Pétur Jóhann og Þorsteinn saman í nýjum þáttum 15. júní 2012 10:00 Gott teymi Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson leiða saman hesta sína í nýjum gamanþáttum en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson verður þeim innan handar í skrifunum og leikstýrir. Þættirnir eiga að vera í líkingu við Seinfeld og Klovn. „Við erum bara mjög spenntir og setjum markið hátt," segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson en hann og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon vinna nú að gerð nýrra gamanþátta. Þættirnir eru gamanþættir með söguþræði í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu Seinfeld og Klovn. Aðalhlutverkin eru í höndunum á Pétri Jóhanni og Þorsteini en þættirnir hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. Þorsteinn segir að ekkert vinnuheiti sé ennþá komið en búið er að taka upp einn prufuþátt, eða svokallaðan „pilot", sem mældist vel fyrir. „Þetta gekk vel en ég hef aldrei gert prufuþátt nánast í fullri lengd. Prufuþátturinn var gerður til að sjá hvernig karakterarnir og aðstæður unnu saman. Það var gott því þá gátum við séð hvað var að virka og hvað ekki og mér sýndist flestir hafa gaman af," segir Þorsteinn en hann og Pétur Jóhann hefjast handa við skriftir í haust ásamt markverðinum knáa Hannesi Þór Halldórssyni sem leikstýrir þáttunum. „Hann verður okkur innan handar í skrifunum og svo stefnum við á að fara í tökur næsta vor." Þættirnir hafa verið í þróun af Saga Film í samvinnu við Stöð 2 en Þorsteinn vill ekki gefa of mikið uppi varðandi söguþráðinn sjálfan. Hann segir karakterana þó að miklum hluta byggða á þeim sjálfum. „Söguþráðurinn er ennþá í þróun. Við Pétur verðum að nota sumarið til að fara ofan í okkar sálarfylgsni og göngum aðeins lengra en venjulega. Við ætlum að kanna okkar svörtustu sálarhliðar og draga fram atburði og það sem við höfum lent í í lífinu," segir Þorsteinn en hann og Pétur eru góðir vinir og þeir hafa verið með uppistand í Gamla Bíói undanfarna mánuði. „Ég er ekki viss um að við höfum leikið saman áður en við höfum grínað mikið saman og haldið ágætis sambandi. Við eigum vel saman og hlökkum mikið til samstarfsins næsta haust." [email protected] Lífið Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Við erum bara mjög spenntir og setjum markið hátt," segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson en hann og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon vinna nú að gerð nýrra gamanþátta. Þættirnir eru gamanþættir með söguþræði í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu Seinfeld og Klovn. Aðalhlutverkin eru í höndunum á Pétri Jóhanni og Þorsteini en þættirnir hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. Þorsteinn segir að ekkert vinnuheiti sé ennþá komið en búið er að taka upp einn prufuþátt, eða svokallaðan „pilot", sem mældist vel fyrir. „Þetta gekk vel en ég hef aldrei gert prufuþátt nánast í fullri lengd. Prufuþátturinn var gerður til að sjá hvernig karakterarnir og aðstæður unnu saman. Það var gott því þá gátum við séð hvað var að virka og hvað ekki og mér sýndist flestir hafa gaman af," segir Þorsteinn en hann og Pétur Jóhann hefjast handa við skriftir í haust ásamt markverðinum knáa Hannesi Þór Halldórssyni sem leikstýrir þáttunum. „Hann verður okkur innan handar í skrifunum og svo stefnum við á að fara í tökur næsta vor." Þættirnir hafa verið í þróun af Saga Film í samvinnu við Stöð 2 en Þorsteinn vill ekki gefa of mikið uppi varðandi söguþráðinn sjálfan. Hann segir karakterana þó að miklum hluta byggða á þeim sjálfum. „Söguþráðurinn er ennþá í þróun. Við Pétur verðum að nota sumarið til að fara ofan í okkar sálarfylgsni og göngum aðeins lengra en venjulega. Við ætlum að kanna okkar svörtustu sálarhliðar og draga fram atburði og það sem við höfum lent í í lífinu," segir Þorsteinn en hann og Pétur eru góðir vinir og þeir hafa verið með uppistand í Gamla Bíói undanfarna mánuði. „Ég er ekki viss um að við höfum leikið saman áður en við höfum grínað mikið saman og haldið ágætis sambandi. Við eigum vel saman og hlökkum mikið til samstarfsins næsta haust." [email protected]
Lífið Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira