Rasismi 29. mars 2012 06:00 Fyrir okkur sem ekki erum útlærð í rasismafræðum og veltum þeim málaflokki ekki fyrir okkur dagsdaglega er þátttaka í samræðum um þau eins og að fara yfir mýri. Við vonumst til að komast yfir þokkalega þurrum fótum en eigum á hættu að sökkva í drulluna. Bara eitt rangt skref/orð getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar. Hér þarf ekki að fjölyrða um hve rasismi er í eðli sínu ógeðfellt fyrirbrigði og hve miklar hörmungar margir hafa mátt þola vegna hans. En einmitt í ljósi þess sætir nokkurri furðu að ekki skuli vera meira rætt um rasisma en raun ber vitni, það er að segja af því sem kalla má yfirvegun. Virðist sem ekki eigi aðeins að viðhafa núll umburðarlyndi gagnvart rasismanum sjálfum heldur líka gagnvart umræðu um hann, ef hún er ekki alveg samkvæmt bókinni. Kynþáttafordómar eiga ekki að líðast undir nokkrum kringumstæðum og berjast ber gegn þeim hvar og hvenær sem þeir birtast. En afsakið mig þótt ég standi stundum sjálfan mig að því að klóra mér í höfðinu og hugsa hvað nákvæmlega teljist til kynþáttafordóma. Gilda algjörlega hreinar línur eða býður efnið upp á mat? Felast alltaf kynþáttafordómar í ósmekklegum orðum sem vísa til kynþáttar? Lýsir fólk sem grípur til kynþáttaníðs þar með ósjálfrátt yfirburðum eigin kynþáttar gagnvart öðrum, jafnvel þótt það hafi það ekki í hyggju? Eru móðganir með vísun í kynþætti alltaf alvarlegri en aðrar móðganir? Hvað með öll hin ógeðslegu orðin sem við kunnum? Kveikjan að þessum vangaveltum er atvik sem varð í fótboltaleik fimmtán ára stráka um daginn. Leikmaður viðhafði algjörlega ömurleg orð um andstæðing sinn sem vísuðu til kynþáttar hans. Sá reiddist og svaraði fyrir sig með hnefunum. Aganefnd Knattspyrnusambandsins dæmdi þann er lét orðin falla í þriggja leikja bann, hinn fékk sex leikja bann fyrir barsmíðarnar. Sú ákvörðun hefur vakið athygli og finnst sumum sem nefndin hafi snúið hlutunum á haus. Umræður um atvikið hafa ekki verið öfgalausar með öllu. Á sínum tíma auðnaðist okkur ekki að tala af þokkalegri skynsemi um hvort Tíu litlir negrastrákar væri rasismi eða ekki. Þeir sem veltu fyrir sér menningarlegu samhengi eða því um líku voru samstundis úrskurðaðir rasistar. Auðvitað má ekki fara niðrandi orðum um aðra og það má alls ekki fara niðrandi orðum um kynþátt annarra. Best er að innræta börnum það um leið og þau hafa aldur til að skilja. Mér er þó til efs að kynþáttafordómum verði útrýmt með fordæmingunni einni saman. Samræða og upplýsing eru líklegri til árangurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Fyrir okkur sem ekki erum útlærð í rasismafræðum og veltum þeim málaflokki ekki fyrir okkur dagsdaglega er þátttaka í samræðum um þau eins og að fara yfir mýri. Við vonumst til að komast yfir þokkalega þurrum fótum en eigum á hættu að sökkva í drulluna. Bara eitt rangt skref/orð getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar. Hér þarf ekki að fjölyrða um hve rasismi er í eðli sínu ógeðfellt fyrirbrigði og hve miklar hörmungar margir hafa mátt þola vegna hans. En einmitt í ljósi þess sætir nokkurri furðu að ekki skuli vera meira rætt um rasisma en raun ber vitni, það er að segja af því sem kalla má yfirvegun. Virðist sem ekki eigi aðeins að viðhafa núll umburðarlyndi gagnvart rasismanum sjálfum heldur líka gagnvart umræðu um hann, ef hún er ekki alveg samkvæmt bókinni. Kynþáttafordómar eiga ekki að líðast undir nokkrum kringumstæðum og berjast ber gegn þeim hvar og hvenær sem þeir birtast. En afsakið mig þótt ég standi stundum sjálfan mig að því að klóra mér í höfðinu og hugsa hvað nákvæmlega teljist til kynþáttafordóma. Gilda algjörlega hreinar línur eða býður efnið upp á mat? Felast alltaf kynþáttafordómar í ósmekklegum orðum sem vísa til kynþáttar? Lýsir fólk sem grípur til kynþáttaníðs þar með ósjálfrátt yfirburðum eigin kynþáttar gagnvart öðrum, jafnvel þótt það hafi það ekki í hyggju? Eru móðganir með vísun í kynþætti alltaf alvarlegri en aðrar móðganir? Hvað með öll hin ógeðslegu orðin sem við kunnum? Kveikjan að þessum vangaveltum er atvik sem varð í fótboltaleik fimmtán ára stráka um daginn. Leikmaður viðhafði algjörlega ömurleg orð um andstæðing sinn sem vísuðu til kynþáttar hans. Sá reiddist og svaraði fyrir sig með hnefunum. Aganefnd Knattspyrnusambandsins dæmdi þann er lét orðin falla í þriggja leikja bann, hinn fékk sex leikja bann fyrir barsmíðarnar. Sú ákvörðun hefur vakið athygli og finnst sumum sem nefndin hafi snúið hlutunum á haus. Umræður um atvikið hafa ekki verið öfgalausar með öllu. Á sínum tíma auðnaðist okkur ekki að tala af þokkalegri skynsemi um hvort Tíu litlir negrastrákar væri rasismi eða ekki. Þeir sem veltu fyrir sér menningarlegu samhengi eða því um líku voru samstundis úrskurðaðir rasistar. Auðvitað má ekki fara niðrandi orðum um aðra og það má alls ekki fara niðrandi orðum um kynþátt annarra. Best er að innræta börnum það um leið og þau hafa aldur til að skilja. Mér er þó til efs að kynþáttafordómum verði útrýmt með fordæmingunni einni saman. Samræða og upplýsing eru líklegri til árangurs.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun