Græðgi frjálshyggjunnar áfram Kristinn H. Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Meirihluti kjósenda veitti ríkisstjórnarflokkunum brautargengi í síðustu Alþingiskosningum til þess að breyta þjóðfélaginu. Vinstri flokkunum var ætlað að koma böndum á græðgina og siðleysið sem nýfrjálshyggjan leysti úr læðingi þar sem fámennur hópur manna sópaði til sín miklum auðævum í skjóli ranglátra laga og leiddi á fáum árum til bankahrunsins. Flokkarnir sögðu kjósendum að eitt allra stærsta umbótamálið væri að umbylta löggjöfinni um sjávarútveginn og lögðu fram skýra stefnu um áform sín. Nú þegar dregur að lokum kjörtímabilsins er orðið ljóst að þeir hafa guggnað. Félagshyggjuflokkarnir virðast á valdi hagsmunaaðila og hugmyndafræðilega gjaldþrota. Þeir boða opinskátt áfram sömu frjálshyggjuna og nærði græðgina fyrir hrun. Samfylkingin og Vinstri grænir sögðust ætla að úthluta nýtingarréttinum á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma gegn fullu gjaldi. Þeir sögðu báðir að kvótakerfið stæðist ekki jafnræðisreglu samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þeir sögðu báðir að núverandi kvótaúthlutun samræmdist ekki kröfunni um sanngjarnar og réttlátar leikreglur. En nú ætla vinstri flokkarnir að úthluta áfram sömu mönnum 94% af kvótanum. Þeir ætla áfram að úthluta ótímabundið og þeir ætla áfram að afhenda réttinn fyrir brot af því verði sem kvótagreifarnir hafa sjálfir búið til og láta borga sér. Þeir ætla áfram að leyfa þessum fáu kvótahöfum að selja kvótann og hirða allar tekjurnar. Græðgin fær áfram sitt. Árið 2007 var allur kvóti á Flateyri seldur burt. Seljandinn er 9. ríkasti maður landsins skv. tekjublaði Frjálsrar verslunar. Það verður áfram þannig að sjómenn og landverkafólk ráða engu um það hvað verður um kvótann. Áfram verður allur kvótinn óbundinn sjávarbyggðunum. Áfram verður engin samkeppni um veiðiheimildir og engin aðkoma fyrir nýja aðila á jafnræðisgrundvelli. Áfram verður fiskverð og ráðstöfun aflans einkamál kvótahafans. Áfram verður hægt að veðsetja kvótann og taka út framtíðartekjurnar. Áfram verður hugarfarið drekkum í dag og iðrumst á morgun. Áfram munu fáir græða mikið og margir tapa. Til þess að svikamyllan geti örugglega haldið áfram ætla vinstri flokkarnir í góðri samvinnu við gömlu kvótaflokkana að sjá til þess að þessu verði ekki breytt næstu 20 árin. Áfram verður ranglætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Sjá meira
Meirihluti kjósenda veitti ríkisstjórnarflokkunum brautargengi í síðustu Alþingiskosningum til þess að breyta þjóðfélaginu. Vinstri flokkunum var ætlað að koma böndum á græðgina og siðleysið sem nýfrjálshyggjan leysti úr læðingi þar sem fámennur hópur manna sópaði til sín miklum auðævum í skjóli ranglátra laga og leiddi á fáum árum til bankahrunsins. Flokkarnir sögðu kjósendum að eitt allra stærsta umbótamálið væri að umbylta löggjöfinni um sjávarútveginn og lögðu fram skýra stefnu um áform sín. Nú þegar dregur að lokum kjörtímabilsins er orðið ljóst að þeir hafa guggnað. Félagshyggjuflokkarnir virðast á valdi hagsmunaaðila og hugmyndafræðilega gjaldþrota. Þeir boða opinskátt áfram sömu frjálshyggjuna og nærði græðgina fyrir hrun. Samfylkingin og Vinstri grænir sögðust ætla að úthluta nýtingarréttinum á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma gegn fullu gjaldi. Þeir sögðu báðir að kvótakerfið stæðist ekki jafnræðisreglu samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þeir sögðu báðir að núverandi kvótaúthlutun samræmdist ekki kröfunni um sanngjarnar og réttlátar leikreglur. En nú ætla vinstri flokkarnir að úthluta áfram sömu mönnum 94% af kvótanum. Þeir ætla áfram að úthluta ótímabundið og þeir ætla áfram að afhenda réttinn fyrir brot af því verði sem kvótagreifarnir hafa sjálfir búið til og láta borga sér. Þeir ætla áfram að leyfa þessum fáu kvótahöfum að selja kvótann og hirða allar tekjurnar. Græðgin fær áfram sitt. Árið 2007 var allur kvóti á Flateyri seldur burt. Seljandinn er 9. ríkasti maður landsins skv. tekjublaði Frjálsrar verslunar. Það verður áfram þannig að sjómenn og landverkafólk ráða engu um það hvað verður um kvótann. Áfram verður allur kvótinn óbundinn sjávarbyggðunum. Áfram verður engin samkeppni um veiðiheimildir og engin aðkoma fyrir nýja aðila á jafnræðisgrundvelli. Áfram verður fiskverð og ráðstöfun aflans einkamál kvótahafans. Áfram verður hægt að veðsetja kvótann og taka út framtíðartekjurnar. Áfram verður hugarfarið drekkum í dag og iðrumst á morgun. Áfram munu fáir græða mikið og margir tapa. Til þess að svikamyllan geti örugglega haldið áfram ætla vinstri flokkarnir í góðri samvinnu við gömlu kvótaflokkana að sjá til þess að þessu verði ekki breytt næstu 20 árin. Áfram verður ranglætið.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun