Seinfarin ganga lánsveðshópsins Sverrir Bollason skrifar 11. október 2012 00:00 Nú fer að viðra vel til göngunnar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign foreldra eða annarra ættingja verður skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herðum þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verður þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum. Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðshópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðsmönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóðalotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn. Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirniEin stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir þeim sanngirnisúrbótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stóran hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóðirnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfellingum skulda almennings? Hlutdeild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endurskipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn. Að vissu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Fæstir lífeyrissjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðingum til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyrissjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun? Langtímahagsmunir hunsaðirEn fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þúsundir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella. Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkisstjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli meðhöndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahagsmuni almennings í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú fer að viðra vel til göngunnar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign foreldra eða annarra ættingja verður skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herðum þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verður þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum. Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðshópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðsmönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóðalotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn. Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirniEin stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir þeim sanngirnisúrbótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stóran hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóðirnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfellingum skulda almennings? Hlutdeild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endurskipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn. Að vissu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Fæstir lífeyrissjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðingum til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyrissjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun? Langtímahagsmunir hunsaðirEn fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þúsundir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella. Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkisstjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli meðhöndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahagsmuni almennings í huga.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun