Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum 23. febrúar 2012 04:30 Stórhuga áætlanir Auk þjónustu við bifreiðaeigendur er gert ráð fyrir að í Miðju Suðurlands verði meðal annars þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, matvöruverslanir, sérvöruverslanir, veitingastaðir og kaffihús, auk svæðis fyrir margs konar afþreyingu fyrir ferðamenn. Mynd/Gatnamót ehf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. [email protected] Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. [email protected]
Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira