Magnús lítilláti Scheving 23. apríl 2012 07:00 Mikið óskaplega er Magnús Scheving lítillátur maður. Reyndar hefur hann verið afar iðinn við að færa heiminn í sanninn um að hann geti farið í flikk, flakk og heljarstökk en hann þegir yfir því sem allir myndu vilja monta sig af. Þessi liðugi og lítilláti maður skrifaði leikrit sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1999. Það segir frá samfélagi nokkru sem lifir einföldu og hollu lífi. Ræktar sitt grænmeti og borðar, gerir leikfimi og heldur aftur af hinum ýmsu tilhneiginum sem hrella okkur mannfólkið. Dag einn er síðan stolnum bíl ekið glannalega í gegnum bæinn og lagt ólöglega í þokkabót. Bæjarstjóra og lögreglu blöskrar hátternið í svo kyrrlátum bæ. Láta þeir hendur standa fram úr ermum og hafa upp á ökuþórnum. En vaskleikinn víkur þegar þeir fá þau svör að þarna sé Rikki ríki á ferð. Það er ekki nóg með að hann beri sig og klæði eins og Hollywood stjarna heldur hefur hann margsinnis farið í bíó með forsetanum og meira að segja nuddað á honum tærnar. Hinn valdsamlegi lögreglumaður verður undir eins að hvutta og þykir bæjarbúum ekki annað við hæfi en Rikki ríki fái að leggja þar sem honum sýnist. Ekki nóg með það heldur finnst mönnum annað óhæfa en að laganna vörður þrífi hinn stolna bíl hátt og lágt. Ekki líður á löngu uns orð Rikka ríka, sem reyndar er Glanni glæpur í dulargervi, verða að guðspjalli dagsins hjá bæjarbúum. Hann nær að sannfæra þá um að heimaræktaða grænmetið sé hallærislegt enda enginn pakki utan um það. Þess í stað kemst innihaldslítill dósamatur í tísku. Eins fær hann þá til að láta íþróttaiðkun lönd og leið en fær þá til að taka upp vinnuþrælkun í staðinn. Hann er heldur ekki lengi að koma grænmetisgarðinum fyrir kattarnef svo bæjarbúar sitja uppi með dósamatinn einan. Öðru hverju hverfur svo Glanni glæpur úr gervi sínu og hlær að því hvað fórnarlömbin séu einföld en það er ekki fyrr en allt er komið um koll að bæjarbúar sjá að þeir hafa látið plata sig, þá sjá þeir að hégóminn hafði sigrað þá á ipponi. Magnús minn Scheving! Hvernig í ósköpunum fórstu að því að sitja á strák þínum þegar kverúlantarnir, besservisserarnir og hinir ýmsu fræðimenn stukku fram og sögðust allir hafa séð hrunið fyrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Mikið óskaplega er Magnús Scheving lítillátur maður. Reyndar hefur hann verið afar iðinn við að færa heiminn í sanninn um að hann geti farið í flikk, flakk og heljarstökk en hann þegir yfir því sem allir myndu vilja monta sig af. Þessi liðugi og lítilláti maður skrifaði leikrit sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1999. Það segir frá samfélagi nokkru sem lifir einföldu og hollu lífi. Ræktar sitt grænmeti og borðar, gerir leikfimi og heldur aftur af hinum ýmsu tilhneiginum sem hrella okkur mannfólkið. Dag einn er síðan stolnum bíl ekið glannalega í gegnum bæinn og lagt ólöglega í þokkabót. Bæjarstjóra og lögreglu blöskrar hátternið í svo kyrrlátum bæ. Láta þeir hendur standa fram úr ermum og hafa upp á ökuþórnum. En vaskleikinn víkur þegar þeir fá þau svör að þarna sé Rikki ríki á ferð. Það er ekki nóg með að hann beri sig og klæði eins og Hollywood stjarna heldur hefur hann margsinnis farið í bíó með forsetanum og meira að segja nuddað á honum tærnar. Hinn valdsamlegi lögreglumaður verður undir eins að hvutta og þykir bæjarbúum ekki annað við hæfi en Rikki ríki fái að leggja þar sem honum sýnist. Ekki nóg með það heldur finnst mönnum annað óhæfa en að laganna vörður þrífi hinn stolna bíl hátt og lágt. Ekki líður á löngu uns orð Rikka ríka, sem reyndar er Glanni glæpur í dulargervi, verða að guðspjalli dagsins hjá bæjarbúum. Hann nær að sannfæra þá um að heimaræktaða grænmetið sé hallærislegt enda enginn pakki utan um það. Þess í stað kemst innihaldslítill dósamatur í tísku. Eins fær hann þá til að láta íþróttaiðkun lönd og leið en fær þá til að taka upp vinnuþrælkun í staðinn. Hann er heldur ekki lengi að koma grænmetisgarðinum fyrir kattarnef svo bæjarbúar sitja uppi með dósamatinn einan. Öðru hverju hverfur svo Glanni glæpur úr gervi sínu og hlær að því hvað fórnarlömbin séu einföld en það er ekki fyrr en allt er komið um koll að bæjarbúar sjá að þeir hafa látið plata sig, þá sjá þeir að hégóminn hafði sigrað þá á ipponi. Magnús minn Scheving! Hvernig í ósköpunum fórstu að því að sitja á strák þínum þegar kverúlantarnir, besservisserarnir og hinir ýmsu fræðimenn stukku fram og sögðust allir hafa séð hrunið fyrir?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun