Lögreglan með mansalsmál á nuddstofu til rannsóknar 23. október 2012 08:00 Nuddstofan sem rekin var hér áður, en DV fjallaði nokkuð um málið fyrir allnokkrum árum síðan. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira