Ben Stiller og Þórey Össur Skarphéðinsson skrifar 8. september 2012 06:00 Fjári var það gott hjá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmyndastjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers. Það er líka aldeilis rétt hjá henni, að þessi lög skapa vinnu fyrir um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi, og hafa kallað heim aftur úrvalsfólk, sem hafði sytrað til útlanda í erfiðu árferði. Þá eru ótaldar þær þúsundir starfa sem skilgreina má sem afleidd störf vegna kvikmyndaframleiðslunnar hér á landi. Á það bendir Þórey réttilega líka. Framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna gleymir hins vegar einu í annars afbragðsgóðri grein. Þessi merku lög voru upphaflega barin í gegn af Finni Ingólfssyni, iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins, við töluverða erfiðleika gagnvart Sjálfstæðisflokknum, sem Þórey vinnur fyrir. Finnur lagði til, og fékk samþykkta, 14% endurgreiðslu. Sjálfsagt er að láta hann njóta þess frumkvæðis. Þegar fram liðu stundir hækkuðu önnur lönd sína endurgreiðslu. Við það dapraðist mjög segulmagn og samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Þegar ég varð iðnaðarráðherra 2007 átti ég fundi með kvikmyndagerðarfólki sem færði afar sterk rök fyrir nauðsyn þess að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Ég fór með málið af stað en þótt ég ólmaðist eins og kviðsítt naut í mýri mætti ég hörðum vegg hjá Sjálfstæðisflokknum sem var líka í þáverandi ríkisstjórn. Flokkurinn, sem Þórey vinnur fyrir, var einfaldlega á móti því að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Það kvað við annan tón þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð tók sæti í ríkisstjórn. Á öðrum fundi þeirrar ríkisstjórnar tók ég upp úr skúffu frumvarpið sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi aldrei sjá í ríkisstjórn – og það rann í gegn. Alþingi samþykkti 20% endurgreiðsluna í kjölfarið. Síðan rann upp það blómaskeið í kvikmyndagerð á Íslandi sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna lýsti svo fallega í grein sinni hér í Fbl. á dögunum. Það var því þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ekki vegna hans, sem Ben Stiller, Tom Cruise og annað stjörnuglit kom hingað til að gera stórmyndir sínar í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fjári var það gott hjá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmyndastjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers. Það er líka aldeilis rétt hjá henni, að þessi lög skapa vinnu fyrir um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi, og hafa kallað heim aftur úrvalsfólk, sem hafði sytrað til útlanda í erfiðu árferði. Þá eru ótaldar þær þúsundir starfa sem skilgreina má sem afleidd störf vegna kvikmyndaframleiðslunnar hér á landi. Á það bendir Þórey réttilega líka. Framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna gleymir hins vegar einu í annars afbragðsgóðri grein. Þessi merku lög voru upphaflega barin í gegn af Finni Ingólfssyni, iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins, við töluverða erfiðleika gagnvart Sjálfstæðisflokknum, sem Þórey vinnur fyrir. Finnur lagði til, og fékk samþykkta, 14% endurgreiðslu. Sjálfsagt er að láta hann njóta þess frumkvæðis. Þegar fram liðu stundir hækkuðu önnur lönd sína endurgreiðslu. Við það dapraðist mjög segulmagn og samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Þegar ég varð iðnaðarráðherra 2007 átti ég fundi með kvikmyndagerðarfólki sem færði afar sterk rök fyrir nauðsyn þess að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Ég fór með málið af stað en þótt ég ólmaðist eins og kviðsítt naut í mýri mætti ég hörðum vegg hjá Sjálfstæðisflokknum sem var líka í þáverandi ríkisstjórn. Flokkurinn, sem Þórey vinnur fyrir, var einfaldlega á móti því að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Það kvað við annan tón þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð tók sæti í ríkisstjórn. Á öðrum fundi þeirrar ríkisstjórnar tók ég upp úr skúffu frumvarpið sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi aldrei sjá í ríkisstjórn – og það rann í gegn. Alþingi samþykkti 20% endurgreiðsluna í kjölfarið. Síðan rann upp það blómaskeið í kvikmyndagerð á Íslandi sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna lýsti svo fallega í grein sinni hér í Fbl. á dögunum. Það var því þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ekki vegna hans, sem Ben Stiller, Tom Cruise og annað stjörnuglit kom hingað til að gera stórmyndir sínar í sumar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun