Mig langar ekki í pungbindi Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Angan af nýslegnu grasi fyllir vitin þar sem ég sit undir berum himni og skrifa þessi orð með ylhýra golu í nýlögðu hárinu og hrímað glas af silkimjúku Chardonney við höndina. Djók. Ég sit við eldhúsborðið klædd flannelnáttfötum með saumsprettu í klofinu. Cheerios-ið er sokkið gegnsósa til botns í morgunverðarskálinni og herbergið fyllir rammur þefur af gömlu fiskroði og kaffikorgi því ég nenni ekki út með ruslið. Í miðri baráttu við ritstíflu reikar hugurinn að ísskápnum. Í ávalri flösku liggja dreggjar hvítvíns síðustu helgar. Mig langar í þær. Ástæðurnar eru margar. Lyktin er eins og af grasi, ferskleikinn er eins og gola og eftir nokkra sopa stæði mér á sama um að hárið á mér lítur út eins og gjörningur eftir Ragnar Kjartansson sem gæti heitið Medúsa safnar í dredda. Ein er þó sú ástæða sem myndi ekki liggja til grundvallar ákvörðun um að láta freistast í flöskuna. Rétt vika er síðan alþjóðlegum baráttudegi kvenna var fagnað um heim allan – með mismunandi hætti þó. Í Afganistan vöknuðu konur upp við þær fréttir að samkvæmt tilskipun yfirvalda töldust þær nú annars flokks þegnar. Í Bretlandi var farið í skrúðgöngu. Á Íslandi var konum færð gjöf: Í tilefni dagsins samþykkti borgarráð að grípa til aðgerða til að fá fleiri konur til að hjóla því rannsóknir sýndu að aðeins 8% kvenna hjóla allt árið á móti 17% karla. Ég klóraði mér í höfðinu. Hvernig var hægt að draga þá ályktun að fleiri konur á hjólum stuðli að jafnrétti? Næsta dag rann upp fyrir mér ljós. Á forsíðu Fréttablaðsins mátti lesa viðtal við Gunnar Smára Egilsson, formann SÁÁ. Tilefnið var könnun sem sýndi að áfengisneysla íslenskra kvenna hefði aukist síðasta áratug og að lítill munur væri orðinn á drykkju kynjanna. Gunnar Smári taldi þróunina böl sem rekja mætti til réttindabaráttu kvenna: „Konur þurfa að geta gert allt eins og karlar, þar á meðal drukkið eins og þeir." Æ fleiri virðast haldnir ranghugmyndum um að konur þrái fátt heitar en að vera karlar. Sem afleiðing eru kynjahlutföll, sem koma jafnrétti ekki vitund við, gripin á lofti og þau notuð til að skora ódýr stig. Nær væri að borgarráð nýtti fé sem ætlað er að jafna hjólanotkun kynjanna í alvöru jafnréttismál – leikskólapláss, launajöfnun – í stað þess að hafa jafnréttisbaráttuna að athlægi. Við konur óskum okkur jafnra tækifæra, ekki ályktana um að við klæðumst jakkafötum og pungbindum, horfum á fótbolta, lesum Tom Clancey eða hjólum í tólf vindstiga gaddi. Og við drekkum Chardonneyið okkar því okkur finnst það gott en ekki vegna þess að okkur langar til að vera Gunnar Smári Egilsson. Skál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Angan af nýslegnu grasi fyllir vitin þar sem ég sit undir berum himni og skrifa þessi orð með ylhýra golu í nýlögðu hárinu og hrímað glas af silkimjúku Chardonney við höndina. Djók. Ég sit við eldhúsborðið klædd flannelnáttfötum með saumsprettu í klofinu. Cheerios-ið er sokkið gegnsósa til botns í morgunverðarskálinni og herbergið fyllir rammur þefur af gömlu fiskroði og kaffikorgi því ég nenni ekki út með ruslið. Í miðri baráttu við ritstíflu reikar hugurinn að ísskápnum. Í ávalri flösku liggja dreggjar hvítvíns síðustu helgar. Mig langar í þær. Ástæðurnar eru margar. Lyktin er eins og af grasi, ferskleikinn er eins og gola og eftir nokkra sopa stæði mér á sama um að hárið á mér lítur út eins og gjörningur eftir Ragnar Kjartansson sem gæti heitið Medúsa safnar í dredda. Ein er þó sú ástæða sem myndi ekki liggja til grundvallar ákvörðun um að láta freistast í flöskuna. Rétt vika er síðan alþjóðlegum baráttudegi kvenna var fagnað um heim allan – með mismunandi hætti þó. Í Afganistan vöknuðu konur upp við þær fréttir að samkvæmt tilskipun yfirvalda töldust þær nú annars flokks þegnar. Í Bretlandi var farið í skrúðgöngu. Á Íslandi var konum færð gjöf: Í tilefni dagsins samþykkti borgarráð að grípa til aðgerða til að fá fleiri konur til að hjóla því rannsóknir sýndu að aðeins 8% kvenna hjóla allt árið á móti 17% karla. Ég klóraði mér í höfðinu. Hvernig var hægt að draga þá ályktun að fleiri konur á hjólum stuðli að jafnrétti? Næsta dag rann upp fyrir mér ljós. Á forsíðu Fréttablaðsins mátti lesa viðtal við Gunnar Smára Egilsson, formann SÁÁ. Tilefnið var könnun sem sýndi að áfengisneysla íslenskra kvenna hefði aukist síðasta áratug og að lítill munur væri orðinn á drykkju kynjanna. Gunnar Smári taldi þróunina böl sem rekja mætti til réttindabaráttu kvenna: „Konur þurfa að geta gert allt eins og karlar, þar á meðal drukkið eins og þeir." Æ fleiri virðast haldnir ranghugmyndum um að konur þrái fátt heitar en að vera karlar. Sem afleiðing eru kynjahlutföll, sem koma jafnrétti ekki vitund við, gripin á lofti og þau notuð til að skora ódýr stig. Nær væri að borgarráð nýtti fé sem ætlað er að jafna hjólanotkun kynjanna í alvöru jafnréttismál – leikskólapláss, launajöfnun – í stað þess að hafa jafnréttisbaráttuna að athlægi. Við konur óskum okkur jafnra tækifæra, ekki ályktana um að við klæðumst jakkafötum og pungbindum, horfum á fótbolta, lesum Tom Clancey eða hjólum í tólf vindstiga gaddi. Og við drekkum Chardonneyið okkar því okkur finnst það gott en ekki vegna þess að okkur langar til að vera Gunnar Smári Egilsson. Skál.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun