Gullbrúðkaup endar í tilfinningalegri rússíbanareið Jónsmessunótt 11. október 2012 11:01 Jónsmessunótt er kolsvört kómedía þar sem segir frá afdrifaríku gullbrúðkaupi, þar sem fjölskyldufaðirinn reynir að endurskrifa fjölskyldusöguna með þeim afleiðingum að upp úr sýður. Leikritið Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld. "Þetta er mjög flott verk frá hendi höfundar, leikandi létt en hefur um leið marga fleti og býður upp á margar tengingar við íslenskan samtíma," segir Harpa Arnardóttir, leikstjóri Jónsmessunætur, nýs leikrits eftir Hávar Sigurjónsson sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Í verkinu er sögð saga fjölskyldunnar, sem endurspeglar samfélagið sem hún hefur lifað í. Fjölskyldufaðirinn vill endurskrifa sögu fjölskyldunnar og í uppsiglingu eru átök um völd og eignir og uppgjör á milli einstaklinganna er óumflýjanlegt. "Þarna leysast úr læðingi fjölskyldubönd sem eru bæði ógnvænleg og meinfyndin og brúðkaupsafmælið, sem átti að verða létt og skemmtilegt, endar í allsherjar rússíbanareið." Fjölskyldan í verkinu endurspeglar um margt íslenskt samfélag í dag. "Þess vegna eru ný íslensk leikverk svo mikilvæg," segir Harpa. "Þau eru sprottin úr okkar samtíma og segja svo margt um ástandið í dag. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að leikskáldum." Þetta er í fyrsta sinn sem Harpa leikstýrir verki í Þjóðleikhúsinu. "Ég er fyrst og fremst leikkona en hef leikstýrt inn á milli í gegnum tíðina og hef sífellt meira gaman af því." Hún er hæstánægð með leikhópinn, sem og aðra sem að verkinu koma. "Þetta eru stórkostlegir listamenn og algjörlega frábært að fá að vinna í svona stórum listrænum faðmi. Vinnuferlið er mjög opið og allir taka virkan þátt í sköpuninni. Mér þykir sjálfri mjög gott að vinna í opnu, skapandi og dýnamísku ferli." Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Leikritið Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld. "Þetta er mjög flott verk frá hendi höfundar, leikandi létt en hefur um leið marga fleti og býður upp á margar tengingar við íslenskan samtíma," segir Harpa Arnardóttir, leikstjóri Jónsmessunætur, nýs leikrits eftir Hávar Sigurjónsson sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Í verkinu er sögð saga fjölskyldunnar, sem endurspeglar samfélagið sem hún hefur lifað í. Fjölskyldufaðirinn vill endurskrifa sögu fjölskyldunnar og í uppsiglingu eru átök um völd og eignir og uppgjör á milli einstaklinganna er óumflýjanlegt. "Þarna leysast úr læðingi fjölskyldubönd sem eru bæði ógnvænleg og meinfyndin og brúðkaupsafmælið, sem átti að verða létt og skemmtilegt, endar í allsherjar rússíbanareið." Fjölskyldan í verkinu endurspeglar um margt íslenskt samfélag í dag. "Þess vegna eru ný íslensk leikverk svo mikilvæg," segir Harpa. "Þau eru sprottin úr okkar samtíma og segja svo margt um ástandið í dag. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að leikskáldum." Þetta er í fyrsta sinn sem Harpa leikstýrir verki í Þjóðleikhúsinu. "Ég er fyrst og fremst leikkona en hef leikstýrt inn á milli í gegnum tíðina og hef sífellt meira gaman af því." Hún er hæstánægð með leikhópinn, sem og aðra sem að verkinu koma. "Þetta eru stórkostlegir listamenn og algjörlega frábært að fá að vinna í svona stórum listrænum faðmi. Vinnuferlið er mjög opið og allir taka virkan þátt í sköpuninni. Mér þykir sjálfri mjög gott að vinna í opnu, skapandi og dýnamísku ferli."
Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira