Ný stöð í gömlu húsi með sál 11. ágúst 2012 11:00 Hallgrímur og félagar hans í CrossFit Power eru á fullu að gera nýju stöðina klára en hún opnar þann 1. september næstkomandi. mynd/gva CrossFit Power opnar nýja stöð að Suðurlandsbraut 6b. Starfsfólk stöðvarinnar leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og er andinn í húsinu sagður sérstaklega góður enda er það líkamsræktarfólki að góðu kunnugt. Þar hafa líkamsræktarstöðvar verið með aðstöðu undanfarin rúm tuttugu ár. „Við sáum tækifæri, nokkrir CrossFit þjálfarar, þegar húsnæðið losnaði til að opna nýja stöð. Það eru allar aðrar CrossFit-stöðvar stútfullar og ég held að CrossFit sé framtíðin og að þetta sé rétt að byrja. Okkur langaði að deila þekkingu okkar og áhuga á CrossFit og ætlum að koma fróðleik okkar á framfæri hér í CrossFit Power," segir Hallgrímur Andri Ingvarsson, einn stofnenda stöðvarinnar. CrossFit Power er lítil stöð og áherslan því á góða og persónulega þjónustu og gott verð. „Við leggjum líka mikla áherslu á að fólk geri æfingarnar á réttan hátt. Í CrossFit eru stundaðar æfingar sem eiga það sameiginlegt að reyna á mörg liðamót og marga vöðvahópa í einu. Þetta eru æfingar sem eru okkur náttúrulegar og við gerum þær í raun og veru á hverjum degi án þess að vita af því. Tilfinningin að æfa á CrossFit-stöð er allt öðruvísi en á öllum öðrum líkamsræktarstöðvum. Í flestum CrossFit-stöðvum eru engir speglar, enginn er með sína eigin tónlist í heyrnartólum eða í sínum eigin heimi eins og gengur og gerist í venjulegum líkamsræktarstöðvum. Í CrossFit er fólk að tala saman, hvetja hvort annað, hafa gaman af og vinasambönd myndast. Við viljum hafa æfingarnar eins fjölbreyttar og skemmtilegar og hægt er,“ segir Hallgrímur. Allir þjálfarar CrossFit Power hafa lokið þjálfaranámskeiði í CrossFit. Í húsnæði CrossFit Power hafa undanfarin rúm tuttugu ár verið starfræktar líkamsræktarstöðvar og er aðstaðan því góð. „Við erum búnir að vera að laga hér til, mála og taka gólfin í gegn. Við verðum með ný tæki og flottar græjur en sama gamla góða andrúmsloftið sem hefur verið hér undanfarin ár verður hér áfram." Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á heimasíðu hennar, crossfitpower.is.Líkamsrækt í 20 ár CrossFit Power er til húsa á Suðurlandsbraut 6b á bak við Nings. Húsið á sér langa sögu á sviði líkamsræktar en það var fyrir meira en tuttugu árum síðan að Gym80 opnaði þar líkamsræktarstöð. Sú stöð var rekin meðal annarra af Jóni Páli heitnum og voru margir kraftmolar sem ólust upp í líkamsræktarstöðinni. Árið 2005 hóf Bootcamp starfsemi í húsnæðinu en fyrirtækið yfirgaf Suðurlandsbrautina nú í sumar. Starfsemi hússins hefur verið til fyrirmyndar frá upphafi og er umtalað hversu góður andi svífur yfir húsnæðinu. Það var þess vegna sem stofnendur CrossFit Power gátu ekki hugsað sér að láta húsnæðið verða að bílaverkstæði eins og er í mörgum húsum þar í kring og slógu til og stofnuðu nýja CrossFit-stöð. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
CrossFit Power opnar nýja stöð að Suðurlandsbraut 6b. Starfsfólk stöðvarinnar leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og er andinn í húsinu sagður sérstaklega góður enda er það líkamsræktarfólki að góðu kunnugt. Þar hafa líkamsræktarstöðvar verið með aðstöðu undanfarin rúm tuttugu ár. „Við sáum tækifæri, nokkrir CrossFit þjálfarar, þegar húsnæðið losnaði til að opna nýja stöð. Það eru allar aðrar CrossFit-stöðvar stútfullar og ég held að CrossFit sé framtíðin og að þetta sé rétt að byrja. Okkur langaði að deila þekkingu okkar og áhuga á CrossFit og ætlum að koma fróðleik okkar á framfæri hér í CrossFit Power," segir Hallgrímur Andri Ingvarsson, einn stofnenda stöðvarinnar. CrossFit Power er lítil stöð og áherslan því á góða og persónulega þjónustu og gott verð. „Við leggjum líka mikla áherslu á að fólk geri æfingarnar á réttan hátt. Í CrossFit eru stundaðar æfingar sem eiga það sameiginlegt að reyna á mörg liðamót og marga vöðvahópa í einu. Þetta eru æfingar sem eru okkur náttúrulegar og við gerum þær í raun og veru á hverjum degi án þess að vita af því. Tilfinningin að æfa á CrossFit-stöð er allt öðruvísi en á öllum öðrum líkamsræktarstöðvum. Í flestum CrossFit-stöðvum eru engir speglar, enginn er með sína eigin tónlist í heyrnartólum eða í sínum eigin heimi eins og gengur og gerist í venjulegum líkamsræktarstöðvum. Í CrossFit er fólk að tala saman, hvetja hvort annað, hafa gaman af og vinasambönd myndast. Við viljum hafa æfingarnar eins fjölbreyttar og skemmtilegar og hægt er,“ segir Hallgrímur. Allir þjálfarar CrossFit Power hafa lokið þjálfaranámskeiði í CrossFit. Í húsnæði CrossFit Power hafa undanfarin rúm tuttugu ár verið starfræktar líkamsræktarstöðvar og er aðstaðan því góð. „Við erum búnir að vera að laga hér til, mála og taka gólfin í gegn. Við verðum með ný tæki og flottar græjur en sama gamla góða andrúmsloftið sem hefur verið hér undanfarin ár verður hér áfram." Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á heimasíðu hennar, crossfitpower.is.Líkamsrækt í 20 ár CrossFit Power er til húsa á Suðurlandsbraut 6b á bak við Nings. Húsið á sér langa sögu á sviði líkamsræktar en það var fyrir meira en tuttugu árum síðan að Gym80 opnaði þar líkamsræktarstöð. Sú stöð var rekin meðal annarra af Jóni Páli heitnum og voru margir kraftmolar sem ólust upp í líkamsræktarstöðinni. Árið 2005 hóf Bootcamp starfsemi í húsnæðinu en fyrirtækið yfirgaf Suðurlandsbrautina nú í sumar. Starfsemi hússins hefur verið til fyrirmyndar frá upphafi og er umtalað hversu góður andi svífur yfir húsnæðinu. Það var þess vegna sem stofnendur CrossFit Power gátu ekki hugsað sér að láta húsnæðið verða að bílaverkstæði eins og er í mörgum húsum þar í kring og slógu til og stofnuðu nýja CrossFit-stöð.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira