Nú vitið þið að ég er enginn jólasveinn 19. júní 2012 06:00 Hannes segir mikilvægt að Íslendingar kjósi þá persónu sem þeir vilji sjá á Bessastöðum næstu fjögur árin. Fréttablaðið/stefán Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." [email protected] Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." [email protected]
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira