Trúlofuðust á sviði umkringd blóði og útlimum 21. október 2012 19:00 Dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir stilla sér upp alblóðugar með hinu nýtrúlofaða pari sitjandi í hinni svokölluðu Paradís. „Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. [email protected] Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. [email protected]
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira