Frostanótt gerir berin betri 30. ágúst 2012 07:00 Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkjufræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauðsynlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu. Magnús Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir sjálfsagt að tína upp allt sem tilbúið er til uppskeru. En óþarfi sé að óttast að stöku næturfrost eyðileggi uppskeru haustsins, nema þau verði tíð og mikil. Hann segir tíðarfar síðustu ára hafa verið óvenjulegt. „Í Þykkvabænum var alltaf talað um að 13. september væri hættan á næturfrostum orðin veruleg, en það hefur breyst," segir hann. „Þau eru farin að koma fyrr. Öfgarnar eru orðnar meiri í veðurfarinu." Hann bendir á að með því fái plönturnar styttri tíma til að þroskast, en aftur á móti gera sólrík sumur eins og í ár það að verkum að gróðurinn vex mun hraðar. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki fátítt að byrji að frysta í lok ágúst. Hins vegar hafi þurrkar sumarsins gert það að verkum að uppskerubrestur geti orðið meiri hjá bændum en ella. Þá hafi liðið nokkur ár síðan það tók að frysta svona snemma, þar sem síðustu haust hafa verið tiltölulega hlý. Hún segir heitari tölur í kortunum fyrir helgina og næstu viku. „Það verður hiti bæði á degi og nóttu, svo hættan er frá í bili," segir Kristín. [email protected] Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkjufræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauðsynlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu. Magnús Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir sjálfsagt að tína upp allt sem tilbúið er til uppskeru. En óþarfi sé að óttast að stöku næturfrost eyðileggi uppskeru haustsins, nema þau verði tíð og mikil. Hann segir tíðarfar síðustu ára hafa verið óvenjulegt. „Í Þykkvabænum var alltaf talað um að 13. september væri hættan á næturfrostum orðin veruleg, en það hefur breyst," segir hann. „Þau eru farin að koma fyrr. Öfgarnar eru orðnar meiri í veðurfarinu." Hann bendir á að með því fái plönturnar styttri tíma til að þroskast, en aftur á móti gera sólrík sumur eins og í ár það að verkum að gróðurinn vex mun hraðar. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki fátítt að byrji að frysta í lok ágúst. Hins vegar hafi þurrkar sumarsins gert það að verkum að uppskerubrestur geti orðið meiri hjá bændum en ella. Þá hafi liðið nokkur ár síðan það tók að frysta svona snemma, þar sem síðustu haust hafa verið tiltölulega hlý. Hún segir heitari tölur í kortunum fyrir helgina og næstu viku. „Það verður hiti bæði á degi og nóttu, svo hættan er frá í bili," segir Kristín. [email protected]
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira