Jól

Grýla, Leppalúði með Gunna og Felix í Þjóðminjasafni Íslands

Þau hjónin eru frekar óárennileg.
Þau hjónin eru frekar óárennileg.
Sunnudaginn 9. desember kl. 14 munu Gunni og Felix skemmta gestum Þjóðminjasafnsins ásamt Grýlu og Leppalúða.

Foreldrar jólasveinanna koma á hverju ári á Þjóðminjasafnið til að líta á aðstæður fyrir syni sína sem koma á safnið kl.11 á hverjum degi frá 12.-24. desember. Skemmtunin á sunnudag er ókeypis.

Jólasýningar safnsins hafa nú verið opnaðar og jólaratleikurinn, Hvar er jólakötturinn? er í boði á fimm tungumálum.

Á Torginu er sýningin Sérkenni sveinanna, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja nöfn jólasveinanna.

Á 3. hæð safnsins er sýning á gömlum jólatrjám en einnig jólasveinum eftir systurnar Helgu og Þórunni Egilsson.

Á heimasíðu safnsins er hægt að fræðast um íslenska jólasiði og opna jóladagatal safnsins á hverjum degi fram að jólum.



×