Einvígi við sjálfan sig Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 5. október 2012 00:30 Franska heimspekingnum René Descartes þótti gott að sofa út og vaknaði hann sjaldnast fyrr en um hádegi. Þegar hann var 53 ára falaðist Kristín Svíadrottning eftir einkakennslu frá meistaranum. Descartes samþykkti en komst brátt að því, sér til skelfingar, að Kristín vildi að kennslan færi fram eldsnemma á morgnana. Descartes var tilneyddur að verða við óskum drottningarinnar en fljótt varð ljóst að nýju svefnvenjurnar hentuðu honum engan veginn. Innan þriggja mánaða var hann dáinn úr lungnabólgu og telja læknar seinni tíma að þessi skyndilega breyting á svefnmynstri hafi veikt ónæmiskerfi hans og þannig átt hlut að máli. Sem betur fer eru fæstir jafn viðkvæmir fyrir breytingum á svefnvenjum og Descartes en flestir geta tekið undir að það getur verið djöfulli erfitt að breyta þeim. Það var í það minnsta mín reynsla þegar ég gerði tilraun til að vakna snemma alla morgna í átakinu Meistaramánuðurinn í fyrra. Það var ekki vandamál að mæta tímanlega til vinnu en helgarnar reyndust mér um megn. Að öðru leyti var átakið vel heppnað. Ég tók til dæmis líkamsrækt fastari tökum en áður og viti menn, nýi takturinn varð að vana. Það er nefnilega gott að skora sjálfan sig á hólm. Með því að brjótast út úr þægindahringnum getur maður stækkað eigin tækifærismengi og myndað heilbrigða og jákvæða vana. Á mánudag hófst nýr Meistaramánuður og er ég aftur lagstur til atlögu við svefnvenjurnar sem og reyndar mataræðið. Í átaki sem þessu held ég að það sé mikilvægast að vera meðvitaður um að það er erfiðara að standast freistingar þegar maður er í „heitu" ástandi (nývaknaður, svangur og svo framvegis) en „köldu". Með það í huga hef ég tileinkað mér þrjú leiðarstef sem ég bind miklar vonir við í mánuðinum. Í fyrsta lagi, að skuldbinda sig til verka á morgnana. Í gær átti ég til dæmis pantaða klippingu snemma morguns hjá mínum manni Grjóna á Rauðhettu og Úlfinum og var því tilneyddur til að vakna snemma þótt ég hefði asnast til að vaka fram eftir. Í öðru lagi, að skipuleggja máltíðir hverrar viku fyrir fram svo ég mæti ekki í búðina svangur og fyrir vikið vís til að kaupa eitthvað einfalt og óhollt. Að síðustu, að lofa fólki í kringum mig (eða íbúum þeirra 90 þúsund heimila sem fá Fréttablaðið sent til sín) að ég muni hvorki klikka á morgni né máltíð allan mánuðinn. Brjóti ég loforðið veld ég bæði sjálfum mér og öðrum vonbrigðum þannig að ég er með meiri hvata til að standa mig en ella. Nú er bara að duga, eða drepast eins og Descartes! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Franska heimspekingnum René Descartes þótti gott að sofa út og vaknaði hann sjaldnast fyrr en um hádegi. Þegar hann var 53 ára falaðist Kristín Svíadrottning eftir einkakennslu frá meistaranum. Descartes samþykkti en komst brátt að því, sér til skelfingar, að Kristín vildi að kennslan færi fram eldsnemma á morgnana. Descartes var tilneyddur að verða við óskum drottningarinnar en fljótt varð ljóst að nýju svefnvenjurnar hentuðu honum engan veginn. Innan þriggja mánaða var hann dáinn úr lungnabólgu og telja læknar seinni tíma að þessi skyndilega breyting á svefnmynstri hafi veikt ónæmiskerfi hans og þannig átt hlut að máli. Sem betur fer eru fæstir jafn viðkvæmir fyrir breytingum á svefnvenjum og Descartes en flestir geta tekið undir að það getur verið djöfulli erfitt að breyta þeim. Það var í það minnsta mín reynsla þegar ég gerði tilraun til að vakna snemma alla morgna í átakinu Meistaramánuðurinn í fyrra. Það var ekki vandamál að mæta tímanlega til vinnu en helgarnar reyndust mér um megn. Að öðru leyti var átakið vel heppnað. Ég tók til dæmis líkamsrækt fastari tökum en áður og viti menn, nýi takturinn varð að vana. Það er nefnilega gott að skora sjálfan sig á hólm. Með því að brjótast út úr þægindahringnum getur maður stækkað eigin tækifærismengi og myndað heilbrigða og jákvæða vana. Á mánudag hófst nýr Meistaramánuður og er ég aftur lagstur til atlögu við svefnvenjurnar sem og reyndar mataræðið. Í átaki sem þessu held ég að það sé mikilvægast að vera meðvitaður um að það er erfiðara að standast freistingar þegar maður er í „heitu" ástandi (nývaknaður, svangur og svo framvegis) en „köldu". Með það í huga hef ég tileinkað mér þrjú leiðarstef sem ég bind miklar vonir við í mánuðinum. Í fyrsta lagi, að skuldbinda sig til verka á morgnana. Í gær átti ég til dæmis pantaða klippingu snemma morguns hjá mínum manni Grjóna á Rauðhettu og Úlfinum og var því tilneyddur til að vakna snemma þótt ég hefði asnast til að vaka fram eftir. Í öðru lagi, að skipuleggja máltíðir hverrar viku fyrir fram svo ég mæti ekki í búðina svangur og fyrir vikið vís til að kaupa eitthvað einfalt og óhollt. Að síðustu, að lofa fólki í kringum mig (eða íbúum þeirra 90 þúsund heimila sem fá Fréttablaðið sent til sín) að ég muni hvorki klikka á morgni né máltíð allan mánuðinn. Brjóti ég loforðið veld ég bæði sjálfum mér og öðrum vonbrigðum þannig að ég er með meiri hvata til að standa mig en ella. Nú er bara að duga, eða drepast eins og Descartes!
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun