Undir meira álagi og ósáttari við laun 27. apríl 2012 07:30 Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. [email protected] Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. [email protected]
Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira