Elfar Aðalsteins með tvær myndir á RIFF 24. ágúst 2012 18:15 Elfar Aðalsteins og John Hurt standa á bak við myndina Sailcloth. Ráðgjafar kvikmyndahátíðarinnar RIFF hafa valið 20 íslenskar stuttmyndir til sýningar á hátíðinni. Meðal þeirra eru Sailcloth eftir Elfar Aðalsteins, sem var á "shortlist" til Óskarsverðlauna í vor og skartar leikaranum John Hurt í aðalhlutverki. Elfar sýnir einnig myndina Subculture á hátíðinni. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið áberandi á RIFF síðustu ár og erlendir blaðamenn sem sækja hátíðina sýna henni vaxandi áhuga. Það er því vel við hæfi að úrval íslenskra stuttmynda sé jafn öflugt og raun ber vitni. Hér má sjá sýnishorn úr Subculture eftir Elfar Aðalsteins:Subculture Trailer from Berserk Films on Vimeo. Meðal annarra stuttmynda á RIFF má nefna Afhjúpunina eftir tónlistarmanninn Richard Scobie. Einnig fyrstu mynd sjónvarpsmannsins Nilla, Níels Thibaud Girerd, sem heitir Villa (Error). Margir bíða spenntir eftir að sjá þá mynd en Ísland í dag kíkti bak við tjöldin á tökum myndarinnar í vor. Hægt er að skoða þáttinn hér á sjónvarpssíðu Vísis. Leikstjórinn Ása Hjörleifsdóttir mætir til leiks með myndina Ástarsaga. Myndin er lokaverkefni Ásu frá Columbia háskólanum í New York. Aðalhlutverkið leikur Katherine Waterston, dóttir bandaríska leikarans Sam Waterston. Hér má sjá sýnishorn úr Ástarsögu:Astarsaga Teaser Trailer from Ása Hjörleifsdóttir on Vimeo. Ari Alexander Ergis Magnússon mætir með einnar mínútu mynd sem nefnist Urna og gefur tóninn fyrir mynd í fullri lengd byggða á Missi eftir Guðberg Bergsson. Þá sýnir Erlingur Óttar Thoroddsen hrollvekjuna Child Eater þar sem ljóti kallinn í skápnum er raunverulegur en hér má sjá sýnishorn úr henni:Child Eater Trailer from Erlingur Óttar Thoroddsen on Vimeo. Alls bárust 45 stuttmyndir til valnefndar. Dómnefnd hátíðarinnar veitir einni mynd verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar auk Canon EOS-60D myndavélar frá Nýherja. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá vann Skaði (Come to Harm) eftir Börk Sigþórsson. Rúmur mánuður er þar til kvikmyndahátíðin RIFF fer fram en hún hefst 27. september og stendur til 7. október. Ítalski hryllingsmyndaleikstjórinn Dario Argento verður heiðursgestur. Sala hátíðarpössum og klippikortum er þegar hafin á heimasíðunni riff.is. Íslenskar stuttmyndir á RIFF 2012: Afhjúpunin (Blindsided) Richard Scobie Anima Hallur Örn Árnason Ástarsaga (Love Story) Ása Hjörleifsdóttir Brynhildur og Kjartan (In Sickness and in Health) Ásthildur Kjartansdóttir Child Eater Erlingur Óttar Thoroddsen Drunken Cacophony Ellen Ragnarsdóttir og Raam Reddy Einn á báti (Guðlaugur) Skúli Andrésson En dag eller to Hlynur Pálmason Follow the sun Ari Allansson Fórn (Sacrifice) Jakob Halldórsson Grafir og Bein (Secret and Lies) Anton Sigurðsson Ofbirta Hörður Freyr Brynjarsson Reptilicus: Initial Conditions Guðmundur Ingi Markússon Sailcloth Elfar Aðalsteins Subculture Elfar Aðalsteins The Pirate of Love Sara Gunnarsdóttir The Prophecy of the Seeress Laurie Schapira Urna Ari Alexander Ergis Magnússon Villa (Error) Níels Thibaud Girerd Yfir horfinn veg (Memory Lane) Andri Freyr Ríkarðsson Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ráðgjafar kvikmyndahátíðarinnar RIFF hafa valið 20 íslenskar stuttmyndir til sýningar á hátíðinni. Meðal þeirra eru Sailcloth eftir Elfar Aðalsteins, sem var á "shortlist" til Óskarsverðlauna í vor og skartar leikaranum John Hurt í aðalhlutverki. Elfar sýnir einnig myndina Subculture á hátíðinni. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið áberandi á RIFF síðustu ár og erlendir blaðamenn sem sækja hátíðina sýna henni vaxandi áhuga. Það er því vel við hæfi að úrval íslenskra stuttmynda sé jafn öflugt og raun ber vitni. Hér má sjá sýnishorn úr Subculture eftir Elfar Aðalsteins:Subculture Trailer from Berserk Films on Vimeo. Meðal annarra stuttmynda á RIFF má nefna Afhjúpunina eftir tónlistarmanninn Richard Scobie. Einnig fyrstu mynd sjónvarpsmannsins Nilla, Níels Thibaud Girerd, sem heitir Villa (Error). Margir bíða spenntir eftir að sjá þá mynd en Ísland í dag kíkti bak við tjöldin á tökum myndarinnar í vor. Hægt er að skoða þáttinn hér á sjónvarpssíðu Vísis. Leikstjórinn Ása Hjörleifsdóttir mætir til leiks með myndina Ástarsaga. Myndin er lokaverkefni Ásu frá Columbia háskólanum í New York. Aðalhlutverkið leikur Katherine Waterston, dóttir bandaríska leikarans Sam Waterston. Hér má sjá sýnishorn úr Ástarsögu:Astarsaga Teaser Trailer from Ása Hjörleifsdóttir on Vimeo. Ari Alexander Ergis Magnússon mætir með einnar mínútu mynd sem nefnist Urna og gefur tóninn fyrir mynd í fullri lengd byggða á Missi eftir Guðberg Bergsson. Þá sýnir Erlingur Óttar Thoroddsen hrollvekjuna Child Eater þar sem ljóti kallinn í skápnum er raunverulegur en hér má sjá sýnishorn úr henni:Child Eater Trailer from Erlingur Óttar Thoroddsen on Vimeo. Alls bárust 45 stuttmyndir til valnefndar. Dómnefnd hátíðarinnar veitir einni mynd verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar auk Canon EOS-60D myndavélar frá Nýherja. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá vann Skaði (Come to Harm) eftir Börk Sigþórsson. Rúmur mánuður er þar til kvikmyndahátíðin RIFF fer fram en hún hefst 27. september og stendur til 7. október. Ítalski hryllingsmyndaleikstjórinn Dario Argento verður heiðursgestur. Sala hátíðarpössum og klippikortum er þegar hafin á heimasíðunni riff.is. Íslenskar stuttmyndir á RIFF 2012: Afhjúpunin (Blindsided) Richard Scobie Anima Hallur Örn Árnason Ástarsaga (Love Story) Ása Hjörleifsdóttir Brynhildur og Kjartan (In Sickness and in Health) Ásthildur Kjartansdóttir Child Eater Erlingur Óttar Thoroddsen Drunken Cacophony Ellen Ragnarsdóttir og Raam Reddy Einn á báti (Guðlaugur) Skúli Andrésson En dag eller to Hlynur Pálmason Follow the sun Ari Allansson Fórn (Sacrifice) Jakob Halldórsson Grafir og Bein (Secret and Lies) Anton Sigurðsson Ofbirta Hörður Freyr Brynjarsson Reptilicus: Initial Conditions Guðmundur Ingi Markússon Sailcloth Elfar Aðalsteins Subculture Elfar Aðalsteins The Pirate of Love Sara Gunnarsdóttir The Prophecy of the Seeress Laurie Schapira Urna Ari Alexander Ergis Magnússon Villa (Error) Níels Thibaud Girerd Yfir horfinn veg (Memory Lane) Andri Freyr Ríkarðsson
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira