Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar 26. apríl 2012 10:00 Silfra Hin kristaltæra Silfra er feikidjúp og opnast út í Þingvallavatn austan Öxarár. Á mestu álagsstundum svamla kafarar þar hver um annan þveran.Fréttablaðið/Vilhelm „Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar
Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira