Þakklátasta leikkona landsins 3. mars 2012 08:00 María Heba Þorkelsdóttir leikkona var í fyrsta skipti tilnefnd til Edduverðlauna í ár, fyrir leik sinn í Okkar eigin Osló. Hún hreppti hnossið í fyrstu atrennu. Eiginmaður hennar, Kristófer Dignus, hefur sex sinnum verið tilnefndur til Eddu- verðlaunanna. Það stóð nú aldrei til að halda svona langa ræðu. Elma Lísa, vinkona mín sem fékk Edduverðlaunin í fyrra, var búin að vara mig við og sagði að ég yrði að vera búin að ákveða hvað ég ætlaði að segja ef ég færi upp. Mér fannst það mjög óþægilegt, því mér finnst tilhugsunin um að halda ræðu mjög stressandi. Þegar ég svo mætti þarna í Gamla bíó var ég alveg sannfærð um að ég væri ekkert að fara upp, svo ég var alveg róleg. En það var auðvitað alveg æðislega gaman að heyra nafnið sitt kallað upp," segir María, sem fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki á Edduverðlaununum. Þegar hún tók við verðlaununum hélt hún langa og hjartnæma ræðu og lét ekkert á sig fá þótt reynt væri að flæma hana af sviðinu með því að hækka í tónlistinni. „Ég hélt kannski langa ræðu en mér tókst nú samt að gleyma að þakka framleiðendum myndarinnar þeim Hrönn Kristinsdóttur og Önnu Maríu Karlsdóttur hjá Ljósbandi fyrir að sigla skipinu í höfn. Það hefur þá verið bætt úr því. Takk stelpur!" Stærsta plássið í þakkarræðunni hlaut leikstjórinn og góðvinur Maríu Hebu, Reynir Lyngdal. Eiginkona hans, Elma Lísa, er ein af nánustu vinkonum Maríu. „Mér líður alltaf best með fólki sem ég treysti. Ég fúnkera best í öruggu og traustu umhverfi, svo það hjálpaði mér að vinna með Reyni," segir hún. „Hann er mjög næmur listamaður og heldur blíðlega utan um leikarana sína." Sautján ár á föstuÞetta er í fyrsta skipti sem María hefur verið tilnefnd til Edduverðlaunanna. Eiginmaður hennar, Kristófer Dignus, hefur hins vegar sex sinnum verið tilnefndur, þar með talið nú síðast fyrir framleiðslu á þættinum Andri á flandri. „Hann er alltaf tilnefndur, hann vinnur bara aldrei," segir María stríðnislega og hlær sínum dillandi hlátri. Kristófer á samt sinn hluta af styttunni hennar Maríu. „Við styðjum hvort annað í vinnunni, enda höfum við bæði góðan skilning og innsæi í það sem hitt er að gera. Eitt af persónueinkennum Emblu í Okkar eigin Osló var að lykta af fólki. Það var hugmynd komin frá Kristófer," segir María. Það var árið 1995 þegar hún var ekki nema 21 árs sem hún kynntist Kristófer. Sumarið 2000 þegar hún var á fyrsta ári í Leiklistarskólanum giftu þau sig og eiga því tólf ára brúðkaupsafmæli í sumar. Hvolparnir slástÞau María og Kristófer eiga tvo syni, Ara, sem er að verða sjö ára, og Högna, sem er þriggja ára. María Heba fær stjörnur í augun þegar þá ber á góma. „Þetta eru miklir gullmolar. Við Krissi horfum stundum á þá, lítum svo á hvort annað og vitum að við erum bæði að hugsa hvað þeir eru miklu klárari en við sjálf. Ari er alla jafna mjög kátur, kurteis og með fallegt hjarta. Svo er mikil dramataug í honum, sem móðir hans vill meina að komi frá föður hans. Högni er mikill skaphundur, fljótur upp og jafnfljótur niður aftur. Þeir eru miklir félagar. Áður en þeir fara að sofa á kvöldin heyrist: „Ég elska þig Ari. Ég elska þig meira Högni." Svo slást þeir inn á milli eins og hvolpar." Hún var nefnd KatrínÁ milli sonanna fæddist þeim hjónum andvana dóttir. Það var árið 2006. „Hún var nefnd Katrín og ég tel hana með mínum börnum þó hún sé ekki hjá okkur. Ég var gengin rúma sjö mánuði þegar ég hætti að finna hreyfingar og það kom í ljós að hún var látin. Hún var falleg lítil stúlka með tíu fingur og tíu tær. Það kom aldrei nein skýring á þessu. Þetta bara gerðist." Áfallið var mikið, en þau komu standandi út úr raunum sínum. Það þakkar María Heba fólkinu í kringum fjölskylduna. „Þegar maður lendir í svona áfalli upplifir maður sig í frjálsu falli og maður fær þá tilfinningu að maður muni alltaf halda áfram að detta. En svo kemur eitthvert net af fólki sem þykir vænt um mann, er að hugsa til manns, senda manni góða strauma og styrk. Og það bara grípur mann." Og verður aldrei tabúAf því að ganga í gegnum svo skelfilega reynslu segist María Heba hafa lært margt nýtt. Meðal annars það að andvana fædd börn eru algjört tabú. „Fólki finnst sú tilhugsun svo skelfileg, að einhver þurfi að ganga í gegnum það að fæða andvana barn. Ég skil það. Það er skelfilegt. En ég skynjaði mjög fljótt að hún mætti aldrei verða tabú hjá okkur hjónunum, ef við ætluðum að hafa þetta af. Við tölum um hana og höldum upp á afmælið hennar. Ari talar um hana og veit að hann á systur á himnum." Maríu er sérstaklega minnisstæð heimsókn Þórhildar Þorleifsdóttir leikstjóra, skömmu eftir að þetta gerðist. „Þórhildur hefur gengið í gegnum þá reynslu að missa barn. Ég man hvað ég var ánægð með hana að dingla bara á dyrabjölluna hjá mér. Mér fannst það svo hugrakkt. Ég man að hún talaði um að fólk heldur að það muni deyja við það að missa barn. En lífsviljinn er svo sterkur. Við deyjum ekki." Embla var ekki erfiðEmbla, karakterinn sem María Heba túlkar í Okkar eigin Osló, er mörgum ógleymanleg. María Heba tókst á við hlutverkið af mikilli einlægni og virðingu, sem hún segir grundvallaratriði. „Þegar ég var að undirbúa mig heimsótti ég meðal annars fjölskyldu vinkonu minnar í Noregi og sú heimsókn var mér mikill innblástur," segir María Heba. „Í þessu tilviki eins og alltaf bar ég virðingu fyrir persónunni, enda er það grundvallaratriði að leikarar haldi með sínum karakter, reyni að finna einhvern sameiginlegan flöt með honum. Ég hef oft verið spurð hvort það hafi ekki verið erfitt að leika Emblu, en mér fannst það aldrei erfitt." Á nýjum vettvangiÞó að María Heba sé nýkrýndur Edduverðlaunahafi er hún ekki starfandi leikkona nú um stundir. Í fyrra ákvað hún nefnilega að söðla um og ná sér í kennsluréttindi í listkennsludeild Listaháskólans. Nú kennir hún unglingum á leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. „Ég hef alveg ofsalega gaman af því að kenna og nýt þess í botn. Það er frábært að vinna með unglingum, þó að ég hafi verið mjög kvíðin fyrir því fyrst. Þeir eru svo opnir og frjóir. Lífið er yfirleitt ekki enn þá búið að gefa þeim nein kjaftshögg, svo þeir eru fullir af eldmóði. Í FG fer fram flott starf og þar er góður og jákvæður andi. Það er gengið út frá því að skólinn sé í þjónustu nemenda, sem ætti að vera grunnhugsun í öllu skólastarfi." Hún hafði samt aldrei haft á stefnuskránni að fara út í kennslu, þó að það komi ekki á óvart sé litið til þess umhverfis sem hún er sprottin úr. „Ég er umvafin kennurum á alla kanta. Foreldrar mínir eru báðir kennarar, tengdamamma mín líka og tengdapabbi er prófessor við Háskólann í Edinborg." Ekki hætt að leikaÞú ert þó ekki hætt að leika? „Nei, ég vona ekki. Ég vildi helst geta blandað þessu saman, leiknum og kennslunni. Ég geri alveg brjálæðislega fína Leoncie eftirhermu, þó ég segi sjálf frá. Hún er draumahlutverkið mitt og ég á alveg eftir að takast á við það. Hún og Vigdís Finnbogadóttir." Hún er þó mishrifin af því umhverfi sem leikarar vinna í. „Ég elska að leika, alveg sérstaklega í leikhúsi, þó að að sumu leyti hafi bíó og sjónvarp boðið mig meira velkomna heldur en leikhúsið. Hjartað mitt slær samt einhvern veginn alltaf í leikhúsinu. En fyrir mér skiptist vinna leikarans stundum í tvennt; það er bransinn annars vegar og fagið hins vegar. Ég er ekki sjálfsörugg í bransanum. Þar á sér stað einhver dans, leikur og stundum harka sem ég er ekki góð í. Ég er pínu hrædd við bransann. Ég er hins vegar ekkert hrædd við fagið. Þar er ég hugrökk, hef sjálfstraust og ástríðu." Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Það stóð nú aldrei til að halda svona langa ræðu. Elma Lísa, vinkona mín sem fékk Edduverðlaunin í fyrra, var búin að vara mig við og sagði að ég yrði að vera búin að ákveða hvað ég ætlaði að segja ef ég færi upp. Mér fannst það mjög óþægilegt, því mér finnst tilhugsunin um að halda ræðu mjög stressandi. Þegar ég svo mætti þarna í Gamla bíó var ég alveg sannfærð um að ég væri ekkert að fara upp, svo ég var alveg róleg. En það var auðvitað alveg æðislega gaman að heyra nafnið sitt kallað upp," segir María, sem fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki á Edduverðlaununum. Þegar hún tók við verðlaununum hélt hún langa og hjartnæma ræðu og lét ekkert á sig fá þótt reynt væri að flæma hana af sviðinu með því að hækka í tónlistinni. „Ég hélt kannski langa ræðu en mér tókst nú samt að gleyma að þakka framleiðendum myndarinnar þeim Hrönn Kristinsdóttur og Önnu Maríu Karlsdóttur hjá Ljósbandi fyrir að sigla skipinu í höfn. Það hefur þá verið bætt úr því. Takk stelpur!" Stærsta plássið í þakkarræðunni hlaut leikstjórinn og góðvinur Maríu Hebu, Reynir Lyngdal. Eiginkona hans, Elma Lísa, er ein af nánustu vinkonum Maríu. „Mér líður alltaf best með fólki sem ég treysti. Ég fúnkera best í öruggu og traustu umhverfi, svo það hjálpaði mér að vinna með Reyni," segir hún. „Hann er mjög næmur listamaður og heldur blíðlega utan um leikarana sína." Sautján ár á föstuÞetta er í fyrsta skipti sem María hefur verið tilnefnd til Edduverðlaunanna. Eiginmaður hennar, Kristófer Dignus, hefur hins vegar sex sinnum verið tilnefndur, þar með talið nú síðast fyrir framleiðslu á þættinum Andri á flandri. „Hann er alltaf tilnefndur, hann vinnur bara aldrei," segir María stríðnislega og hlær sínum dillandi hlátri. Kristófer á samt sinn hluta af styttunni hennar Maríu. „Við styðjum hvort annað í vinnunni, enda höfum við bæði góðan skilning og innsæi í það sem hitt er að gera. Eitt af persónueinkennum Emblu í Okkar eigin Osló var að lykta af fólki. Það var hugmynd komin frá Kristófer," segir María. Það var árið 1995 þegar hún var ekki nema 21 árs sem hún kynntist Kristófer. Sumarið 2000 þegar hún var á fyrsta ári í Leiklistarskólanum giftu þau sig og eiga því tólf ára brúðkaupsafmæli í sumar. Hvolparnir slástÞau María og Kristófer eiga tvo syni, Ara, sem er að verða sjö ára, og Högna, sem er þriggja ára. María Heba fær stjörnur í augun þegar þá ber á góma. „Þetta eru miklir gullmolar. Við Krissi horfum stundum á þá, lítum svo á hvort annað og vitum að við erum bæði að hugsa hvað þeir eru miklu klárari en við sjálf. Ari er alla jafna mjög kátur, kurteis og með fallegt hjarta. Svo er mikil dramataug í honum, sem móðir hans vill meina að komi frá föður hans. Högni er mikill skaphundur, fljótur upp og jafnfljótur niður aftur. Þeir eru miklir félagar. Áður en þeir fara að sofa á kvöldin heyrist: „Ég elska þig Ari. Ég elska þig meira Högni." Svo slást þeir inn á milli eins og hvolpar." Hún var nefnd KatrínÁ milli sonanna fæddist þeim hjónum andvana dóttir. Það var árið 2006. „Hún var nefnd Katrín og ég tel hana með mínum börnum þó hún sé ekki hjá okkur. Ég var gengin rúma sjö mánuði þegar ég hætti að finna hreyfingar og það kom í ljós að hún var látin. Hún var falleg lítil stúlka með tíu fingur og tíu tær. Það kom aldrei nein skýring á þessu. Þetta bara gerðist." Áfallið var mikið, en þau komu standandi út úr raunum sínum. Það þakkar María Heba fólkinu í kringum fjölskylduna. „Þegar maður lendir í svona áfalli upplifir maður sig í frjálsu falli og maður fær þá tilfinningu að maður muni alltaf halda áfram að detta. En svo kemur eitthvert net af fólki sem þykir vænt um mann, er að hugsa til manns, senda manni góða strauma og styrk. Og það bara grípur mann." Og verður aldrei tabúAf því að ganga í gegnum svo skelfilega reynslu segist María Heba hafa lært margt nýtt. Meðal annars það að andvana fædd börn eru algjört tabú. „Fólki finnst sú tilhugsun svo skelfileg, að einhver þurfi að ganga í gegnum það að fæða andvana barn. Ég skil það. Það er skelfilegt. En ég skynjaði mjög fljótt að hún mætti aldrei verða tabú hjá okkur hjónunum, ef við ætluðum að hafa þetta af. Við tölum um hana og höldum upp á afmælið hennar. Ari talar um hana og veit að hann á systur á himnum." Maríu er sérstaklega minnisstæð heimsókn Þórhildar Þorleifsdóttir leikstjóra, skömmu eftir að þetta gerðist. „Þórhildur hefur gengið í gegnum þá reynslu að missa barn. Ég man hvað ég var ánægð með hana að dingla bara á dyrabjölluna hjá mér. Mér fannst það svo hugrakkt. Ég man að hún talaði um að fólk heldur að það muni deyja við það að missa barn. En lífsviljinn er svo sterkur. Við deyjum ekki." Embla var ekki erfiðEmbla, karakterinn sem María Heba túlkar í Okkar eigin Osló, er mörgum ógleymanleg. María Heba tókst á við hlutverkið af mikilli einlægni og virðingu, sem hún segir grundvallaratriði. „Þegar ég var að undirbúa mig heimsótti ég meðal annars fjölskyldu vinkonu minnar í Noregi og sú heimsókn var mér mikill innblástur," segir María Heba. „Í þessu tilviki eins og alltaf bar ég virðingu fyrir persónunni, enda er það grundvallaratriði að leikarar haldi með sínum karakter, reyni að finna einhvern sameiginlegan flöt með honum. Ég hef oft verið spurð hvort það hafi ekki verið erfitt að leika Emblu, en mér fannst það aldrei erfitt." Á nýjum vettvangiÞó að María Heba sé nýkrýndur Edduverðlaunahafi er hún ekki starfandi leikkona nú um stundir. Í fyrra ákvað hún nefnilega að söðla um og ná sér í kennsluréttindi í listkennsludeild Listaháskólans. Nú kennir hún unglingum á leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. „Ég hef alveg ofsalega gaman af því að kenna og nýt þess í botn. Það er frábært að vinna með unglingum, þó að ég hafi verið mjög kvíðin fyrir því fyrst. Þeir eru svo opnir og frjóir. Lífið er yfirleitt ekki enn þá búið að gefa þeim nein kjaftshögg, svo þeir eru fullir af eldmóði. Í FG fer fram flott starf og þar er góður og jákvæður andi. Það er gengið út frá því að skólinn sé í þjónustu nemenda, sem ætti að vera grunnhugsun í öllu skólastarfi." Hún hafði samt aldrei haft á stefnuskránni að fara út í kennslu, þó að það komi ekki á óvart sé litið til þess umhverfis sem hún er sprottin úr. „Ég er umvafin kennurum á alla kanta. Foreldrar mínir eru báðir kennarar, tengdamamma mín líka og tengdapabbi er prófessor við Háskólann í Edinborg." Ekki hætt að leikaÞú ert þó ekki hætt að leika? „Nei, ég vona ekki. Ég vildi helst geta blandað þessu saman, leiknum og kennslunni. Ég geri alveg brjálæðislega fína Leoncie eftirhermu, þó ég segi sjálf frá. Hún er draumahlutverkið mitt og ég á alveg eftir að takast á við það. Hún og Vigdís Finnbogadóttir." Hún er þó mishrifin af því umhverfi sem leikarar vinna í. „Ég elska að leika, alveg sérstaklega í leikhúsi, þó að að sumu leyti hafi bíó og sjónvarp boðið mig meira velkomna heldur en leikhúsið. Hjartað mitt slær samt einhvern veginn alltaf í leikhúsinu. En fyrir mér skiptist vinna leikarans stundum í tvennt; það er bransinn annars vegar og fagið hins vegar. Ég er ekki sjálfsörugg í bransanum. Þar á sér stað einhver dans, leikur og stundum harka sem ég er ekki góð í. Ég er pínu hrædd við bransann. Ég er hins vegar ekkert hrædd við fagið. Þar er ég hugrökk, hef sjálfstraust og ástríðu."
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira