Fordómar fjúka ef þeim er sleppt Héðinn Unnsteinsson skrifar 11. júní 2012 06:00 Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Tengdar fréttir Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00 Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast.
Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun