Gegnumbrot skáldskaparins Trausti Steinsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði. Á sama tíma berast okkur daglega fréttir af auknu ofbeldi karla gegn konum og þeim jafnvel barnungum, skipulögðum hópnauðgunum og um leið vaxandi ásókn maskúlínglæpagengja utan úr heimi sem hafa líklega frétt að Ísland sé gósenland fyrir kynferðisglæpamenn, hér sé þeim beinlínis hampað sem hetjum. Sennilega er besta leiðin til að sporna gegn þessari ómennsku allri einmitt sú sem Hermann Stefánsson stingur upp á, nefnilega sú að vel meinandi karlar á öllum aldri, þeir eru ennþá til, við erum ennþá til, rísi upp og lýsi frati sínu opinberlega, í fjölmiðlum, sem víðast, á þessu öfgafulla maskúlín-mentalíteti sem virðist vera að grafa um sig dýpra og dýpra innra með jafnvel ungum drengjum sem greinilega hafa alltof margar vondar fyrirmyndir upp á að horfa alltof mörgum stundum. Hættið karlar – afar, pabbar, ungir drengir – að láta sem ykkur þyki klám og t.d. nauðgunartal og nauðgunarhótanir og ofbeldi í orðum og gjörðum fyndið. Það er ekki fyndið heldur hallærislegt og ógeðslegt. Gerið frekar, gerum frekar allir sem einn það sem Hermann Stefánsson stingur upp á. Gerum „eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni". Hvernig til dæmis? Gefum Hermanni aftur orðið: Með því að: „Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs." Fyrir allmörgum árum kenndi ég stórum strákahóp í 10. bekk íslensku. Langt fram eftir hausti komst ég í lítið samband við strákana, þeir voru svo rosalega miklir töffarar og ég of mjúkur, of mikill bókabéus, of ljóðrænn fyrir þá. Einu sinni í nóvember var ljóðatími. Ég ákvað að gefast ekki upp heldur fór á ljóðaflug og sagði við strákana: Vitiði strákar, það er miklu meira töff, meira kúl og miklu meira næs líka og líklegra til árangurs að fara með ljóð í viðurvist stelpnanna heldur en að klæmast við þær og vera grófur og dónalegur og ógeðslegur. Prófiði næst þegar ykkur langar að hrífa stelpu og sjáið sólina rísa austan yfir Eyjafjöll, Tindfjöll og Heklu að segja: Þarna siglir hin rósfingraða morgungyðja upp á himins bláa bogann. Fyrst göptu þeir en svo langaði þá ólma að skilja þessi orð. Og nokkrir lærðu þau strax utan að og ákváðu að slá um sig með þeim við fyrsta tækifæri í góðum félagsskap. Með góðum árangri, það sá ég vel. Gegnumbrot skáldskaparins virkaði! Og getur virkað enn um langa framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Öfgamaskúlínismi Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. 10. mars 2012 12:00 Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði. Á sama tíma berast okkur daglega fréttir af auknu ofbeldi karla gegn konum og þeim jafnvel barnungum, skipulögðum hópnauðgunum og um leið vaxandi ásókn maskúlínglæpagengja utan úr heimi sem hafa líklega frétt að Ísland sé gósenland fyrir kynferðisglæpamenn, hér sé þeim beinlínis hampað sem hetjum. Sennilega er besta leiðin til að sporna gegn þessari ómennsku allri einmitt sú sem Hermann Stefánsson stingur upp á, nefnilega sú að vel meinandi karlar á öllum aldri, þeir eru ennþá til, við erum ennþá til, rísi upp og lýsi frati sínu opinberlega, í fjölmiðlum, sem víðast, á þessu öfgafulla maskúlín-mentalíteti sem virðist vera að grafa um sig dýpra og dýpra innra með jafnvel ungum drengjum sem greinilega hafa alltof margar vondar fyrirmyndir upp á að horfa alltof mörgum stundum. Hættið karlar – afar, pabbar, ungir drengir – að láta sem ykkur þyki klám og t.d. nauðgunartal og nauðgunarhótanir og ofbeldi í orðum og gjörðum fyndið. Það er ekki fyndið heldur hallærislegt og ógeðslegt. Gerið frekar, gerum frekar allir sem einn það sem Hermann Stefánsson stingur upp á. Gerum „eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni". Hvernig til dæmis? Gefum Hermanni aftur orðið: Með því að: „Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs." Fyrir allmörgum árum kenndi ég stórum strákahóp í 10. bekk íslensku. Langt fram eftir hausti komst ég í lítið samband við strákana, þeir voru svo rosalega miklir töffarar og ég of mjúkur, of mikill bókabéus, of ljóðrænn fyrir þá. Einu sinni í nóvember var ljóðatími. Ég ákvað að gefast ekki upp heldur fór á ljóðaflug og sagði við strákana: Vitiði strákar, það er miklu meira töff, meira kúl og miklu meira næs líka og líklegra til árangurs að fara með ljóð í viðurvist stelpnanna heldur en að klæmast við þær og vera grófur og dónalegur og ógeðslegur. Prófiði næst þegar ykkur langar að hrífa stelpu og sjáið sólina rísa austan yfir Eyjafjöll, Tindfjöll og Heklu að segja: Þarna siglir hin rósfingraða morgungyðja upp á himins bláa bogann. Fyrst göptu þeir en svo langaði þá ólma að skilja þessi orð. Og nokkrir lærðu þau strax utan að og ákváðu að slá um sig með þeim við fyrsta tækifæri í góðum félagsskap. Með góðum árangri, það sá ég vel. Gegnumbrot skáldskaparins virkaði! Og getur virkað enn um langa framtíð.
Öfgamaskúlínismi Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. 10. mars 2012 12:00
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun