Fangelsismálastjóri skorar á Matthías að gefa sig fram Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. desember 2012 14:30 Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Það er ekki refsivert að strjúka úr fangelsi. Ég tel að það ætti að vera refsivert og að það ættu að vera þungar refsingar við því. Það er einvörðungu refsivert ef um samantekin ráð að ræða. Hafi menn sammælst um að strjúka þá er það refisvert,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Hann skorar á Matthías Mána Erlingsson, sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni á mánudag að gefa sig fram, svo mál hans verði ekki enn erfiðara en það er þegar orðið. Páll vill að öðru leyti ekki tjá sig um það einstaka mál, en segir almennt talað að strok og tilraunir til stroka hafi áhrif á afplánun refsifanga. „Fangar fá agaviðurlög í formi einangrunar. Þetta hefur áhrif á vistun fangans í framhaldinu. „Við erum með opin fangelsi, við erum með áfangahemili og við erum með rafrænt eftirlit. Strok hefur áhrif á þessa þætti. Þannig að það borgar sig aldrei fyrir fanga að strjúka eða reyna að strjúka," segir Páll. „Það hefur lítið verið um strok á Íslandi. þetta hafa verið misheppnaðar tilraunir, menn hafa farið í einhver dópbæli eða þá að menn hafa hringt hingað og viljað komast inn aftur," segir Páll. Nú sé Ísland að breytast úr litlu sveitasamfélagi og farið að líkjast meira því sem gerist á Norðurlöndunum. „Þess vegna þarf að vera almennilegt öryggisfangelsi og almennilegt gæsluvarðhaldsfangelsi. Það er það sem við höfum gert grein fyrir í fjöldamörg ár og erum fyrst núna að ná árangri og erum þakklát fyrir það," segir Páll. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
„Það er ekki refsivert að strjúka úr fangelsi. Ég tel að það ætti að vera refsivert og að það ættu að vera þungar refsingar við því. Það er einvörðungu refsivert ef um samantekin ráð að ræða. Hafi menn sammælst um að strjúka þá er það refisvert,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Hann skorar á Matthías Mána Erlingsson, sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni á mánudag að gefa sig fram, svo mál hans verði ekki enn erfiðara en það er þegar orðið. Páll vill að öðru leyti ekki tjá sig um það einstaka mál, en segir almennt talað að strok og tilraunir til stroka hafi áhrif á afplánun refsifanga. „Fangar fá agaviðurlög í formi einangrunar. Þetta hefur áhrif á vistun fangans í framhaldinu. „Við erum með opin fangelsi, við erum með áfangahemili og við erum með rafrænt eftirlit. Strok hefur áhrif á þessa þætti. Þannig að það borgar sig aldrei fyrir fanga að strjúka eða reyna að strjúka," segir Páll. „Það hefur lítið verið um strok á Íslandi. þetta hafa verið misheppnaðar tilraunir, menn hafa farið í einhver dópbæli eða þá að menn hafa hringt hingað og viljað komast inn aftur," segir Páll. Nú sé Ísland að breytast úr litlu sveitasamfélagi og farið að líkjast meira því sem gerist á Norðurlöndunum. „Þess vegna þarf að vera almennilegt öryggisfangelsi og almennilegt gæsluvarðhaldsfangelsi. Það er það sem við höfum gert grein fyrir í fjöldamörg ár og erum fyrst núna að ná árangri og erum þakklát fyrir það," segir Páll.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira