Þetta er leiðin sem Matthías Máni fór á flóttanum 28. desember 2012 11:17 Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Tók fjórhjól ófrjálsri hendi Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. Í skemmu þar hjá var fjórhjól sem Matthías Máni tók. Á fjórhjólinu hélt hann upp Skeiðaveg inn Skálholtsveg yfir á Biskupstungnabraut hana til norðurs að Torfastöðum. Þar ók hann inn á Reykjaveg og hélt að Laugarvatni. Matthías Máni sneri þar við og ók til baka að Geysi, áfram að Einholtsvegi, sem er mitt á milli Geysis og Gullfoss. Þann veg ók hann um Brúarhlöð og áfram í átt að Flúðum. Skammt ofan við bæinn Skipholt kláraðist bensínið af fjórhjólinu. Hann hélt áfram fótgangandi inn á Hrunaveg inn í Reykjadal og braust inn í sumarbústað sem hann dvaldi í næstu þrjá sólarhringa. Eftir dvöl í bústaðnum hélt Matthías Máni fótgangandi niður með Hruna og eftir þjóðveginum að Þjórsárdalsvegi. Eftir þeim vegi gekk hann að sumarbústað í landi Stóra Hofs sem hann braust inn í og hélt til í næstu þrjá sólarhringa. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi verið í þeim bústað sem Matthías fann meðal annars riffilinn sem hann tók með sér að Ásólfsstöðum. Hugðist veiða sér til matar Ástæða þess að hann tók riffilinn var sú að hann hugðist veiða sér til matar ef á þyrfti að halda. Matthías hafði ráðgert að ganga upp fyrir Búrfellsvirkjun og fara þar yfir Þjórsá yfir í Rangárþing. Matthías Máni átti kost á að fylgjast með fréttum í bústöðunum sem hann dvaldi í. Lögregla hafði hvatt hann til að gefa sig fram svo ættingar hans gætu haldið gleðileg jól. Þessi ástæða og hin að Matthías Máni var ókunnugur í Rangárþingi varð til þess að hann ákvað að gefa sig fram á Ásólfsstöðum. Matthías Máni lét mjög lítið fyrir sér fara á flóttanum og mun ekki hafa talað við nokkurn mann í heila viku. Hann byrgði fyrir alla glugga í þeim bústöðum sem hann dvaldi í. Lögregla hefur sannreynt að frásögn Matthíasar Mána er rétt og málið upplýst. Samvinna við leit Eins og fram hefur komið lagði lögreglan mestan þunga í leit á svæðum í uppsveitum Árnessýslu svo sem á og við Laugarvatn, Flúðir og víðar þar í grennd. Vissulega var öllum möguleikum haldið opnum í samræmi við upplýsingar sem bárust frá almenningi. Það gefur að skilja að leit af þessu tagi byggist á samstarfi og samvinnu lögreglu, fangelsismálayfirvalda, Landhelgisgæslu, björgunarsveita og borgaranna. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fréttaskýringar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Tók fjórhjól ófrjálsri hendi Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. Í skemmu þar hjá var fjórhjól sem Matthías Máni tók. Á fjórhjólinu hélt hann upp Skeiðaveg inn Skálholtsveg yfir á Biskupstungnabraut hana til norðurs að Torfastöðum. Þar ók hann inn á Reykjaveg og hélt að Laugarvatni. Matthías Máni sneri þar við og ók til baka að Geysi, áfram að Einholtsvegi, sem er mitt á milli Geysis og Gullfoss. Þann veg ók hann um Brúarhlöð og áfram í átt að Flúðum. Skammt ofan við bæinn Skipholt kláraðist bensínið af fjórhjólinu. Hann hélt áfram fótgangandi inn á Hrunaveg inn í Reykjadal og braust inn í sumarbústað sem hann dvaldi í næstu þrjá sólarhringa. Eftir dvöl í bústaðnum hélt Matthías Máni fótgangandi niður með Hruna og eftir þjóðveginum að Þjórsárdalsvegi. Eftir þeim vegi gekk hann að sumarbústað í landi Stóra Hofs sem hann braust inn í og hélt til í næstu þrjá sólarhringa. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi verið í þeim bústað sem Matthías fann meðal annars riffilinn sem hann tók með sér að Ásólfsstöðum. Hugðist veiða sér til matar Ástæða þess að hann tók riffilinn var sú að hann hugðist veiða sér til matar ef á þyrfti að halda. Matthías hafði ráðgert að ganga upp fyrir Búrfellsvirkjun og fara þar yfir Þjórsá yfir í Rangárþing. Matthías Máni átti kost á að fylgjast með fréttum í bústöðunum sem hann dvaldi í. Lögregla hafði hvatt hann til að gefa sig fram svo ættingar hans gætu haldið gleðileg jól. Þessi ástæða og hin að Matthías Máni var ókunnugur í Rangárþingi varð til þess að hann ákvað að gefa sig fram á Ásólfsstöðum. Matthías Máni lét mjög lítið fyrir sér fara á flóttanum og mun ekki hafa talað við nokkurn mann í heila viku. Hann byrgði fyrir alla glugga í þeim bústöðum sem hann dvaldi í. Lögregla hefur sannreynt að frásögn Matthíasar Mána er rétt og málið upplýst. Samvinna við leit Eins og fram hefur komið lagði lögreglan mestan þunga í leit á svæðum í uppsveitum Árnessýslu svo sem á og við Laugarvatn, Flúðir og víðar þar í grennd. Vissulega var öllum möguleikum haldið opnum í samræmi við upplýsingar sem bárust frá almenningi. Það gefur að skilja að leit af þessu tagi byggist á samstarfi og samvinnu lögreglu, fangelsismálayfirvalda, Landhelgisgæslu, björgunarsveita og borgaranna.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fréttaskýringar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira