Lífið

Leita að ungu fólki í raunveruleikaþátt

Hildur Margrétardóttir og Herbert Sveinbjörnsson framleiða íslenska raunveruleikþætti og leita að stúlkum og strákum á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt.
Hildur Margrétardóttir og Herbert Sveinbjörnsson framleiða íslenska raunveruleikþætti og leita að stúlkum og strákum á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt. Fréttablaðið/stefán
„Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum.

Þættirnir eru þó ekki eins og raunveruleikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmiðið þessara þátta er að varpa ljósi á veruleika íslenskra ungmenna í dag.

Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar var hver þáttur sýndur á vefmiðli dagblaðsins Politiken.

„Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Einskonar dagbók. Verkefnið mældist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Sveinbjörnssyni fyrir Edison Lifandi Ljósmyndir.

Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlkum og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í 10 vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma í hinum Norðurlöndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina.

„Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt á viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vefmiðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið [email protected] en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook síðu Doxwise. -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×