Innlent

Afnám orlofs húsmæðra rætt

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til fundar í næsta mánuði til að ræða kosti þess og galla að afnema lög um húsmæðraorlof.

Í fundarboði sambandsins er vísað til erindis frá Hafnarfjarðarbæ um að sambandið og Alþingi beiti sér fyrir afnámi laganna.

„Hafa umrædd lög um langt skeið sætt mikilli gagnrýni af hálfu sveitarstjórnarmanna," segir sambandið sem kveður erindi Hafnfirðinga í samræmi við sjónarmið sem borist hafi frá öðrum sveitarfélögum. Eru þar nefnd Garðabær, Hveragerði, Akranes og Mosfellsbær. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×