Kínverska lopapeysan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. júní 2012 06:00 Mikið er um að lopapeysur sem auglýstar eru og kynntar sem íslenzk vara séu framleiddar í Kína. Um þetta hefur Fréttablaðið fjallað að undanförnu. Heimsóknir í verzlanir leiða í ljós að ekki er gerður neinn greinarmunur á peysum sem eru prjónaðar á Íslandi og þeim sem eru gerðar í Kína. Framleiðsluland er ekki tilgreint á peysunum og ómögulegt fyrir neytandann að fá að vita hvar varan er framleidd. Fréttablaðið hefur með örfáum undantekningum átt í mestu erfiðleikum með að fá nokkur svör frá þeim sem selja lopapeysur framleiddar erlendis; þetta virðist vera feimnismál sem ekki má tala um. Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambandsins hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag harðlega hér í blaðinu og í Fréttablaðinu í gær upplýsir Ásmundur Einar Daðason alþingismaður að hann hyggist skoða með lögfræðingum þingsins hvort hægt sé að skerpa á reglum. Honum finnst miður að lopapeysurnar skuli yfirhöfuð framleiddar í Kína. Það er í raun ekkert athugavert við að íslenzk framleiðslufyrirtæki og verzlanir láti prjóna lopapeysur fyrir sig í Kína, úr íslenzkri ull og samkvæmt íslenzkri hönnun. Þannig er stuðlað að því að mæta vaxandi eftirspurn, ekki sízt frá ferðamönnum, eftir lopapeysunum og væntanlega að því að halda verðinu hóflegu. Sömu lögmál eiga við þarna og um framleiðslu alls konar vestrænnar hönnunarvöru, sem er framleidd í Austurlöndum þar sem vinnuafl er ódýrara. Þetta snýst ekki um þjóðarstolt, eins og Ásmundur lætur skína í, heldur að neytendur fái réttar upplýsingar. Sumum neytendum er áreiðanlega alveg sama þótt þeir kaupi peysu prjónaða í Kína ef hönnunin og munstrið er íslenzkt og verðið hóflegt. Hins vegar fer sá hópur neytenda stækkandi, eins og Bryndís Eiríksdóttir bendir á, sem vill fá réttar og skilmerkilegar upplýsingar um það hvar vara er framleidd. Fyrir suma skiptir það máli af því að þeir vilja vera nokkuð vissir um að aðstæður fólksins sem vinnur við framleiðsluna séu sem beztar. Aðrir vilja að hlutirnir séu ekta og myndu hvorki kaupa „íslenzka" lopapeysu, „skozkan" tvídjakka né „finnskan" veiðihníf ef hlutirnir væru framleiddir í Kína, jafnvel þótt enginn gæðamunur væri á þeim. Þessi hópur neytenda er gjarnan reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir vöru sem hann er viss um að sé ekta. Þetta er vaxandi þáttur í menningarferðamennsku; að taka með sér heim mat og hluti sem framleiddir eru af heimamönnum og partur af sögu þeirra og arfleifð. Það er þess vegna full ástæða til að Neytendastofa skoði málið, eins og sviðsstjóri þar á bæ segir í Fréttablaðinu í gær að verði gert. Æskilegast væri auðvitað að hafa merkingar sem auðvelda neytendum, bæði erlendum og innlendum, að hafa uppi á ekta íslenzkum lopapeysum, handprjónuðum á Íslandi, ef það er það sem þá langar í. Sama á við um alla aðra vöru; upprunamerkingar eiga að vera skýrar og skilmerkilegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Mikið er um að lopapeysur sem auglýstar eru og kynntar sem íslenzk vara séu framleiddar í Kína. Um þetta hefur Fréttablaðið fjallað að undanförnu. Heimsóknir í verzlanir leiða í ljós að ekki er gerður neinn greinarmunur á peysum sem eru prjónaðar á Íslandi og þeim sem eru gerðar í Kína. Framleiðsluland er ekki tilgreint á peysunum og ómögulegt fyrir neytandann að fá að vita hvar varan er framleidd. Fréttablaðið hefur með örfáum undantekningum átt í mestu erfiðleikum með að fá nokkur svör frá þeim sem selja lopapeysur framleiddar erlendis; þetta virðist vera feimnismál sem ekki má tala um. Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambandsins hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag harðlega hér í blaðinu og í Fréttablaðinu í gær upplýsir Ásmundur Einar Daðason alþingismaður að hann hyggist skoða með lögfræðingum þingsins hvort hægt sé að skerpa á reglum. Honum finnst miður að lopapeysurnar skuli yfirhöfuð framleiddar í Kína. Það er í raun ekkert athugavert við að íslenzk framleiðslufyrirtæki og verzlanir láti prjóna lopapeysur fyrir sig í Kína, úr íslenzkri ull og samkvæmt íslenzkri hönnun. Þannig er stuðlað að því að mæta vaxandi eftirspurn, ekki sízt frá ferðamönnum, eftir lopapeysunum og væntanlega að því að halda verðinu hóflegu. Sömu lögmál eiga við þarna og um framleiðslu alls konar vestrænnar hönnunarvöru, sem er framleidd í Austurlöndum þar sem vinnuafl er ódýrara. Þetta snýst ekki um þjóðarstolt, eins og Ásmundur lætur skína í, heldur að neytendur fái réttar upplýsingar. Sumum neytendum er áreiðanlega alveg sama þótt þeir kaupi peysu prjónaða í Kína ef hönnunin og munstrið er íslenzkt og verðið hóflegt. Hins vegar fer sá hópur neytenda stækkandi, eins og Bryndís Eiríksdóttir bendir á, sem vill fá réttar og skilmerkilegar upplýsingar um það hvar vara er framleidd. Fyrir suma skiptir það máli af því að þeir vilja vera nokkuð vissir um að aðstæður fólksins sem vinnur við framleiðsluna séu sem beztar. Aðrir vilja að hlutirnir séu ekta og myndu hvorki kaupa „íslenzka" lopapeysu, „skozkan" tvídjakka né „finnskan" veiðihníf ef hlutirnir væru framleiddir í Kína, jafnvel þótt enginn gæðamunur væri á þeim. Þessi hópur neytenda er gjarnan reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir vöru sem hann er viss um að sé ekta. Þetta er vaxandi þáttur í menningarferðamennsku; að taka með sér heim mat og hluti sem framleiddir eru af heimamönnum og partur af sögu þeirra og arfleifð. Það er þess vegna full ástæða til að Neytendastofa skoði málið, eins og sviðsstjóri þar á bæ segir í Fréttablaðinu í gær að verði gert. Æskilegast væri auðvitað að hafa merkingar sem auðvelda neytendum, bæði erlendum og innlendum, að hafa uppi á ekta íslenzkum lopapeysum, handprjónuðum á Íslandi, ef það er það sem þá langar í. Sama á við um alla aðra vöru; upprunamerkingar eiga að vera skýrar og skilmerkilegar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun