Lagerbäck: Björn Bergmann vill frekar einbeita sér að Wolves Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2012 13:02 Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari. Mynd/Vilhelm Björn Bergmann Sigurðarson er ekki í landsliði Íslands að þessu sinni þar sem að hann vill frekar einbeita sér að ferli sínum með enska B-deildarliðinu Wolves. Þetta kom fram á blaðamannafundi með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck í morgun. „Þegar hann kom til nýs félags vildi hann einbeita sér að því að komast í byrjunarliðið þar. Það er aðalmálið. Hann orðaði það ekki þannig að hann vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið, heldur vildi hann frekar koma sínum málum í betri horf hjá Wolves. En við verðum áfram í sambandi við hann, ég og Heimir. Hann á leið aftur inn í liðið," sagði Lagerbäck. Ísland mætir Albaníu ytra á föstudaginn næstkomandi og svo Sviss á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar. Lagerbäck tilkynnti leikmannahóp sinn á miðvikudaginn síðastliðinn.13.51: Þar með er fundinum lokið. Mörg athyglisverð mál voru rædd. Við þökkum fyrir okkur í bili.13.50: „Jón Guðni Fjóluson lítur ágætlega út. Hann er nýkominn til Sundsvall og var lítið búinn að spila áður. Hann er að keppa við tvo aðra leikmenn um miðvarðarstöðuna en ég vona að hann fái tækifæri fljótlega. Hann gæti verið framtíðarleikmaður fyrir okkur."13.48: „Aðstæður Hólmars eru erfiðar, enda ekki að spila mikið. En ég og Heimir eru sammála um að hann sé ungur og efnilegur. Það er þess virði að kíkja á hann fyrir framtíðina, sérstaklega miðað við stöðu Sölva. Við fáum nú tækifæri til að sjá hann á æfingum aftur. Það er gott fyrir landsliðið að sjá hvernig staðan hans er. Við þurfum að fá unga varnarmenn og vonandi gerir þetta það að verkum að hann fái meira sjálfstraust."13.46: „Ég tel að leikkerfi mitt henti vel fyrir næstu leiki. Gylfi fær nokkuð frjálst hlutverk og þrátt fyrir að þetta sé kerfið þá verður maður líka að sýna sveigjanleika. Gylfi gæti mögulega spilað á miðjunni og það eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Við verðum að sjá til."13.43: „Mjög jákvætt að Eiður Smári hafi fundið sér nýtt félag. Hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki. Ef hann nær sér aftur vel á strik getur hann nýst landsliðinu vel í framtíðinni. Ég hlakka til að sjá hversu góður hann verður með liðinu. Hann var alltaf besti leikmaðurinn þegar ég mætti honum með sænska landsliðinu. Ég held að belgíska deildin sé aðeins betri en norrænu deildirnar. Hann er nú hjá liði sem er í botnbaráttu og fær örugglega miklar ábyrgðir á sínar herðar. Það verður athyglisvert að fylgjast með honum þar."13.42: „Ég tel að ég þekki Hjört Loga nokkuð vel. Hann var með okkur gegn Svíþjóð og Frakklandi. Hann var líka í Svartfjallalandi og í æfingum með okkur. Hann hefur verið inn og út úr liðinu sínu í Svíþjóð, sem hefur þess fyrri utan ekki gengið mjög vel. Það er því erfitt að ná sér vel á strik í slíku aðstæðum."13.39: „Ari er líklega betri kostur með Bjarna en Hjörtur Logi. Ég þekki nokkra hjá IFK Gautaborg [félagi Hjartar Loga] vel og eins og málin standa nú þá tel ég að hinir tveir henti betur eins og er. Ef hann spilar vel og reglulega í IFK þá kemur hann vissulega til greina."13.37: „Þegar hann kom til nýs félags vildi hann einbeita sér að því að komast í byrjunarliðið þar. Það er aðalmálið. Hann orðaði það ekki þannig að hann vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið, heldur vildi hann frekar koma sínum málum í betri horf hjá Wolves. En við verðum áfram í sambandi við hann, ég og Heimir. Hann á leið aftur inn í liðið."13.35: „Ég ræddi lengi við Björn Bergmann og þjálfara hans hjá Wolves. Í stuttu máli þá vill hann einbeita sér að sínum málum hjá Wolves. Hann vill frekar vera þar, æfa og vera 100 prósent einbeittur. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá. Hann væri í hópnum ef hann væri 100 prósent einbeittur að landsliðinu. Hann hefur tekið sína ákvörðun. Við sjáum til, verðum áfram í sambandi við hann og athugum hvort hann vilji koma aftur í landsliðið."13.34: „Ég hef séð Gylfa spila með Tottenham í sjónvarpinu. Liðið hefur ekki verið að spila mjög vel og kemur það illa út fyrir Gylfa. Það er ekki honum að kenna. Það er erfitt að fara til nýs liðs og finna sitt hlutverk í liðinu."13.34: Spurður um Gylfa og hans hæfileika. „Við reyndum nokkur hlutverk fyrir hann í vináttulandsleikjunum og var ég ekki 100 prósent ánægður með það. En Gylfi hefur alltaf staðið sig vel í varnarleiknum en ég tel að við höfum ekki náð öllu sem hægt er úr honum sóknarlega. Eins og með leikinn gegn Kýpur - ef liðið spilar ekki vel þá er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri allt sjálfur."13.30: Lars er spurður um samstarf Gylfa og Birkis í leiknum gegn Kýpur. „Eins og ég sagði, þá gekk sóknarleikurinn illa í þeim leik. Það voru vissulega vonbrigði. Ég kenni þeim ekki um, heldur var það allt liðið sem spilaði ekki vel."13.30: Lars er spurður um Aron. „Ég hef ekki séð hann spila berum augum. Ég hef séð hann á myndböndum. Það verður athyglisvert að hitta hann. Ég hef rætt við hann í síma og mér sýnist hann vera góður drengur. Það verður gaman að sjá hvort hann geti yfirfært þetta góða gengi yfir á landsliðið."13.29: „Sviss er líklega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Það verður erfiður leikur."13.28: „Varðandi varnarmennirnar vonum við til þess að Sölvi fái bara einn leik í bann. Það er gott að fá Hólmar Örn til að kynnast landsliðinu því ég tel að hann geti orðið mjög góður leikmaður í framtíðinni."13.27: „Við höfum fylgst með Aroni [Jóhannssyni, AGF] síðan í vor. Hann hefur skorað ótrúlega mikið og það getur verið að við höfum fundið annan mikinn markaskorara, eins og Kolbein og Alfreð."13.26: „Hlutverk leikmanna með sínum félagsliða er misjafnt. Sumir eru mikið á bekknum og einn hefur ekkert spilað. Sölvi, Birki, Gylfi og Jóhann Berg hafa oftast verið á bekknum síðustu vikurnar sem er synd. En ég tel að þetta sé besta liðið sem við getum valið."13.25: „Liðið er óreynt og það er mín reynsla að það taki um 15 leiki að komast almennilega af stað. Meðalfjöldi leikja er ekki mikill og segir það okkur að framtíðin sé mjög björt."13.24: Miðju- og sóknarmenn eru ungir og ef okkur tekst að finna nokkra efnilega unga varnarmenn tel ég að landslið Íslandi geti orðið mjög, mjög gott - miðað við það sem ég hef séð síðustu 8-9 mánuði.13.23: „Ég vona að ég fái tækifæri til að fylgjast með landsliðinu næstu fimm árin eða svo. Meðalaldurinn er um 26 ár og er það mjög ungt. Bestu landsliðin eru oftast í kringum þrítugt. Ef við tökum markverðina úr jöfnunni, sérstaklega annan þeirra, lækkar meðaldurinn enn frekar."13.23: „Við erum í vandræði með miðverðina okkar. Hallgrímur og Indriði eru meiddir og Sölvi gæti fengið tveggja leikja bann. Það verður að koma í ljós."13.22: „Kolbeinn er ekki með en ég verð að segja að hann getur orðið einn allra besti sóknarmaður í Evrópu. Átta mörk í ellefu landsleikjum er einstakur árangur. Við söknum hans."13.22: „Við hefðum verið ánægðir með fjögur stig en við erum með þrjú. Nú verðum við að laga það. Við eigum næst leik gegn Albaníu og ég veit að það verður erfitt."13.21: „Það er kannski jákvætt vandamál að vera of metnaðargjarn. Ég verð að sjá til þess að það gerist ekki aftur."13.20: „Við vorum nálægt því að ná jafntefli enda átti Alfreð skot í slá. Það munar oft litlu í þessu."13.19: „Hannes hefur staðið sig mjög vel í þessum tveimur leikjum. Hann skilaði 100 prósent leikjum og var ánægjulegt að sjá það."13.18: „Það eina sem olli mér vonbrigðum var að við vorum of metnaðargjarnir og tek ég ábyrgð á því. Við reyndum að spila grimman varnarleik á lið sem var tæknilega mjög gott. Kýpverjar gátu haldið boltanum vel og það endaði með því að við vorum með 8-9 menn við eigin vítateig. Þegar við unnum svo boltann var mjög erfitt að byggja upp almennilegar sóknir."13.17: Lars ræðir næst leikinn gegn Kýpverjum, og segir úrslitin vissulega vonbrigði. „Það er alltaf miklu erfiðara að spila á útivelli. Það sýnir sagan sig. Meira að segja bestu liðin í Evrópu lenda í vandræðum á útivelli. Þegar þau tapa stigum er það á útivelli."13.16: Lars hrósar íslensku vörninni gegn Noregi, enda alltaf gott að halda hreinu. „Það eina neikvæða við leikinn gegn Noregi var að þeir fengu öll sín færi eftir að við komumst 2-0 yfir. Hvort við misstum einbeitinguna eða ekki veit ég ekki en við þurfum að gera betur."13.16: Ekkert powerpoint í dag, þar sem fundarsalurinn er upptekinn vegna þjálfararáðstefnu.13.16: Sölvi Geir Ottesen gæti fengið tveggja leikja bann, en það mun ráðast á fundi aganefndar UEFA sem nú stendur yfir.13.15: Geir Þorsteinsson tekur til máls. Hann minnir á heimaleikinn þriðjudaginn 16. október og að miðasala sé á ksi.is og midi.is.13.14: Þá byrjar þetta, einni mínútu á undan áætlun. Það er ágætt mál. Það er nóg af blaðamannafundum fram undan hjá KSÍ. A-landslið kvenna á mánudag og svo Sepp Blatter, forseti FIFA, á þriðjudag.13.10: Enn fimm mínútur í að fundurinn hefjist. Geir Þorsteinsson er líka mættur og helstu fjölmiðlar - nema ljósvakamiðlarnir Rúv og Stöð 2. Pínu vandræðaleg þögn inn á milli, en allt í lagi.13.05: Lars og Heimir Hallgrimsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, mættu snemma á fundinn sem á að hefjast eftir tíu mínútur. Blaðamenn eru að koma sér fyrir og þetta ætti að geta hafist á réttum tíma. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson er ekki í landsliði Íslands að þessu sinni þar sem að hann vill frekar einbeita sér að ferli sínum með enska B-deildarliðinu Wolves. Þetta kom fram á blaðamannafundi með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck í morgun. „Þegar hann kom til nýs félags vildi hann einbeita sér að því að komast í byrjunarliðið þar. Það er aðalmálið. Hann orðaði það ekki þannig að hann vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið, heldur vildi hann frekar koma sínum málum í betri horf hjá Wolves. En við verðum áfram í sambandi við hann, ég og Heimir. Hann á leið aftur inn í liðið," sagði Lagerbäck. Ísland mætir Albaníu ytra á föstudaginn næstkomandi og svo Sviss á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar. Lagerbäck tilkynnti leikmannahóp sinn á miðvikudaginn síðastliðinn.13.51: Þar með er fundinum lokið. Mörg athyglisverð mál voru rædd. Við þökkum fyrir okkur í bili.13.50: „Jón Guðni Fjóluson lítur ágætlega út. Hann er nýkominn til Sundsvall og var lítið búinn að spila áður. Hann er að keppa við tvo aðra leikmenn um miðvarðarstöðuna en ég vona að hann fái tækifæri fljótlega. Hann gæti verið framtíðarleikmaður fyrir okkur."13.48: „Aðstæður Hólmars eru erfiðar, enda ekki að spila mikið. En ég og Heimir eru sammála um að hann sé ungur og efnilegur. Það er þess virði að kíkja á hann fyrir framtíðina, sérstaklega miðað við stöðu Sölva. Við fáum nú tækifæri til að sjá hann á æfingum aftur. Það er gott fyrir landsliðið að sjá hvernig staðan hans er. Við þurfum að fá unga varnarmenn og vonandi gerir þetta það að verkum að hann fái meira sjálfstraust."13.46: „Ég tel að leikkerfi mitt henti vel fyrir næstu leiki. Gylfi fær nokkuð frjálst hlutverk og þrátt fyrir að þetta sé kerfið þá verður maður líka að sýna sveigjanleika. Gylfi gæti mögulega spilað á miðjunni og það eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Við verðum að sjá til."13.43: „Mjög jákvætt að Eiður Smári hafi fundið sér nýtt félag. Hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki. Ef hann nær sér aftur vel á strik getur hann nýst landsliðinu vel í framtíðinni. Ég hlakka til að sjá hversu góður hann verður með liðinu. Hann var alltaf besti leikmaðurinn þegar ég mætti honum með sænska landsliðinu. Ég held að belgíska deildin sé aðeins betri en norrænu deildirnar. Hann er nú hjá liði sem er í botnbaráttu og fær örugglega miklar ábyrgðir á sínar herðar. Það verður athyglisvert að fylgjast með honum þar."13.42: „Ég tel að ég þekki Hjört Loga nokkuð vel. Hann var með okkur gegn Svíþjóð og Frakklandi. Hann var líka í Svartfjallalandi og í æfingum með okkur. Hann hefur verið inn og út úr liðinu sínu í Svíþjóð, sem hefur þess fyrri utan ekki gengið mjög vel. Það er því erfitt að ná sér vel á strik í slíku aðstæðum."13.39: „Ari er líklega betri kostur með Bjarna en Hjörtur Logi. Ég þekki nokkra hjá IFK Gautaborg [félagi Hjartar Loga] vel og eins og málin standa nú þá tel ég að hinir tveir henti betur eins og er. Ef hann spilar vel og reglulega í IFK þá kemur hann vissulega til greina."13.37: „Þegar hann kom til nýs félags vildi hann einbeita sér að því að komast í byrjunarliðið þar. Það er aðalmálið. Hann orðaði það ekki þannig að hann vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið, heldur vildi hann frekar koma sínum málum í betri horf hjá Wolves. En við verðum áfram í sambandi við hann, ég og Heimir. Hann á leið aftur inn í liðið."13.35: „Ég ræddi lengi við Björn Bergmann og þjálfara hans hjá Wolves. Í stuttu máli þá vill hann einbeita sér að sínum málum hjá Wolves. Hann vill frekar vera þar, æfa og vera 100 prósent einbeittur. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá. Hann væri í hópnum ef hann væri 100 prósent einbeittur að landsliðinu. Hann hefur tekið sína ákvörðun. Við sjáum til, verðum áfram í sambandi við hann og athugum hvort hann vilji koma aftur í landsliðið."13.34: „Ég hef séð Gylfa spila með Tottenham í sjónvarpinu. Liðið hefur ekki verið að spila mjög vel og kemur það illa út fyrir Gylfa. Það er ekki honum að kenna. Það er erfitt að fara til nýs liðs og finna sitt hlutverk í liðinu."13.34: Spurður um Gylfa og hans hæfileika. „Við reyndum nokkur hlutverk fyrir hann í vináttulandsleikjunum og var ég ekki 100 prósent ánægður með það. En Gylfi hefur alltaf staðið sig vel í varnarleiknum en ég tel að við höfum ekki náð öllu sem hægt er úr honum sóknarlega. Eins og með leikinn gegn Kýpur - ef liðið spilar ekki vel þá er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri allt sjálfur."13.30: Lars er spurður um samstarf Gylfa og Birkis í leiknum gegn Kýpur. „Eins og ég sagði, þá gekk sóknarleikurinn illa í þeim leik. Það voru vissulega vonbrigði. Ég kenni þeim ekki um, heldur var það allt liðið sem spilaði ekki vel."13.30: Lars er spurður um Aron. „Ég hef ekki séð hann spila berum augum. Ég hef séð hann á myndböndum. Það verður athyglisvert að hitta hann. Ég hef rætt við hann í síma og mér sýnist hann vera góður drengur. Það verður gaman að sjá hvort hann geti yfirfært þetta góða gengi yfir á landsliðið."13.29: „Sviss er líklega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Það verður erfiður leikur."13.28: „Varðandi varnarmennirnar vonum við til þess að Sölvi fái bara einn leik í bann. Það er gott að fá Hólmar Örn til að kynnast landsliðinu því ég tel að hann geti orðið mjög góður leikmaður í framtíðinni."13.27: „Við höfum fylgst með Aroni [Jóhannssyni, AGF] síðan í vor. Hann hefur skorað ótrúlega mikið og það getur verið að við höfum fundið annan mikinn markaskorara, eins og Kolbein og Alfreð."13.26: „Hlutverk leikmanna með sínum félagsliða er misjafnt. Sumir eru mikið á bekknum og einn hefur ekkert spilað. Sölvi, Birki, Gylfi og Jóhann Berg hafa oftast verið á bekknum síðustu vikurnar sem er synd. En ég tel að þetta sé besta liðið sem við getum valið."13.25: „Liðið er óreynt og það er mín reynsla að það taki um 15 leiki að komast almennilega af stað. Meðalfjöldi leikja er ekki mikill og segir það okkur að framtíðin sé mjög björt."13.24: Miðju- og sóknarmenn eru ungir og ef okkur tekst að finna nokkra efnilega unga varnarmenn tel ég að landslið Íslandi geti orðið mjög, mjög gott - miðað við það sem ég hef séð síðustu 8-9 mánuði.13.23: „Ég vona að ég fái tækifæri til að fylgjast með landsliðinu næstu fimm árin eða svo. Meðalaldurinn er um 26 ár og er það mjög ungt. Bestu landsliðin eru oftast í kringum þrítugt. Ef við tökum markverðina úr jöfnunni, sérstaklega annan þeirra, lækkar meðaldurinn enn frekar."13.23: „Við erum í vandræði með miðverðina okkar. Hallgrímur og Indriði eru meiddir og Sölvi gæti fengið tveggja leikja bann. Það verður að koma í ljós."13.22: „Kolbeinn er ekki með en ég verð að segja að hann getur orðið einn allra besti sóknarmaður í Evrópu. Átta mörk í ellefu landsleikjum er einstakur árangur. Við söknum hans."13.22: „Við hefðum verið ánægðir með fjögur stig en við erum með þrjú. Nú verðum við að laga það. Við eigum næst leik gegn Albaníu og ég veit að það verður erfitt."13.21: „Það er kannski jákvætt vandamál að vera of metnaðargjarn. Ég verð að sjá til þess að það gerist ekki aftur."13.20: „Við vorum nálægt því að ná jafntefli enda átti Alfreð skot í slá. Það munar oft litlu í þessu."13.19: „Hannes hefur staðið sig mjög vel í þessum tveimur leikjum. Hann skilaði 100 prósent leikjum og var ánægjulegt að sjá það."13.18: „Það eina sem olli mér vonbrigðum var að við vorum of metnaðargjarnir og tek ég ábyrgð á því. Við reyndum að spila grimman varnarleik á lið sem var tæknilega mjög gott. Kýpverjar gátu haldið boltanum vel og það endaði með því að við vorum með 8-9 menn við eigin vítateig. Þegar við unnum svo boltann var mjög erfitt að byggja upp almennilegar sóknir."13.17: Lars ræðir næst leikinn gegn Kýpverjum, og segir úrslitin vissulega vonbrigði. „Það er alltaf miklu erfiðara að spila á útivelli. Það sýnir sagan sig. Meira að segja bestu liðin í Evrópu lenda í vandræðum á útivelli. Þegar þau tapa stigum er það á útivelli."13.16: Lars hrósar íslensku vörninni gegn Noregi, enda alltaf gott að halda hreinu. „Það eina neikvæða við leikinn gegn Noregi var að þeir fengu öll sín færi eftir að við komumst 2-0 yfir. Hvort við misstum einbeitinguna eða ekki veit ég ekki en við þurfum að gera betur."13.16: Ekkert powerpoint í dag, þar sem fundarsalurinn er upptekinn vegna þjálfararáðstefnu.13.16: Sölvi Geir Ottesen gæti fengið tveggja leikja bann, en það mun ráðast á fundi aganefndar UEFA sem nú stendur yfir.13.15: Geir Þorsteinsson tekur til máls. Hann minnir á heimaleikinn þriðjudaginn 16. október og að miðasala sé á ksi.is og midi.is.13.14: Þá byrjar þetta, einni mínútu á undan áætlun. Það er ágætt mál. Það er nóg af blaðamannafundum fram undan hjá KSÍ. A-landslið kvenna á mánudag og svo Sepp Blatter, forseti FIFA, á þriðjudag.13.10: Enn fimm mínútur í að fundurinn hefjist. Geir Þorsteinsson er líka mættur og helstu fjölmiðlar - nema ljósvakamiðlarnir Rúv og Stöð 2. Pínu vandræðaleg þögn inn á milli, en allt í lagi.13.05: Lars og Heimir Hallgrimsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, mættu snemma á fundinn sem á að hefjast eftir tíu mínútur. Blaðamenn eru að koma sér fyrir og þetta ætti að geta hafist á réttum tíma.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira