Iss piss piss Erla Hlynsdóttir skrifar 31. júlí 2012 06:00 „Væri ég rukkuð fyrir að fara á salernið þá myndi ég glöð pissa á gólfið í staðinn." Þetta eru viðbrögð konu nokkurrar við því að eigandi vegasjoppu íhugar að láta þá sem ekkert versla borga fyrir að nota klósettið. Viðbrögðin má sjá á dv.is, undir frétt þar sem fjallað er um að eigandi Baulu í Borgarnesi sé búinn að fá nóg af „hlandrútum" sem stoppi með tugi farþega sem fari bara á klósettið en kaupi ekkert. Fleiri lesendur dv.is eru ósáttir við eigandann. „Ef hann væri bara með eitt klósett væri þetta ekki vandamál til að byrja með; hann hefði bara ekkert átt að inrétta (sic) 5 klósetbása (sic) á (sic) hvert kyn í litlu sjoppuna sína," segir annar. Ég er nú bara þannig gerð að ég hélt einmitt að salerni á vegasjoppum væru bara fyrir viðskiptavini. Allir sem hafa unnið við að þrífa salerni á mannmörgum stöðum, þar á meðal ég, vita að það kostar að halda úti snyrtilegri klósett-aðstöðu. Eigandinn borgar fyrir hreinsiefni á klósett, gólf, vaska og spegla. Hann borgar fyrir tuskur, salernis-pappír og handsápu. Hann borgar fyrir ljósaperurnar og rafmagnið, og hann borgar fyrir heita vatnið. Síðast en ekki síst borgar hann svo laun þeim sem sér um þrifin. Ef mikil er umferðin þarf sannarlega að þrífa oft á dag. Karlmaður sem skrifar á dv.is er samt vantrúaður. „Ef gjaldtaka verður á klósettin þá endar það með því að allt gras við þjóðvegi landsins verður hlandbrunnið. Af hverju? Svar: Sjoppuliðið ætlar að græða svo svakalega á þessu að það verður ekki stígandi inn á klósettin." Annar maður bendir þá þessum manni á að hafa smá trú á mannkyninu. Þeir sem hafa ferðast um heiminn vita hins vegar að það tíðkast víða einmitt að rukka sérstakt klósettgjald. „Hvað með það? þurfum ekki að apa allt upp eins og er gert í útlöndum! við skulum ekki fara að tala heldur fyrir fleiri útgjöldum!" Nei, suma lesendur dv.is var ekki hægt að sannfæra. „hef alltaf verid svo ánægd med Ísland ad þad er frítt ad míga hvar sem er." (!) Ég hef pissað úti í vindinum. Ég hef pissað við þjóðveginn og fengið strá í rassinn. Ég hef hlaupið frá einum steini til annars, með buxurnar á hælunum, á flótta undan aðvífandi bílaumferð. Fyrir mig er þetta ekki spurning. Ég vil glöð borga fyrir að pissa inni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
„Væri ég rukkuð fyrir að fara á salernið þá myndi ég glöð pissa á gólfið í staðinn." Þetta eru viðbrögð konu nokkurrar við því að eigandi vegasjoppu íhugar að láta þá sem ekkert versla borga fyrir að nota klósettið. Viðbrögðin má sjá á dv.is, undir frétt þar sem fjallað er um að eigandi Baulu í Borgarnesi sé búinn að fá nóg af „hlandrútum" sem stoppi með tugi farþega sem fari bara á klósettið en kaupi ekkert. Fleiri lesendur dv.is eru ósáttir við eigandann. „Ef hann væri bara með eitt klósett væri þetta ekki vandamál til að byrja með; hann hefði bara ekkert átt að inrétta (sic) 5 klósetbása (sic) á (sic) hvert kyn í litlu sjoppuna sína," segir annar. Ég er nú bara þannig gerð að ég hélt einmitt að salerni á vegasjoppum væru bara fyrir viðskiptavini. Allir sem hafa unnið við að þrífa salerni á mannmörgum stöðum, þar á meðal ég, vita að það kostar að halda úti snyrtilegri klósett-aðstöðu. Eigandinn borgar fyrir hreinsiefni á klósett, gólf, vaska og spegla. Hann borgar fyrir tuskur, salernis-pappír og handsápu. Hann borgar fyrir ljósaperurnar og rafmagnið, og hann borgar fyrir heita vatnið. Síðast en ekki síst borgar hann svo laun þeim sem sér um þrifin. Ef mikil er umferðin þarf sannarlega að þrífa oft á dag. Karlmaður sem skrifar á dv.is er samt vantrúaður. „Ef gjaldtaka verður á klósettin þá endar það með því að allt gras við þjóðvegi landsins verður hlandbrunnið. Af hverju? Svar: Sjoppuliðið ætlar að græða svo svakalega á þessu að það verður ekki stígandi inn á klósettin." Annar maður bendir þá þessum manni á að hafa smá trú á mannkyninu. Þeir sem hafa ferðast um heiminn vita hins vegar að það tíðkast víða einmitt að rukka sérstakt klósettgjald. „Hvað með það? þurfum ekki að apa allt upp eins og er gert í útlöndum! við skulum ekki fara að tala heldur fyrir fleiri útgjöldum!" Nei, suma lesendur dv.is var ekki hægt að sannfæra. „hef alltaf verid svo ánægd med Ísland ad þad er frítt ad míga hvar sem er." (!) Ég hef pissað úti í vindinum. Ég hef pissað við þjóðveginn og fengið strá í rassinn. Ég hef hlaupið frá einum steini til annars, með buxurnar á hælunum, á flótta undan aðvífandi bílaumferð. Fyrir mig er þetta ekki spurning. Ég vil glöð borga fyrir að pissa inni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun