þeirri smugu í lögunum og banna líka auglýsingar á óáfengum drykkjum sem eru seldir í umbúðum sem eru „svo líkar umbúðum áfengra drykkja að hætta sé á ruglingi á áfengu vörunni og hinni óáfengu". Afleiðingarnar af því banni yrðu eingöngu þær að skaða hagsmuni innlendra framleiðenda, sem mættu ekki auglýsa vöru sem þó er löglegt að framleiða og selja í almennum verzlunum. Erlendir framleiðendur hefðu áfram óheftan aðgang að íslenzkum neytendum í gegnum áðurnefndar leiðir og myndu að sjálfsögðu nýta sér hann. Þetta væri ekki sízt bjánalegt vegna þess að framleiðsla áfengra drykkja er einn af vaxtarsprotum atvinnulífsins. Undanfarin ár hafa sprottið upp lítil brugghús víða um land sem eru umhverfisvæn, höfða til ferðamanna, nota innlent hráefni og skapa atvinnu í heimabyggð – algjörlega eftir sniðmáti atvinnustefnu flokks innanríkisráðherrans. Vegna þess að áfengisauglýsingar eru í orði kveðnu bannaðar eru ekki til neinar reglur, sambærilegar og í nágrannalöndum okkar, um hvernig þær eiga að vera. Það væri nær að hætta tvískinnunginum og hræsninni og leyfa áfengisauglýsingar, en setja í staðinn skilyrði um hvernig á að hátta birtingu þeirra. Það mætti til dæmis kveða á um að þær mættu ekki birtast í sjónvarpi fyrr en seint á kvöldin og að auglýsendur væru skyldaðir til að upplýsa neytendur um skaðsemi ofneyzlu áfengis. Slík stefna myndi þjóna betur markmiðinu um að vernda börn og unglinga fyrir skaðlegum áhrifum áfengis en núverandi ástand.