Nýtt íslenskt verk frumsýnt í Skotlandi 23. september 2012 10:00 Segir nýja verkið, sem hún skrifaði á ensku, vera eins og alvarlegu hliðina á síðasta leikriti sínu, Súldarskeri. "And the Children Never Looked Back" eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu. "Graeme hefur verið búsettur í og með á Íslandi undanfarið ár; hann kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að skella í eitt verk saman og ég tók slaginn." "And the Children Never Looked Back" gerist á lítilli eyju þar sem voveiflegir atburðir hafa nýlega átt sér stað. Daniel er ungur maður frá meginlandinu sem hugsar í sögum og hefur einfalda sýn á veröldina. Leikritið segir frá örlagaríkum fundi þeirra Sunnu, en hún kennir í grunnskólanum á eyjunni og berst við að halda haus eftir skelfilegt áfall. Salka segir það hafa runnið upp fyrir sér nú í vikunni að í raun hafi hún verið að skrifa um alvarlegu hliðina á síðasta verki sínu, Súldarskeri, sem hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir 2011. "Ég er að skrifa um fólk sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og heldur í hálmstrá sem er ekki endilega fótur fyrir. Ég heillast mjög af einangruðum samfélögum og hvernig við búum til sögur til að fylla í órökréttu götin í lífi okkar." Salka lærði skapandi skrif í Skotlandi og er því vön að skrifa á ensku, en engu að síður fóru þau Maley þá leið að hún skrifaði verkið á "venjulegri" ensku en hann þýddi yfir á skosku, með tilheyrandi mállýskum. Aðspurð segir Salka það koma vel til greina að setja verkið upp á Íslandi, en fram undan er þétt dagskrá hjá leikskáldinu. Hún er eitt þriggja ungra leikskálda sem eiga verk sem sett verða á svið hjá Borgarleikhúsinu undir heitinu "Núna!", vinnur að nýju leikriti fyrir börn með leikhópnum Soðið svið, á verk á leiklistarhátíðinni Þjóðleik og hefur nýlokið við að þýða Emmu eftir Jane Austen. "Ég hef verið mjög heppin undanfarið ár, skrifað mikið fyrir leikhúsið og unnið að fleiri stórum verkefnum." Hún segist vona að sýningin í Glasgow opni fyrir hana fleiri dyr í Skotlandi. "Þetta er frábært tækifæri til að kynnast fólkinu í leikhúsbransanum þarna úti. Ég kunni mjög vel við mig í Skotlandi á sínum tíma og gæti vel hugsað mér að vinna þar. Draumurinn væri að geta búið hálft ár þar og hálft heima á Íslandi." -bs Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"And the Children Never Looked Back" eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu. "Graeme hefur verið búsettur í og með á Íslandi undanfarið ár; hann kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að skella í eitt verk saman og ég tók slaginn." "And the Children Never Looked Back" gerist á lítilli eyju þar sem voveiflegir atburðir hafa nýlega átt sér stað. Daniel er ungur maður frá meginlandinu sem hugsar í sögum og hefur einfalda sýn á veröldina. Leikritið segir frá örlagaríkum fundi þeirra Sunnu, en hún kennir í grunnskólanum á eyjunni og berst við að halda haus eftir skelfilegt áfall. Salka segir það hafa runnið upp fyrir sér nú í vikunni að í raun hafi hún verið að skrifa um alvarlegu hliðina á síðasta verki sínu, Súldarskeri, sem hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir 2011. "Ég er að skrifa um fólk sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og heldur í hálmstrá sem er ekki endilega fótur fyrir. Ég heillast mjög af einangruðum samfélögum og hvernig við búum til sögur til að fylla í órökréttu götin í lífi okkar." Salka lærði skapandi skrif í Skotlandi og er því vön að skrifa á ensku, en engu að síður fóru þau Maley þá leið að hún skrifaði verkið á "venjulegri" ensku en hann þýddi yfir á skosku, með tilheyrandi mállýskum. Aðspurð segir Salka það koma vel til greina að setja verkið upp á Íslandi, en fram undan er þétt dagskrá hjá leikskáldinu. Hún er eitt þriggja ungra leikskálda sem eiga verk sem sett verða á svið hjá Borgarleikhúsinu undir heitinu "Núna!", vinnur að nýju leikriti fyrir börn með leikhópnum Soðið svið, á verk á leiklistarhátíðinni Þjóðleik og hefur nýlokið við að þýða Emmu eftir Jane Austen. "Ég hef verið mjög heppin undanfarið ár, skrifað mikið fyrir leikhúsið og unnið að fleiri stórum verkefnum." Hún segist vona að sýningin í Glasgow opni fyrir hana fleiri dyr í Skotlandi. "Þetta er frábært tækifæri til að kynnast fólkinu í leikhúsbransanum þarna úti. Ég kunni mjög vel við mig í Skotlandi á sínum tíma og gæti vel hugsað mér að vinna þar. Draumurinn væri að geta búið hálft ár þar og hálft heima á Íslandi." -bs
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira