Ekkert hefur breyst Svavar Hávarðsson skrifar 6. mars 2012 06:00 Þegar ég flosnaði upp úr námi á sínum tíma hafði ég ekki klárað helminginn af þeim einingum sem mér bar að skila til stúdentsprófs á félagsfræðibraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Hafði ég þó „stundað námið" í fjögur ár í það heila. Eftir nokkur ár á togara settist ég svo aftur veturlangt á skólabekk á Selfossi og kláraði það sem ég átti eftir, enda hafði ég þá nýlega fengið þá flugu í höfuðið að Háskóli Íslands væri eitthvað fyrir mig. Ég hafði því skýrt markmið og ég lagði mig fram. Þann vetur komst ég að því að það kemur sér vel í prófum að mæta í tíma og frumlesa ekki námsefnið nóttina áður. Þýska er gott dæmi, í þessu samhengi. Stærðfræði er annað. Þegar í háskólann var komið tóku sig upp gamlir siðir. Það skal bara viðurkennt að brennivín og kvennafar höfðu meira aðdráttarafl heldur en Aðferðir I. Öldurhúsin höfðu þennan fyrsta vetur vinninginn yfir skólastofunni og eftirtekjan í samræmi við það. Þegar frá leið endurtók sagan sig hins vegar og árangurinn batnaði í samræmi við ástundun. Nú berast fréttir af því að nýnemar við Háskóla Íslands taki nám sitt ekki alvarlega. Af þessu hafa kennarar háskólans áhyggjur og spyrja sig hvað veldur. Menn vísa til þess að áhugi nýnema hafi sjaldan eða aldrei verið eins lítill og nú, og reyndar má skilja það af tali háskólamanna að ný samskiptatækni leiki stórt hlutverk í því að afvegaleiða ungt fólk. Ég held ekki. Ég held reyndar að ekkert hafi breyst. Á öllum tímum er það einfaldlega þannig að ungt fólk hefur meiri áhuga á rassinum á samnemendum sínum en því sem er verið að reyna að miðla í skólastofu. Og að skemmta sér í hópi jafnaldra sinna. Það var þannig þegar kennarar háskólans hófu nám, það var þannig þegar ég hóf nám og það verður þannig næsta haust, og svo öll árin eftir það. Það sem háskólamenn eiga að einbeita sér að er ekki áhugi eða áhugaleysi ungu kynslóðarinnar. Hún sér um sig sjálf. Hins vegar á það að vera verkefni háskólamanna að bjóða unga fólkinu fjölbreytta og góða kosti til náms. Góðan háskóla sem stenst alþjóðlegan samanburð. Unga fólkið sem mun nýta þau tækifæri á hverjum tíma mun sanna sig. Sannið bara til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Þegar ég flosnaði upp úr námi á sínum tíma hafði ég ekki klárað helminginn af þeim einingum sem mér bar að skila til stúdentsprófs á félagsfræðibraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Hafði ég þó „stundað námið" í fjögur ár í það heila. Eftir nokkur ár á togara settist ég svo aftur veturlangt á skólabekk á Selfossi og kláraði það sem ég átti eftir, enda hafði ég þá nýlega fengið þá flugu í höfuðið að Háskóli Íslands væri eitthvað fyrir mig. Ég hafði því skýrt markmið og ég lagði mig fram. Þann vetur komst ég að því að það kemur sér vel í prófum að mæta í tíma og frumlesa ekki námsefnið nóttina áður. Þýska er gott dæmi, í þessu samhengi. Stærðfræði er annað. Þegar í háskólann var komið tóku sig upp gamlir siðir. Það skal bara viðurkennt að brennivín og kvennafar höfðu meira aðdráttarafl heldur en Aðferðir I. Öldurhúsin höfðu þennan fyrsta vetur vinninginn yfir skólastofunni og eftirtekjan í samræmi við það. Þegar frá leið endurtók sagan sig hins vegar og árangurinn batnaði í samræmi við ástundun. Nú berast fréttir af því að nýnemar við Háskóla Íslands taki nám sitt ekki alvarlega. Af þessu hafa kennarar háskólans áhyggjur og spyrja sig hvað veldur. Menn vísa til þess að áhugi nýnema hafi sjaldan eða aldrei verið eins lítill og nú, og reyndar má skilja það af tali háskólamanna að ný samskiptatækni leiki stórt hlutverk í því að afvegaleiða ungt fólk. Ég held ekki. Ég held reyndar að ekkert hafi breyst. Á öllum tímum er það einfaldlega þannig að ungt fólk hefur meiri áhuga á rassinum á samnemendum sínum en því sem er verið að reyna að miðla í skólastofu. Og að skemmta sér í hópi jafnaldra sinna. Það var þannig þegar kennarar háskólans hófu nám, það var þannig þegar ég hóf nám og það verður þannig næsta haust, og svo öll árin eftir það. Það sem háskólamenn eiga að einbeita sér að er ekki áhugi eða áhugaleysi ungu kynslóðarinnar. Hún sér um sig sjálf. Hins vegar á það að vera verkefni háskólamanna að bjóða unga fólkinu fjölbreytta og góða kosti til náms. Góðan háskóla sem stenst alþjóðlegan samanburð. Unga fólkið sem mun nýta þau tækifæri á hverjum tíma mun sanna sig. Sannið bara til.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun