Fullkominn skóli í snyrtifræði, fegurð og tísku 24. febrúar 2012 15:00 Stefanía Marta Katarínusardóttir, skólastjóri Beauty Academy, og Arnar Gauti, creative director hjá Fashion Academy. Nýr dagskóli í snyrtifræði, Beauty Academy, tekur til starfa hjá Fashion Academy Reykjavík um miðjan mars. Skólinn er vel tækjum búinn og verður sá fullkomnasti í þessari grein á landinu. Fashion Academy er nýr alhliða skóli þar sem boðið er upp á nám tengt fegurð og tísku. Stefanía Marta Katarínusardóttir, skólastjóri Beauty Academy, segir að nýja snyrtifræðibrautin sé samþykkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er námið lánshæft hjá LÍN. Námið tekur eitt ár sem er undirbúningur fyrir sveinspróf. „Skólinn er nýr og öll aðstaða og tækjabúnaður sem best gerist. Við erum afar stolt af húsnæðinu sem er allt sérhannað í kringum þessa starfsemi," segir Marta. Skólinn er í Ármúla 21 þar sem Vatnsvirkinn var áður til húsa. Rýmið er 1.500 fermetrar og var það allt tekið í gegn á nútímalegan hátt. „Mikil áhersla var lögð á að gera aðstöðuna sem besta fyrir nemendur skólans. Við erum einnig með styttri námsleiðir í boði í kvöldskóla svo sem í förðun, tískuljósmyndun, stílistanám og fyrirsætunámskeið. Þá er boðið upp á nám í naglafræðum í kvöldskóla. Samvinna milli deilda verður í hávegum höfð," segir Marta. „Við erum með góða nemendaaðstöðu sem hentar báðum kynjum, þráðlaust netsamband og frábær húsakynni."Góðir atvinnumöguleikar Marta segir að mikill áhugi sé á styttri námskeiðunum en þau eru öll byrjuð og standa í tíu vikur. Það er talsverð eftirspurn eftir námskeiðunum og sömuleiðis snyrtifræðinni sem hefst um miðjan mars. „Það hefur alltaf verið mikil aðsókn í snyrtifræði og atvinnumöguleikar eru góðir í greininni. Eftir sveinsprófið gefst nemendum kostur á að fara í meistaranám en að því loknu geta þeir farið í eins árs kennsluréttindanám í snyrtifræði sem veitir enn fleiri atvinnumöguleika," segir Marta. Arnar Gauti starfar sem creative director hjá Fashion Academy og var meðal þeirra sem hönnuðu húsnæðið og hugmyndafræðina á bak við skólann. „Við köllum skólann miðstöð fyrir tísku, heilsu og fegurð en slíkur skóli er nýjung hér á landi. Það sem er auk þess sérstakt hjá okkur er tengingin á milli námskeiðanna í kvöldskólanum og að deildirnar vinna saman. Húsnæðið er innréttað á skemmtilegan hátt en við vildum ná fram stíl eins og tíðkast á lofthæðum í New York. Þó var fyrst og fremst hugsað um þarfir nemenda skólans í opnu skapandi rými," segir Arnar Gauti að lokum og bætir við að í skólanum sé nú þegar líf og fjör og þar sé að myndast skemmtilegur heimur skapandi greina. Heilsa Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Nýr dagskóli í snyrtifræði, Beauty Academy, tekur til starfa hjá Fashion Academy Reykjavík um miðjan mars. Skólinn er vel tækjum búinn og verður sá fullkomnasti í þessari grein á landinu. Fashion Academy er nýr alhliða skóli þar sem boðið er upp á nám tengt fegurð og tísku. Stefanía Marta Katarínusardóttir, skólastjóri Beauty Academy, segir að nýja snyrtifræðibrautin sé samþykkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er námið lánshæft hjá LÍN. Námið tekur eitt ár sem er undirbúningur fyrir sveinspróf. „Skólinn er nýr og öll aðstaða og tækjabúnaður sem best gerist. Við erum afar stolt af húsnæðinu sem er allt sérhannað í kringum þessa starfsemi," segir Marta. Skólinn er í Ármúla 21 þar sem Vatnsvirkinn var áður til húsa. Rýmið er 1.500 fermetrar og var það allt tekið í gegn á nútímalegan hátt. „Mikil áhersla var lögð á að gera aðstöðuna sem besta fyrir nemendur skólans. Við erum einnig með styttri námsleiðir í boði í kvöldskóla svo sem í förðun, tískuljósmyndun, stílistanám og fyrirsætunámskeið. Þá er boðið upp á nám í naglafræðum í kvöldskóla. Samvinna milli deilda verður í hávegum höfð," segir Marta. „Við erum með góða nemendaaðstöðu sem hentar báðum kynjum, þráðlaust netsamband og frábær húsakynni."Góðir atvinnumöguleikar Marta segir að mikill áhugi sé á styttri námskeiðunum en þau eru öll byrjuð og standa í tíu vikur. Það er talsverð eftirspurn eftir námskeiðunum og sömuleiðis snyrtifræðinni sem hefst um miðjan mars. „Það hefur alltaf verið mikil aðsókn í snyrtifræði og atvinnumöguleikar eru góðir í greininni. Eftir sveinsprófið gefst nemendum kostur á að fara í meistaranám en að því loknu geta þeir farið í eins árs kennsluréttindanám í snyrtifræði sem veitir enn fleiri atvinnumöguleika," segir Marta. Arnar Gauti starfar sem creative director hjá Fashion Academy og var meðal þeirra sem hönnuðu húsnæðið og hugmyndafræðina á bak við skólann. „Við köllum skólann miðstöð fyrir tísku, heilsu og fegurð en slíkur skóli er nýjung hér á landi. Það sem er auk þess sérstakt hjá okkur er tengingin á milli námskeiðanna í kvöldskólanum og að deildirnar vinna saman. Húsnæðið er innréttað á skemmtilegan hátt en við vildum ná fram stíl eins og tíðkast á lofthæðum í New York. Þó var fyrst og fremst hugsað um þarfir nemenda skólans í opnu skapandi rými," segir Arnar Gauti að lokum og bætir við að í skólanum sé nú þegar líf og fjör og þar sé að myndast skemmtilegur heimur skapandi greina.
Heilsa Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira