Uppblásin ímynd á reki 9. nóvember 2012 12:00 Listakonurnar hafa unnið saman um árbil. fréttablaðið/anton Myndlistarsýningin Rek verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Sýningin er samstarfsverkefni þeirra Önnu Hallin og Olgu Bergman. Sýningin Rek eftir þær Önnu Hallin og Olgu Bergman samanstendur af stuttmynd og innsetningu og byggir á litlu ævintýri um vindsæng í líki Íslands, sem rekur á fjörur nokkurra Evrópulanda. Innblástur sækja listakonurnar mestmegnis til náttúrunnar og jarðsögunnar, þar sem landrekskenning Wegeners kemur við sögu. Okkur langaði að vinna með líkan af Íslandi, sem er þessi vindsæng, því lögun landsins er óvenjulega mikilvæg í ímyndarsköpun og sjálfsmynd okkar á Íslandi, segir Olga. "Það birtist meðal annars í tíðri notkun á lögun landsins í hönnun og lógóum svo dæmi sé tekið. En við erum líka að velta fyrir okkur afstæði tímans og setjum þess vegna tímarammann í samhengi við jarðsöguna. Það er sagt að jarðflekana reki um tvo sentímetra á ári, sem er álíka hratt og neglur okkar vaxa. Lönd og landamæri verða þannig afstæð í jarðsögulegum skilningi og líka sjálfsmynd þjóða; jafnvel staðsetning heilu landanna verður afstæð í þessu samhengi. Við erum að leika okkur að þessu og pælingum um ímynd. Miðpunktur sýningarinnar er myndskeið af vindsænginni þar sem hana rekur á milli staða og viðtöl við jarðfræðing og heimspekinga, sem ræða annars vegar um hringrás í jarðsögunni og hins vegar um staðsetningu og ímynd; hvernig fólk staðsetur sig jafnan á einhvers konar korti, hvort heldur er landfræðilegu eða félagslegu, og í afstöðu við annað fólk. "Vindsængin, sem er táknmynd fyrir Ísland, verður eins og persóna og speglar hvernig sjálfsmynd okkar er á floti og breytist eftir því í hvaða aðstæðum maður er, segir Olga. Þær Anna voru í vinnustofudvöl í Finnlandi þegar hugmyndin um vindsængina kom upp. Þar komust þær að því að það var engin leið að láta útbúa hana í Evrópu. "Við þurftum á endanum að láta gera hana í Kína, eftir okkar teikningum og þannig tengist þetta ferli beint pólitískri umræðu sem hefur verið ofarlega á baugi hér á landi. Olga og Anna hafa unnið saman um árabil, sýndu meðal annars í Kling og Bang í fyrra, auk þess að hafa unnið með öðrum listamönnum og arkitektum. Olga segir þó nokkurn mun á því að vinna einsamall og með öðrum við listsköpun. "Maður kemur meiru í verk þegar maður vinnur með öðrum og skoðar hugmyndir frá fleiri hliðum en maður hefði kannski annars gert. Á hinn bóginn fær maður ekki að ráða jafn miklu sjálfur, svo þetta hefur sína kosti og sína galla. En þetta er góð tilbreyting frá einyrkjastarfinu og það er gott að hafa einhvern til að geta kastað hugmyndum á milli. Sýningin Rek verður opnuð í sal 2 í Listasafni Íslands klukkan 20 í kvöld og stendur til 31. desember. Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Myndlistarsýningin Rek verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Sýningin er samstarfsverkefni þeirra Önnu Hallin og Olgu Bergman. Sýningin Rek eftir þær Önnu Hallin og Olgu Bergman samanstendur af stuttmynd og innsetningu og byggir á litlu ævintýri um vindsæng í líki Íslands, sem rekur á fjörur nokkurra Evrópulanda. Innblástur sækja listakonurnar mestmegnis til náttúrunnar og jarðsögunnar, þar sem landrekskenning Wegeners kemur við sögu. Okkur langaði að vinna með líkan af Íslandi, sem er þessi vindsæng, því lögun landsins er óvenjulega mikilvæg í ímyndarsköpun og sjálfsmynd okkar á Íslandi, segir Olga. "Það birtist meðal annars í tíðri notkun á lögun landsins í hönnun og lógóum svo dæmi sé tekið. En við erum líka að velta fyrir okkur afstæði tímans og setjum þess vegna tímarammann í samhengi við jarðsöguna. Það er sagt að jarðflekana reki um tvo sentímetra á ári, sem er álíka hratt og neglur okkar vaxa. Lönd og landamæri verða þannig afstæð í jarðsögulegum skilningi og líka sjálfsmynd þjóða; jafnvel staðsetning heilu landanna verður afstæð í þessu samhengi. Við erum að leika okkur að þessu og pælingum um ímynd. Miðpunktur sýningarinnar er myndskeið af vindsænginni þar sem hana rekur á milli staða og viðtöl við jarðfræðing og heimspekinga, sem ræða annars vegar um hringrás í jarðsögunni og hins vegar um staðsetningu og ímynd; hvernig fólk staðsetur sig jafnan á einhvers konar korti, hvort heldur er landfræðilegu eða félagslegu, og í afstöðu við annað fólk. "Vindsængin, sem er táknmynd fyrir Ísland, verður eins og persóna og speglar hvernig sjálfsmynd okkar er á floti og breytist eftir því í hvaða aðstæðum maður er, segir Olga. Þær Anna voru í vinnustofudvöl í Finnlandi þegar hugmyndin um vindsængina kom upp. Þar komust þær að því að það var engin leið að láta útbúa hana í Evrópu. "Við þurftum á endanum að láta gera hana í Kína, eftir okkar teikningum og þannig tengist þetta ferli beint pólitískri umræðu sem hefur verið ofarlega á baugi hér á landi. Olga og Anna hafa unnið saman um árabil, sýndu meðal annars í Kling og Bang í fyrra, auk þess að hafa unnið með öðrum listamönnum og arkitektum. Olga segir þó nokkurn mun á því að vinna einsamall og með öðrum við listsköpun. "Maður kemur meiru í verk þegar maður vinnur með öðrum og skoðar hugmyndir frá fleiri hliðum en maður hefði kannski annars gert. Á hinn bóginn fær maður ekki að ráða jafn miklu sjálfur, svo þetta hefur sína kosti og sína galla. En þetta er góð tilbreyting frá einyrkjastarfinu og það er gott að hafa einhvern til að geta kastað hugmyndum á milli. Sýningin Rek verður opnuð í sal 2 í Listasafni Íslands klukkan 20 í kvöld og stendur til 31. desember.
Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira