Víkingur Heiðar og önnur hugmynd um norðrið 23. september 2012 14:00 Víkingur Heiðar leikur tónlist sem tengist píanóleikaranum Gould á einn eða annan hátt á tónleikunum sem haldnir verða á þriðjudag. Mynd/Karólína Á þriðjudaginn kemur hefði kanadíski píanóleikarinn Glenn Gould orðið áttræður. Þann dag heldur Víkingur Heiðar Kristjánsson píanóleikari tónleika í Hörpu undir yfirskriftinni Önnur hugmynd um norðrið. Heitið kallast á við útvarpsþætti sem Gould gerði, The Idea of North, en í þeim talaði Gould við íbúa sem bjuggu á afskekktum slóðum í Kanada. Gould er í miklu uppáhaldi hjá Víkingi Heiðari en hugmyndin að því að hann setti saman dagskrá í minningu listamannsins kom frá Peter Paul Kainrath, listrænum stjórnanda Busoni-tónlistarhátíðarinnar á Ítalíu. „Hann hringdi í mig með það erindi að vinna að tónleikum tileinkuðum Gould, diskurinn minn hafði vakið með honum hugrenningartengsl við Gould og þannig varð þessi dagskrá til." Tónleikarnir eru nokkurs konar samtal Víkings Heiðars við píanóleikarann sem er þekktasti píanóleikari 20. aldarinnar. „Mig langaði til að gera eitthvað óvenjulegt. Og vinna þannig í anda Goulds sem stundaði mikla tilraunastarfsemi sjálfur. Þannig varð úr að annars vegar setti ég saman prógramm þar sem ég vann með einangrunarstefið, sem Gould hafði sjálfur unnið með í þáttum sínum um norðrið. Hins vegar fann ég til margvíslega búta úr viðtölum við Gould og leik þá á milli verka. Ég hafði stúderað Gould töluvert mikið og vissi því hvar ég gat leitað fanga," segir Víkingur Heiðar. Gould var mjög frægur fyrir túlkun sína á Bach og fyrri hluti tónleikanna er helgaður verkum hans. Á síðari hluta tónleikanna verða síðrómantísk verk eftir Brahms, Grieg, Sibelius og Wagner; verk sem á einn eða annan hátt tengjast Gould og þema útvarpsþáttarins. „Gould var mjög skapandi og fyrir utan píanóleik sinn gerði hann bæði sjónvarps- og útvarpsþætti. Þess má svo geta að hann hætti að koma fram á tónleikum 32 ára, hann vildi hafa fullkomna stjórn á aðstæðum og það er auðvitað ekki hægt á tónleikum. Að mínu mati var hann mest skapandi og túlkandi listamaður síðustu aldar og hann hefur haft mjög mikil áhrif á mig. En það eru svo sem skiptar skoðanir á honum, ég hitti frægan píanista á dögunum sem spurði mig hvernig ég þoldi Gould," segir Víkingur Heiðar sem hefur flutt dagskrá sína um norðrið tvisvar á áðurnefndri Busoni-hátíð og svo núna í vikunni á MITO-hátíðinni í Mílanó. Víkingur Heiðar flytur dagskrána svo í Eskifjarðarkirkju um helgina og sem fyrr segir í Norðurljósasal Hörpu klukkan átta á þriðjudag. Trixin í tónlistinniAuk þess að sinna tónlistinni vinnur Víkingur Heiðar um þessar mundir að gerð sjónvarpsþátta um tónlist ásamt Höllu Oddnýju Magnúsdóttur sambýliskonu sinni. „Við erum á lokasprettinum, erum búin að taka upp ýmislegt og Halla er nú í Bretlandi að tala við alls konar áhugavert fólk, taugasérfræðinga, heimspekinga og þar fram eftir götunum," segir Víkingur Heiðar. Þættirnir fjalla um tónlist frá margvíslegum sjónarhornum. „Við ætlum til dæmis að útskýra trixin í tónlistinni í einum þættinum, hvernig tónlist virkar á fólk. Svo munum við fjalla um hlutverk flytjandans og skoða ólík sjónarmið listamanna á það, við fjöllum um ljóðasöng og nýja tónlist, svo eitthvað sé nefnt." Víkingur Heiðar segir að meðal þeirra sem hafi veitt honum innblástur við gerð þáttanna hafi verið Glenn Gould. „Gould og Leonard Bernstein gerðu báðir þætti um tónlist sem eru virkilega góðir og hafa gefið mér ótal hugmyndir." [email protected] Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á þriðjudaginn kemur hefði kanadíski píanóleikarinn Glenn Gould orðið áttræður. Þann dag heldur Víkingur Heiðar Kristjánsson píanóleikari tónleika í Hörpu undir yfirskriftinni Önnur hugmynd um norðrið. Heitið kallast á við útvarpsþætti sem Gould gerði, The Idea of North, en í þeim talaði Gould við íbúa sem bjuggu á afskekktum slóðum í Kanada. Gould er í miklu uppáhaldi hjá Víkingi Heiðari en hugmyndin að því að hann setti saman dagskrá í minningu listamannsins kom frá Peter Paul Kainrath, listrænum stjórnanda Busoni-tónlistarhátíðarinnar á Ítalíu. „Hann hringdi í mig með það erindi að vinna að tónleikum tileinkuðum Gould, diskurinn minn hafði vakið með honum hugrenningartengsl við Gould og þannig varð þessi dagskrá til." Tónleikarnir eru nokkurs konar samtal Víkings Heiðars við píanóleikarann sem er þekktasti píanóleikari 20. aldarinnar. „Mig langaði til að gera eitthvað óvenjulegt. Og vinna þannig í anda Goulds sem stundaði mikla tilraunastarfsemi sjálfur. Þannig varð úr að annars vegar setti ég saman prógramm þar sem ég vann með einangrunarstefið, sem Gould hafði sjálfur unnið með í þáttum sínum um norðrið. Hins vegar fann ég til margvíslega búta úr viðtölum við Gould og leik þá á milli verka. Ég hafði stúderað Gould töluvert mikið og vissi því hvar ég gat leitað fanga," segir Víkingur Heiðar. Gould var mjög frægur fyrir túlkun sína á Bach og fyrri hluti tónleikanna er helgaður verkum hans. Á síðari hluta tónleikanna verða síðrómantísk verk eftir Brahms, Grieg, Sibelius og Wagner; verk sem á einn eða annan hátt tengjast Gould og þema útvarpsþáttarins. „Gould var mjög skapandi og fyrir utan píanóleik sinn gerði hann bæði sjónvarps- og útvarpsþætti. Þess má svo geta að hann hætti að koma fram á tónleikum 32 ára, hann vildi hafa fullkomna stjórn á aðstæðum og það er auðvitað ekki hægt á tónleikum. Að mínu mati var hann mest skapandi og túlkandi listamaður síðustu aldar og hann hefur haft mjög mikil áhrif á mig. En það eru svo sem skiptar skoðanir á honum, ég hitti frægan píanista á dögunum sem spurði mig hvernig ég þoldi Gould," segir Víkingur Heiðar sem hefur flutt dagskrá sína um norðrið tvisvar á áðurnefndri Busoni-hátíð og svo núna í vikunni á MITO-hátíðinni í Mílanó. Víkingur Heiðar flytur dagskrána svo í Eskifjarðarkirkju um helgina og sem fyrr segir í Norðurljósasal Hörpu klukkan átta á þriðjudag. Trixin í tónlistinniAuk þess að sinna tónlistinni vinnur Víkingur Heiðar um þessar mundir að gerð sjónvarpsþátta um tónlist ásamt Höllu Oddnýju Magnúsdóttur sambýliskonu sinni. „Við erum á lokasprettinum, erum búin að taka upp ýmislegt og Halla er nú í Bretlandi að tala við alls konar áhugavert fólk, taugasérfræðinga, heimspekinga og þar fram eftir götunum," segir Víkingur Heiðar. Þættirnir fjalla um tónlist frá margvíslegum sjónarhornum. „Við ætlum til dæmis að útskýra trixin í tónlistinni í einum þættinum, hvernig tónlist virkar á fólk. Svo munum við fjalla um hlutverk flytjandans og skoða ólík sjónarmið listamanna á það, við fjöllum um ljóðasöng og nýja tónlist, svo eitthvað sé nefnt." Víkingur Heiðar segir að meðal þeirra sem hafi veitt honum innblástur við gerð þáttanna hafi verið Glenn Gould. „Gould og Leonard Bernstein gerðu báðir þætti um tónlist sem eru virkilega góðir og hafa gefið mér ótal hugmyndir." [email protected]
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira