Við erum öll samsett úr fortíðinni 28. janúar 2012 11:00 Við erum stödd á tíma gríðarmikils fannfergis á hugarsviðinu, það kemur áreiti úr svo mörgum áttum segir Pétur Gunnarsson rithöfundur sem í vikunni glímdi eins og fleiri við fannfergið á götum borgarinnar. Fréttablaðið/GVA Árið 1955 kom út bókin Tristes Tropiques eftir Claude Lévi-Strauss. Bókin, sem er blanda ferðasögu, mannfræðirannsókna og heimspekirannsókna, hafði gríðarleg áhrif á sýn heimsins á frumstæð samfélög og breytti mannfræði til frambúðar. Pétur Gunnarsson rithöfundur réðist í að þýða bókina og afrakstur sautján ára vinnu kom fyrir sjónir íslenskra lesenda síðastliðið haust undir heitinu Regnskógabeltið raunamædda. Pétur Gunnarsson segir að áhuginn á að þýða bókina Tristes Tropiques eftir Claude Lévi-Strauss hafi kviknað þegar hann var í námi í Frakklandi undir lok sjöunda og í byrjun áttunda áratugarins. „Ég kynntist þessari bók þar og fór að máta mig við að þýða hana. En verkið er langt og flókið í þýðingu og forleggjarar svöruðu því til að markaðurinn væri alltof lítill til þess að útgáfan bæri sig þegar ég færði verkið í tal við þá. Því lagði ég það reglulega frá mér, en tók svo alltaf upp þráðinn aftur. Á endanum lýsti JPV sig reiðubúið til að ráðast í verkið og þá sló ég undir nára og ákvað að ljúka við þýðinguna." Bókin kom svo út síðasta haust og hún fékk íslenska heitið Regnskógabeltið raunamædda. Á mörkum skáldskapar og fræðaPétur nam heimspeki í Frakklandi á tíma þegar Lévi-Strauss var mjög áberandi í frönsku menningarlífi. „Ég komst ekki hjá því að kynnast honum og hans verki. Og ég hreifst af Tristes Tropiques, af sömu ástæðu og ég hrífst af sumum fræðigreinum, sjálft söguefnið í þeim höfðar til mín. Í Regnskógabeltinu er bæði saga höfundar, en líka heilmikil menningarsaga, bæði Evrópu, Ameríku og Asíu. Enn fremur saga þessara mannfræðirannsókna sem hann gerði í regnskógum Brasilíu. Allt er þetta fléttað saman í mikla frásögn sem er á mörkum skáldskapar og fræða. Það er raunar athyglisvert við þessa bók að Frakkar flokka hana með fagurbókmenntum, og hún lendir iðulega á listum yfir tíu bestu skáldverk 20. aldar í Frakklandi. Lévi-Strauss var afbragðs stílisti og hafði mikinn metnað sem rithöfundur." Á þeim tíma þegar bókin kom út var litið á frumstæða þjóðflokka sem frumstæða í hugsun og siðum, en í Regnskógabeltinu er sýnt fram á hið gagnstæða. „Hann breytir viðhorfinu með þessari bók og sýnir fram á að frumstæðir þjóðflokkar geta búið við mjög flókin trúar- og lífsskoðunarkerfi, sögur og sagnir, þannig að þessi lína milli okkar og þeirra verður ekki eins skörp. Við erum eins og þeir, þeir eru eins og við," segir Pétur. Claude Lévi-Strauss hlaut háskólamenntun í Frakklandi og kenndi við menntaskóla áður en honum bauðst staða við háskólann í Sao Paulo í Brasilíu. „Þeir auglýstu eftir kennurum til að kenna félagsfræði, og sá var hinn upphaflegi tilgangur ferðar Lévi-Strauss. Þar kemst hann svo á snoðir um frumbyggja álfunnar, indíána, og forvitni hans vaknar. Það er merkilegt til þess að hugsa að í upphafi 20. aldar voru heilu þjóðirnar sem enginn vissi um faldar í regnskógum Suður-Ameríku. Það er ekki fyrr en á öndverðri 20. öld að verið er að leggja símalínur þarna þvert í gegn að kynni takast við þjóðflokkana, og þau ansi slysaleg. Þeir voru nefnilega alveg varnarlausir gagnvart sjúkdómum sem fylgdu Vesturlandabúum og tóku að hrynja niður. Þegar Lévi-Strauss er á ferð, skömmu fyrir heimsstyrjöldina síðari, voru þessar þjóðir á fallanda fæti." Hvert samfélag sérstaktPétur segir forvitnilegt fyrir nútímafólk að kynna sér lífshætti veiðimanna og safnara á borð við þá sem kynntir eru til sögunnar í Regnskógabeltinu raunamædda. „Þeir ku búa við lifnaðarhætti sem voru okkar 99% af líftíma mannsins á jörðinni, við eigum rætur í þessum lifnaðarháttum og því ferðarinnar virði að kynnast þeim. Tökum bara daglegt líf. Við höfum flest niðurnjörvaðan vinnudag og það fer óhemju tími hjá okkur í framfærsluna, að vinna fyrir öllum þessum lífsgæðum sem við viljum njóta. Hjá þessu fólki er enginn aðskilnaður milli vinnu og frístunda. Trúarbrögð, tónlist og sagnaskemmtun er hluti af hversdegi þeirra. Bandaríski hagfræðingurinn Marshall Sahlins varð fyrir miklum áhrifum af verki Lévi-Strauss og átti síðar eftir að skrifa frægt rit, Stone Age Economics (Hagfræði steinaldar) þar sem hann sýnir fram á að veiðimenn og safnarar á steinaldarstigi verja tveimur og hálfum til þremur klukkustundum til lífsframfærslunnar. Og svo erum við að státa af átta stunda vinnudegi." Pétur segir bók Lévi-Strauss að mörgu leyti tala betur til samtímans en upphaflegs útgáfutíma. „Lévi-Strauss hafði miklar áhyggjur af því hvernig hið vestræna samfélag valtaði yfir önnur, hann var sannfærður um að hvert samfélag væri dýrmætt og sérstakt, hefði sjónarhorn og lausnir sem væru sameiginlegur sjóður mannkyns. Þegar bókin kom út árið 1955 voru Vesturlönd á gríðarmikilli siglingu, menn settu engin spurningarmerki við stöðugar framfarir og hagvöxt, en það er annað uppi á teningnum í dag." Margir tímar tali samanPétur hefur sjálfur iðulega leitað fanga í liðinni tíð í verkum sínum. Tveggja binda ævisaga Þórbergs Þórðarsonar kom út á árunum 2007 og 2009. Þar á undan voru þrjú bindi komin út í flokknum „Skáldsaga Íslands": Myndin af heiminum, Leiðin til Rómar og Vélar tímans. „Það er mín vinnuaðferð að láta marga tíma tala saman. Við erum auðvitað öll samsett úr fortíðinni, fortíðin lifir í okkur. Það er í raun slysalegt ef við gerum okkur ekki grein fyrir því. Hinn horfni heimur talar til okkar heims og varpar ljósi á okkur. Við erum aftur á móti stödd á tíma gríðarmikils fannfergis á hugarsviðinu. Það kemur áreiti úr svo mörgum áttum að alltaf verður erfiðara og erfiðara að hafa þessa löngu sýn sem til dæmis fólkið á undan okkur hafði. Í þessum hugarbyl leitast rithöfundurinn við að vera eins konar staðsetningartæki," segir Pétur og upplýsir að lokum hann sé að vinna að skáldsögu sem hann áætlar að komi út í haust. [email protected] Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Árið 1955 kom út bókin Tristes Tropiques eftir Claude Lévi-Strauss. Bókin, sem er blanda ferðasögu, mannfræðirannsókna og heimspekirannsókna, hafði gríðarleg áhrif á sýn heimsins á frumstæð samfélög og breytti mannfræði til frambúðar. Pétur Gunnarsson rithöfundur réðist í að þýða bókina og afrakstur sautján ára vinnu kom fyrir sjónir íslenskra lesenda síðastliðið haust undir heitinu Regnskógabeltið raunamædda. Pétur Gunnarsson segir að áhuginn á að þýða bókina Tristes Tropiques eftir Claude Lévi-Strauss hafi kviknað þegar hann var í námi í Frakklandi undir lok sjöunda og í byrjun áttunda áratugarins. „Ég kynntist þessari bók þar og fór að máta mig við að þýða hana. En verkið er langt og flókið í þýðingu og forleggjarar svöruðu því til að markaðurinn væri alltof lítill til þess að útgáfan bæri sig þegar ég færði verkið í tal við þá. Því lagði ég það reglulega frá mér, en tók svo alltaf upp þráðinn aftur. Á endanum lýsti JPV sig reiðubúið til að ráðast í verkið og þá sló ég undir nára og ákvað að ljúka við þýðinguna." Bókin kom svo út síðasta haust og hún fékk íslenska heitið Regnskógabeltið raunamædda. Á mörkum skáldskapar og fræðaPétur nam heimspeki í Frakklandi á tíma þegar Lévi-Strauss var mjög áberandi í frönsku menningarlífi. „Ég komst ekki hjá því að kynnast honum og hans verki. Og ég hreifst af Tristes Tropiques, af sömu ástæðu og ég hrífst af sumum fræðigreinum, sjálft söguefnið í þeim höfðar til mín. Í Regnskógabeltinu er bæði saga höfundar, en líka heilmikil menningarsaga, bæði Evrópu, Ameríku og Asíu. Enn fremur saga þessara mannfræðirannsókna sem hann gerði í regnskógum Brasilíu. Allt er þetta fléttað saman í mikla frásögn sem er á mörkum skáldskapar og fræða. Það er raunar athyglisvert við þessa bók að Frakkar flokka hana með fagurbókmenntum, og hún lendir iðulega á listum yfir tíu bestu skáldverk 20. aldar í Frakklandi. Lévi-Strauss var afbragðs stílisti og hafði mikinn metnað sem rithöfundur." Á þeim tíma þegar bókin kom út var litið á frumstæða þjóðflokka sem frumstæða í hugsun og siðum, en í Regnskógabeltinu er sýnt fram á hið gagnstæða. „Hann breytir viðhorfinu með þessari bók og sýnir fram á að frumstæðir þjóðflokkar geta búið við mjög flókin trúar- og lífsskoðunarkerfi, sögur og sagnir, þannig að þessi lína milli okkar og þeirra verður ekki eins skörp. Við erum eins og þeir, þeir eru eins og við," segir Pétur. Claude Lévi-Strauss hlaut háskólamenntun í Frakklandi og kenndi við menntaskóla áður en honum bauðst staða við háskólann í Sao Paulo í Brasilíu. „Þeir auglýstu eftir kennurum til að kenna félagsfræði, og sá var hinn upphaflegi tilgangur ferðar Lévi-Strauss. Þar kemst hann svo á snoðir um frumbyggja álfunnar, indíána, og forvitni hans vaknar. Það er merkilegt til þess að hugsa að í upphafi 20. aldar voru heilu þjóðirnar sem enginn vissi um faldar í regnskógum Suður-Ameríku. Það er ekki fyrr en á öndverðri 20. öld að verið er að leggja símalínur þarna þvert í gegn að kynni takast við þjóðflokkana, og þau ansi slysaleg. Þeir voru nefnilega alveg varnarlausir gagnvart sjúkdómum sem fylgdu Vesturlandabúum og tóku að hrynja niður. Þegar Lévi-Strauss er á ferð, skömmu fyrir heimsstyrjöldina síðari, voru þessar þjóðir á fallanda fæti." Hvert samfélag sérstaktPétur segir forvitnilegt fyrir nútímafólk að kynna sér lífshætti veiðimanna og safnara á borð við þá sem kynntir eru til sögunnar í Regnskógabeltinu raunamædda. „Þeir ku búa við lifnaðarhætti sem voru okkar 99% af líftíma mannsins á jörðinni, við eigum rætur í þessum lifnaðarháttum og því ferðarinnar virði að kynnast þeim. Tökum bara daglegt líf. Við höfum flest niðurnjörvaðan vinnudag og það fer óhemju tími hjá okkur í framfærsluna, að vinna fyrir öllum þessum lífsgæðum sem við viljum njóta. Hjá þessu fólki er enginn aðskilnaður milli vinnu og frístunda. Trúarbrögð, tónlist og sagnaskemmtun er hluti af hversdegi þeirra. Bandaríski hagfræðingurinn Marshall Sahlins varð fyrir miklum áhrifum af verki Lévi-Strauss og átti síðar eftir að skrifa frægt rit, Stone Age Economics (Hagfræði steinaldar) þar sem hann sýnir fram á að veiðimenn og safnarar á steinaldarstigi verja tveimur og hálfum til þremur klukkustundum til lífsframfærslunnar. Og svo erum við að státa af átta stunda vinnudegi." Pétur segir bók Lévi-Strauss að mörgu leyti tala betur til samtímans en upphaflegs útgáfutíma. „Lévi-Strauss hafði miklar áhyggjur af því hvernig hið vestræna samfélag valtaði yfir önnur, hann var sannfærður um að hvert samfélag væri dýrmætt og sérstakt, hefði sjónarhorn og lausnir sem væru sameiginlegur sjóður mannkyns. Þegar bókin kom út árið 1955 voru Vesturlönd á gríðarmikilli siglingu, menn settu engin spurningarmerki við stöðugar framfarir og hagvöxt, en það er annað uppi á teningnum í dag." Margir tímar tali samanPétur hefur sjálfur iðulega leitað fanga í liðinni tíð í verkum sínum. Tveggja binda ævisaga Þórbergs Þórðarsonar kom út á árunum 2007 og 2009. Þar á undan voru þrjú bindi komin út í flokknum „Skáldsaga Íslands": Myndin af heiminum, Leiðin til Rómar og Vélar tímans. „Það er mín vinnuaðferð að láta marga tíma tala saman. Við erum auðvitað öll samsett úr fortíðinni, fortíðin lifir í okkur. Það er í raun slysalegt ef við gerum okkur ekki grein fyrir því. Hinn horfni heimur talar til okkar heims og varpar ljósi á okkur. Við erum aftur á móti stödd á tíma gríðarmikils fannfergis á hugarsviðinu. Það kemur áreiti úr svo mörgum áttum að alltaf verður erfiðara og erfiðara að hafa þessa löngu sýn sem til dæmis fólkið á undan okkur hafði. Í þessum hugarbyl leitast rithöfundurinn við að vera eins konar staðsetningartæki," segir Pétur og upplýsir að lokum hann sé að vinna að skáldsögu sem hann áætlar að komi út í haust. [email protected]
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira