Telja fundinn legstað Magnúsar lagabætis 25. apríl 2012 11:00 Úr Jónsbók Hér getur að líta myndstaf við þjófabálk Jónsbókar sem hér var lögtekin árið 1281 og notuð fram á 18. öld. Löggjöf Magnúsar lagabætis mun hafa byggst á hugmyndinni um að glæpur væri brot gegn ríkisvaldi fremur en einstaklingum og dró þar með úr vægi hefndarinnar. Mynd/Stofnun Árna magnússonar Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. Magnúsar er minnst fyrir að samræma löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum, en hann lét jafnframt gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum og svo Jónsbók, sem hér var notuð fram á 18. öld. Aftenposten greinir frá því að röntgenrannsóknir rannsóknarstofunnar SINTEF hafi leitt í ljós steinkistu í vegg kirkjunnar og að í henni megi greina málmleifar. Þótt heimildir hermi að Magnús hafi verið grafinn í kirkjunni hefur legstaður hans ekki verið kunnur. „Þetta hlýtur að vera Magnús lagabætir. Í kirkjunni er ekki grafinn annar konungur," er haft eftir Gunnari Rosenlund, sem fjármagnað hefur rannsóknirnar. „Framhaldið er hins vegar óvíst. Kirkjan er friðuð og allar framkvæmdir þarf að bera undir Fornleifastofnun ríkisins." Gunnar telur þó að fyrsta skref hljóti að vera að bora gat í vegg kirkjunnar til að komast nær steinkistunni. Dómkirkjan í Bergen er 60 metra löng steinkirkja og 20,5 metrar á breidd, að því er Aftenposten greinir frá. Fyrstu heimildir um hana eru frá 1181, en síðan var byggt við hana Fransiskuklaustur. Magnús lagabætir fjármagnaði svo endurbyggingu kirkjunnar eftir bruna 1270 og var grafinn í henni. Að því er fram kemur á alfræðivef Wikipediu hefur Magnús lagabætir almennt fengið góð eftirmæli. Er hans sagt minnst sem konungs sem beitti lögunum fremur en sverðinu. „Hann var friðsamur og forðaðist stríðsátök og harðar deilur en kaus að tryggja stöðugleika," segir þar. Frá því er greint að Magnús hafi fengið Sturlu Þórðarson sagnaritara til að skrifa sögu Hákonar föður síns en árið 1278 fól hann Sturlu einnig að skrifa sína eigin sögu. Aðeins mun brot af henni hafa varðveist. „Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar," segir einnig á Wikipedia. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga og var í liði Þórðar kakala er hann sneri heim frá Noregi. [email protected] Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. Magnúsar er minnst fyrir að samræma löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum, en hann lét jafnframt gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum og svo Jónsbók, sem hér var notuð fram á 18. öld. Aftenposten greinir frá því að röntgenrannsóknir rannsóknarstofunnar SINTEF hafi leitt í ljós steinkistu í vegg kirkjunnar og að í henni megi greina málmleifar. Þótt heimildir hermi að Magnús hafi verið grafinn í kirkjunni hefur legstaður hans ekki verið kunnur. „Þetta hlýtur að vera Magnús lagabætir. Í kirkjunni er ekki grafinn annar konungur," er haft eftir Gunnari Rosenlund, sem fjármagnað hefur rannsóknirnar. „Framhaldið er hins vegar óvíst. Kirkjan er friðuð og allar framkvæmdir þarf að bera undir Fornleifastofnun ríkisins." Gunnar telur þó að fyrsta skref hljóti að vera að bora gat í vegg kirkjunnar til að komast nær steinkistunni. Dómkirkjan í Bergen er 60 metra löng steinkirkja og 20,5 metrar á breidd, að því er Aftenposten greinir frá. Fyrstu heimildir um hana eru frá 1181, en síðan var byggt við hana Fransiskuklaustur. Magnús lagabætir fjármagnaði svo endurbyggingu kirkjunnar eftir bruna 1270 og var grafinn í henni. Að því er fram kemur á alfræðivef Wikipediu hefur Magnús lagabætir almennt fengið góð eftirmæli. Er hans sagt minnst sem konungs sem beitti lögunum fremur en sverðinu. „Hann var friðsamur og forðaðist stríðsátök og harðar deilur en kaus að tryggja stöðugleika," segir þar. Frá því er greint að Magnús hafi fengið Sturlu Þórðarson sagnaritara til að skrifa sögu Hákonar föður síns en árið 1278 fól hann Sturlu einnig að skrifa sína eigin sögu. Aðeins mun brot af henni hafa varðveist. „Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar," segir einnig á Wikipedia. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga og var í liði Þórðar kakala er hann sneri heim frá Noregi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent