Markmið í ójafnvægi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. apríl 2012 06:00 Greinargerðir hagfræðinga og endurskoðenda, sem til þessa hafa komið fram um ný kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra, eru allar mjög á einn veg. Þar er annars vegar varað eindregið við áhrifunum af mikilli hækkun veiðigjalds á afkomu útgerðarinnar. Hins vegar er bent á að önnur ákvæði frumvarpsins, til dæmis um takmarkanir á framsali aflaheimilda og færslu veiðiheimilda frá útgerðunum í hina ýmsu „potta" muni draga úr langtímahagkvæmni útgerðarinnar og minnka hvata til að fjárfesta, byggja upp og fara vel með auðlindina. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte reiknaði út hvaða áhrif veiðigjaldið eins og það er sett upp í frumvarpinu hefði haft á sjávarútvegsfyrirtækin undanfarin tíu ár. Niðurstaðan er að gjaldtakan hefði numið öllum hagnaði sjávarútvegsfyrirtækjanna og gott betur. Þessari niðurstöðu hefur Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra andmælt og aðstoðarmaður hans gefið til kynna að hún sé „keypt" og þá væntanlega ekki mark á henni takandi. Á móti bendir Deloitte á að stjórnvöld hafi sjálf ekki lagt fram neina marktæka útreikninga með frumvörpunum. Þetta kemur raunar ágætlega fram í greinargerð eina hagfræðingsins, sem sjávarútvegsráðuneytið bað að líta yfir frumvörpin. Daði Már Kristófersson dósent segir í áliti sínu að álögur á viðskipti með kvóta og pottafyrirkomulagið muni rýra eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna og draga úr hagræðingu í greininni. Mest séu þó áhrif hækkunar veiðigjaldsins, sem muni „án efa kippa stoðum undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum". „Mikilvægt er að úttekt sé gerð á afleiðingum hækkana á einstakar útgerðir og mótaðar hugmyndir um hvernig brugðist verði við þeim með einum eða öðrum hætti," segir Daði Már. Í sjávarútvegsráðuneytinu virðast menn haldnir þeirri meinloku að horfa á afkomu sjávarútvegsins allra síðustu ár, sem hefur verið ljómandi góð, og ætla svo að reikna ríflegt veiðigjald út frá henni. Þá horfa höfundar kvótafrumvarpanna algjörlega fram hjá þeim neikvæðu áhrifum á framtíðarafkomu sjávarútvegsins sem allt hitt fiktið í kerfinu mun hafa í för með sér. Að þessu er vikið í áliti Íslandsbanka á kvótafrumvörpunum, en þar segir: „Sé ætlunin að þjóðin njóti góðs af arði auðlindarinnar fyrir atbeina hins opinbera hlýtur að vera nærtækara markmið að sameina aukna gjaldtöku því að reka hagkvæman sjávarútveg og hvetja þá sem starfa innan greinarinnar til þess að hugsa til langs tíma hvað varðar fjárfestingu og uppbyggingu fiskistofna. Mikið vantar upp á að þarna sé jafnvægi á milli í frumvörpunum tveimur." Þarna liggur hundurinn grafinn. Ríkisstjórnin vill annars vegar leggja gríðarlega há gjöld á sjávarútveginn og hins vegar draga verulega úr hagkvæmni greinarinnar og þar með getu hennar til að standa undir gjaldtökunni. Með því að gera hvort tveggja í einu er einni af meginstoðum íslenzks efnahagslífs ógnað. Alþingi hlýtur að afla sér mjög rækilegra upplýsinga um áhrifin áður en það samþykkir enn eina hrákasmíðina úr sjávarútvegsráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Greinargerðir hagfræðinga og endurskoðenda, sem til þessa hafa komið fram um ný kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra, eru allar mjög á einn veg. Þar er annars vegar varað eindregið við áhrifunum af mikilli hækkun veiðigjalds á afkomu útgerðarinnar. Hins vegar er bent á að önnur ákvæði frumvarpsins, til dæmis um takmarkanir á framsali aflaheimilda og færslu veiðiheimilda frá útgerðunum í hina ýmsu „potta" muni draga úr langtímahagkvæmni útgerðarinnar og minnka hvata til að fjárfesta, byggja upp og fara vel með auðlindina. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte reiknaði út hvaða áhrif veiðigjaldið eins og það er sett upp í frumvarpinu hefði haft á sjávarútvegsfyrirtækin undanfarin tíu ár. Niðurstaðan er að gjaldtakan hefði numið öllum hagnaði sjávarútvegsfyrirtækjanna og gott betur. Þessari niðurstöðu hefur Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra andmælt og aðstoðarmaður hans gefið til kynna að hún sé „keypt" og þá væntanlega ekki mark á henni takandi. Á móti bendir Deloitte á að stjórnvöld hafi sjálf ekki lagt fram neina marktæka útreikninga með frumvörpunum. Þetta kemur raunar ágætlega fram í greinargerð eina hagfræðingsins, sem sjávarútvegsráðuneytið bað að líta yfir frumvörpin. Daði Már Kristófersson dósent segir í áliti sínu að álögur á viðskipti með kvóta og pottafyrirkomulagið muni rýra eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna og draga úr hagræðingu í greininni. Mest séu þó áhrif hækkunar veiðigjaldsins, sem muni „án efa kippa stoðum undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum". „Mikilvægt er að úttekt sé gerð á afleiðingum hækkana á einstakar útgerðir og mótaðar hugmyndir um hvernig brugðist verði við þeim með einum eða öðrum hætti," segir Daði Már. Í sjávarútvegsráðuneytinu virðast menn haldnir þeirri meinloku að horfa á afkomu sjávarútvegsins allra síðustu ár, sem hefur verið ljómandi góð, og ætla svo að reikna ríflegt veiðigjald út frá henni. Þá horfa höfundar kvótafrumvarpanna algjörlega fram hjá þeim neikvæðu áhrifum á framtíðarafkomu sjávarútvegsins sem allt hitt fiktið í kerfinu mun hafa í för með sér. Að þessu er vikið í áliti Íslandsbanka á kvótafrumvörpunum, en þar segir: „Sé ætlunin að þjóðin njóti góðs af arði auðlindarinnar fyrir atbeina hins opinbera hlýtur að vera nærtækara markmið að sameina aukna gjaldtöku því að reka hagkvæman sjávarútveg og hvetja þá sem starfa innan greinarinnar til þess að hugsa til langs tíma hvað varðar fjárfestingu og uppbyggingu fiskistofna. Mikið vantar upp á að þarna sé jafnvægi á milli í frumvörpunum tveimur." Þarna liggur hundurinn grafinn. Ríkisstjórnin vill annars vegar leggja gríðarlega há gjöld á sjávarútveginn og hins vegar draga verulega úr hagkvæmni greinarinnar og þar með getu hennar til að standa undir gjaldtökunni. Með því að gera hvort tveggja í einu er einni af meginstoðum íslenzks efnahagslífs ógnað. Alþingi hlýtur að afla sér mjög rækilegra upplýsinga um áhrifin áður en það samþykkir enn eina hrákasmíðina úr sjávarútvegsráðuneytinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun