Skulda- eða evrukreppa? Magnús Orri Schram skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Einkenni núverandi heimskreppu er erfið skuldastaða einstakra ríkja. Ekki er hægt að tengja kreppuna evrunni, heldur frekar að ákveðin ríki í Evrópu standa frammi fyrir erfiðleikum meðal annars vegna óráðsíu í rekstri og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar bankakerfi, og verðhækkana á eignum knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum. Þá var þess ekki gætt að halda í samkeppnishæfni í alþjóðavæddum viðskiptaheimi. Þetta þekkja Grikkir, Spánverjar og Ítalir. Kreppan hefur á hinn bóginn sýnt fram á marga kosti myntsamstarfsins. Í fyrsta lagi hefur sameiginleg mynt komið í veg fyrir að einstök ríki bregðist við samdrætti með því að setja upp hindranir eða höft í viðskiptum sín á milli. Í öðru lagi kemur evran í veg fyrir að hægt sé að gengisfella myntir einstakra landa til að styrkja framleiðslu innanlands. Þesslags úrræði hafa í för með sér gríðarlega kjaraskerðingu neytenda, verðbólgu og skuldasöfnun og gengur því þvert gegn hagsmunum almennings til lengri tíma. Í þriðja lagi hefur evran gert sameiginlegar aðgerðir mögulegar, þó að slík samstilling hafi tekið tíma og ekki verið þrautalaus. Þannig hefur evran í raun mildað áhrif alvarlegrar heimskreppu, samhæft aðgerðir og komið í veg fyrir höft, viðskiptahindranir og gengisfellingar. Vissulega hefur kreppan leitt fram galla á evrusamstarfinu. Mikil vinna hefur verið lögð í að taka á þeim vandamálum. Allt eftirlit hefur verið bætt, aukin samvinna er um stjórn fjármála ríkjanna og alþjóðlegt aðhald aukið. Evran er því sterkari eftir kreppu en fyrir kreppu og verður áfram áhugaverður kostur fyrir Íslendinga. Nánara samstarf um stjórn ríkisfjármála er ákjósanlegt fyrir Íslendinga sem hafa góða reynslu af utanaðkomandi aga á ríkisfjármál. Samþykki þjóðin aðild að ESB getur hún strax gengið inn í ERM2 samstarfið og um leið tengt krónu við gengi evru með stuðningi evrópska seðlabankans. Þannig næst jafnvægi í gengið og möguleiki gefst til afnáms hafta. Evran er ákjósanleg fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi sem vilja stöðugleika, minni verðbólgu, lægri vexti og afnám verðtryggingar. Raunverulegar kjarabætur fyrir íslensk heimili felast í upptöku nýrrar myntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Einkenni núverandi heimskreppu er erfið skuldastaða einstakra ríkja. Ekki er hægt að tengja kreppuna evrunni, heldur frekar að ákveðin ríki í Evrópu standa frammi fyrir erfiðleikum meðal annars vegna óráðsíu í rekstri og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar bankakerfi, og verðhækkana á eignum knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum. Þá var þess ekki gætt að halda í samkeppnishæfni í alþjóðavæddum viðskiptaheimi. Þetta þekkja Grikkir, Spánverjar og Ítalir. Kreppan hefur á hinn bóginn sýnt fram á marga kosti myntsamstarfsins. Í fyrsta lagi hefur sameiginleg mynt komið í veg fyrir að einstök ríki bregðist við samdrætti með því að setja upp hindranir eða höft í viðskiptum sín á milli. Í öðru lagi kemur evran í veg fyrir að hægt sé að gengisfella myntir einstakra landa til að styrkja framleiðslu innanlands. Þesslags úrræði hafa í för með sér gríðarlega kjaraskerðingu neytenda, verðbólgu og skuldasöfnun og gengur því þvert gegn hagsmunum almennings til lengri tíma. Í þriðja lagi hefur evran gert sameiginlegar aðgerðir mögulegar, þó að slík samstilling hafi tekið tíma og ekki verið þrautalaus. Þannig hefur evran í raun mildað áhrif alvarlegrar heimskreppu, samhæft aðgerðir og komið í veg fyrir höft, viðskiptahindranir og gengisfellingar. Vissulega hefur kreppan leitt fram galla á evrusamstarfinu. Mikil vinna hefur verið lögð í að taka á þeim vandamálum. Allt eftirlit hefur verið bætt, aukin samvinna er um stjórn fjármála ríkjanna og alþjóðlegt aðhald aukið. Evran er því sterkari eftir kreppu en fyrir kreppu og verður áfram áhugaverður kostur fyrir Íslendinga. Nánara samstarf um stjórn ríkisfjármála er ákjósanlegt fyrir Íslendinga sem hafa góða reynslu af utanaðkomandi aga á ríkisfjármál. Samþykki þjóðin aðild að ESB getur hún strax gengið inn í ERM2 samstarfið og um leið tengt krónu við gengi evru með stuðningi evrópska seðlabankans. Þannig næst jafnvægi í gengið og möguleiki gefst til afnáms hafta. Evran er ákjósanleg fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi sem vilja stöðugleika, minni verðbólgu, lægri vexti og afnám verðtryggingar. Raunverulegar kjarabætur fyrir íslensk heimili felast í upptöku nýrrar myntar.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun