Hinar snjóhengjurnar Gauti Kristmannsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum „hinna" óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. Ein helsta ástæða krónuvandans hefur verið talin hin svokallaða „snjóhengja" íslenskra króna upp á þúsund milljarða í eigu erlendra fjárfesta sem vitaskuld hlytu að flýja sem fætur toga úr landi við afnám gjaldeyrishafta áður en krónan hryndi enn frekar. En það eru fleiri snjóhengjur hér á landi en þessar. Ein felst í innlendum sparnaði í óverðtryggðu krónunni (sem er önnur mynt en sú verðtryggða). Næsta víst má telja að íslenskir eigendur íslenskra óverðtryggðra króna færu þráðbeint úr landi með sínar eignir í kjölfar hinna erlendu (ef ekki á undan þeim), enda væru þeir vanvitar ef þeir gerðu það ekki. Það myndu sennilega bankar og lífeyrissjóðir gera líka og græða þannig tvöfalt á hruni krónunnar og myndu eignir þeirra í verðtryggðum krónum snarhækka um leið og skuldir heimila og fyrirtækja með lán í verðtryggðu krónunni færu endanlega upp úr þaki. Verðtryggða krónan er þannig þriðja risahengjan yfir íslensku samfélagi og samanlagðar eru þessar þrjár „snjóhengjur" mesta ógn við lífskjör þeirra sem á Íslandi búa og starfa. Að kalla eftir hraðri „aðlögun" með afnámi hafta og „taka skellinn" er ekki aðeins vanhugsað heldur nálgast það brjálæði að standa undir slíkum hengjum og öskra í von um að þær fari. Draumurinn um að einhver önnur ríki taki að sér losa um þær með varfærnum hætti án nokkurra skuldbindinga af Íslands hálfu (les: einhliða upptaka erlends gjaldmiðils) er í besta falli hæpinn og í versta falli martröð því hvar eru peningarnir til að kaupa þá þjónustu? Svokallaður gjaldeyrisvaraforði Íslendinga er að miklu leyti lánsfé og ekki bíða lánveitendur í röðum til að tvöfalda erlendar skuldir ríkisins. Skattlagning á fjármagnsflutninga úr landi virðist einnig vera hættuspil; sé skattprósentan lág fara menn hvort sem er, sé hún of há bíða menn það af sér uns fjárfestingahungrið knýr menn til lækkunar eða afnáms. Hvort til sé einhver millivegur er erfitt að segja, en skattlagning af þessu tagi er vitanlega aðeins annað form gjaldeyrishafta og til þess að koma í veg fyrir leka yrðu Íslendingar að greiða slíkan skatt líka. Eina hugsanlega leiðin út úr öngstrætinu virðist vera að gera samkomulag við ESB og Evrópska seðlabankann sem hefur tæki og tól til að verjast snjóhengjunum svokölluðu þótt vissulega sé ekki komið í ljós hvort þessir aðilar vilji hjálpa. En í stað þess að fá úr því skorið kjósa margir að standa undir snjóhengjunum og orga. Afleiðingarnar munu því miður ekki hitta þá eina fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Gauti Kristmannsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Sjá meira
Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum „hinna" óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. Ein helsta ástæða krónuvandans hefur verið talin hin svokallaða „snjóhengja" íslenskra króna upp á þúsund milljarða í eigu erlendra fjárfesta sem vitaskuld hlytu að flýja sem fætur toga úr landi við afnám gjaldeyrishafta áður en krónan hryndi enn frekar. En það eru fleiri snjóhengjur hér á landi en þessar. Ein felst í innlendum sparnaði í óverðtryggðu krónunni (sem er önnur mynt en sú verðtryggða). Næsta víst má telja að íslenskir eigendur íslenskra óverðtryggðra króna færu þráðbeint úr landi með sínar eignir í kjölfar hinna erlendu (ef ekki á undan þeim), enda væru þeir vanvitar ef þeir gerðu það ekki. Það myndu sennilega bankar og lífeyrissjóðir gera líka og græða þannig tvöfalt á hruni krónunnar og myndu eignir þeirra í verðtryggðum krónum snarhækka um leið og skuldir heimila og fyrirtækja með lán í verðtryggðu krónunni færu endanlega upp úr þaki. Verðtryggða krónan er þannig þriðja risahengjan yfir íslensku samfélagi og samanlagðar eru þessar þrjár „snjóhengjur" mesta ógn við lífskjör þeirra sem á Íslandi búa og starfa. Að kalla eftir hraðri „aðlögun" með afnámi hafta og „taka skellinn" er ekki aðeins vanhugsað heldur nálgast það brjálæði að standa undir slíkum hengjum og öskra í von um að þær fari. Draumurinn um að einhver önnur ríki taki að sér losa um þær með varfærnum hætti án nokkurra skuldbindinga af Íslands hálfu (les: einhliða upptaka erlends gjaldmiðils) er í besta falli hæpinn og í versta falli martröð því hvar eru peningarnir til að kaupa þá þjónustu? Svokallaður gjaldeyrisvaraforði Íslendinga er að miklu leyti lánsfé og ekki bíða lánveitendur í röðum til að tvöfalda erlendar skuldir ríkisins. Skattlagning á fjármagnsflutninga úr landi virðist einnig vera hættuspil; sé skattprósentan lág fara menn hvort sem er, sé hún of há bíða menn það af sér uns fjárfestingahungrið knýr menn til lækkunar eða afnáms. Hvort til sé einhver millivegur er erfitt að segja, en skattlagning af þessu tagi er vitanlega aðeins annað form gjaldeyrishafta og til þess að koma í veg fyrir leka yrðu Íslendingar að greiða slíkan skatt líka. Eina hugsanlega leiðin út úr öngstrætinu virðist vera að gera samkomulag við ESB og Evrópska seðlabankann sem hefur tæki og tól til að verjast snjóhengjunum svokölluðu þótt vissulega sé ekki komið í ljós hvort þessir aðilar vilji hjálpa. En í stað þess að fá úr því skorið kjósa margir að standa undir snjóhengjunum og orga. Afleiðingarnar munu því miður ekki hitta þá eina fyrir.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun