Kristilegur kjaftagangur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. september 2012 09:30 Spánn er meðal þeirra þjóða þar sem hljóðmengun er hvað mest. Það kemur íslenskum sólarlandaferðalöngum eflaust ekki á óvart sem komið hafa á spænskan bar. Þar talar hver og einn með slíkum raddstyrk að halda mætti að viðmælandinn væri í næsta bæjarfélagi. Þar á ofan þjösnast barþjónninn svo á kaffikvörninni að viðskiptavinurinn fær það fljótlega á tilfinninguna að hann sé staddur í vélsmiðju. Ég taldi mig vera að fara í skjól frá þessari mengun þegar ég fór einn góðan sunnudag í messu. Þar töluðu hins vegar sóknarbörnin hvert ofan í annað en guðsmaðurinn var jafn ankannalegur og sendifulltrúi frá Satúrnus þar sem hann hjalaði um Jesú Krist meðan messugestir voru önnum kafnir í kjaftagangi að raða samborgurum sínum á skalann frá óþokkum upp í öðlinga. Um síðustu helgi taldi ég mig loksins vera kominn í var en þá féll frá gömul sómakona nátengd tengdafólki mínu. Hélt ég þá til líkvöku eins og siðvenjur gera ráð fyrir. Spánverjar koma nefnilega sínu fólki til grafar innan við tveimur sólarhringum frá því þeir gefa upp öndina. Þessa tæpa tvo sólarhringa er hinum framliðna hins vegar haldinn félagsskapur í formi þessarar líkvöku sem ég varð nú vitni að í fyrsta sinn. Þegar ég kom að kapellu útfararstofunnar var ég uppfullur af lúterskum hátíðleik og hvíslaði því samúðarorðum að viðstöddum. Vissulega voru einhverjir með tár á hvarmi en annars var hátíðleikinn af skornum skammti. Menn voru við sama heygarðshornið og kjöftuðu sem áður, hver ofan í annan. Sumir létu ekki undir höfuð leggjast að hafa uppi gamanmál. Það kom þeim lúterska verulega spánskt fyrir sjónir og eyru. Vestur á Bíldudal var ég nefnilega alinn upp við það að börn voru lokuð inni og dregið fyrir glugga þegar einhver var borinn til grafar. Þar var ég líka sóknarbarn séra Döllu Þórðardóttur sem var snillingur í því að fanga athygli áheyrenda með innblásnum prédikunum svo þessi kristilegi kjaftagangur hér á Spáni var mér algjör nýlunda. Það var ekki laust við að það færi um mig þegar ég leit í kringum mig og sá að allir á líkvökunni voru með láréttu rifuna á útopnu nema ég og svo sú framliðna. Það gerði þó ekkert til því ég læt þetta yfir mig ganga af léttúð einni og heldri konan var horfin til annarra heima þar sem mér skilst að hljóðmengunin sé heldur minni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Spánn er meðal þeirra þjóða þar sem hljóðmengun er hvað mest. Það kemur íslenskum sólarlandaferðalöngum eflaust ekki á óvart sem komið hafa á spænskan bar. Þar talar hver og einn með slíkum raddstyrk að halda mætti að viðmælandinn væri í næsta bæjarfélagi. Þar á ofan þjösnast barþjónninn svo á kaffikvörninni að viðskiptavinurinn fær það fljótlega á tilfinninguna að hann sé staddur í vélsmiðju. Ég taldi mig vera að fara í skjól frá þessari mengun þegar ég fór einn góðan sunnudag í messu. Þar töluðu hins vegar sóknarbörnin hvert ofan í annað en guðsmaðurinn var jafn ankannalegur og sendifulltrúi frá Satúrnus þar sem hann hjalaði um Jesú Krist meðan messugestir voru önnum kafnir í kjaftagangi að raða samborgurum sínum á skalann frá óþokkum upp í öðlinga. Um síðustu helgi taldi ég mig loksins vera kominn í var en þá féll frá gömul sómakona nátengd tengdafólki mínu. Hélt ég þá til líkvöku eins og siðvenjur gera ráð fyrir. Spánverjar koma nefnilega sínu fólki til grafar innan við tveimur sólarhringum frá því þeir gefa upp öndina. Þessa tæpa tvo sólarhringa er hinum framliðna hins vegar haldinn félagsskapur í formi þessarar líkvöku sem ég varð nú vitni að í fyrsta sinn. Þegar ég kom að kapellu útfararstofunnar var ég uppfullur af lúterskum hátíðleik og hvíslaði því samúðarorðum að viðstöddum. Vissulega voru einhverjir með tár á hvarmi en annars var hátíðleikinn af skornum skammti. Menn voru við sama heygarðshornið og kjöftuðu sem áður, hver ofan í annan. Sumir létu ekki undir höfuð leggjast að hafa uppi gamanmál. Það kom þeim lúterska verulega spánskt fyrir sjónir og eyru. Vestur á Bíldudal var ég nefnilega alinn upp við það að börn voru lokuð inni og dregið fyrir glugga þegar einhver var borinn til grafar. Þar var ég líka sóknarbarn séra Döllu Þórðardóttur sem var snillingur í því að fanga athygli áheyrenda með innblásnum prédikunum svo þessi kristilegi kjaftagangur hér á Spáni var mér algjör nýlunda. Það var ekki laust við að það færi um mig þegar ég leit í kringum mig og sá að allir á líkvökunni voru með láréttu rifuna á útopnu nema ég og svo sú framliðna. Það gerði þó ekkert til því ég læt þetta yfir mig ganga af léttúð einni og heldri konan var horfin til annarra heima þar sem mér skilst að hljóðmengunin sé heldur minni.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun