Nefna dansdúett eftir stærsta vöðva líkamans 30. mars 2012 11:15 Þeir Margeir Ingólfsson og Stephan Stephensen mynda dansdúettinn Gluteus Maximus en þeir hafa einnig stofnað útgáfufyrirtækið Radíó Bongó. Á morgun frumflytja þeir lagið Everlasting á RFF í Hörpu en Högni Egilsson er gestasöngvari í laginu. Mynd/Vilhelm „Ég er viss um að við verðum eftirlætishljómsveit sjúkra- og einkaþjálfara," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson um dansdúettinn Gluteus Maximus sem hann hefur stofnað ásamt Stephan Stephensen. Dúettinn kemur í fyrsta sinn fram á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu á morgun en þar frumflytur hann lagið Everlasting og hefur fengið til liðs við sig söngvarann Högna Egilsson. „Við erum mjög ánægðir með að Högni samþykkti að syngja í laginu enda með frábæra rödd. Við erum langt komnir með næsta lag og þar fáum við leikarann Magnús Jónsson til liðs við okkur," segir Margeir og bætir við að dúettinn ætli sér að vinna með ýmsum gestasöngvurum í framtíðinni. Nafn dúettsins vekur athygli en Gluetus Maximus er heiti á stærsta vöðva líkamans, rassvöðvans. „Rassvöðvinn er mjög mikilvægur. Maður getur til dæmis ekki dansað án rassvöðvans ," segir Margeir. Margeir og Stephan, betur þekktur sem President Bongo úr GusGus, hafa verið að vinna saman í nokkurn tíma og þá aðallega við að endurhljóðblanda lög, til dæmis fyrir sveitina Sigur Rós. „Samstarf okkar nær nokkur ár aftur í tímann en við höfum undanfarið verið að prófa okkur áfram með eigið efni og nú er komið að frumflutningi á því," segir Margeir en það er góðvinur þeirra, finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor, sem samdi enska texta lagsins. Lagið kemur út með vorinu hjá nýstofnaðri útgáfu þeirra kappa, Radíó Bongó, en það er Stephan sem á veg og vanda að þeirri útgáfu. Hún sérhæfir sig í að gefa út tónlist á vínyl í takmörkuðu upplagi. Lagið Everlasting verður önnur útgáfa Radíó Bongó en sú fyrsta er sólóplata Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara. „Dúettinn er kominn til að vera og við erum spenntir yfir að koma í fyrsta sinn fram á Íslandi en hingað til höfum við verið að prufukeyra Gluteus Maximus erlendis við góðar viðtökur," segir Margeir og er nokkuð viss um að þeir hnykli rassvöðvana á tískupöllunum í Hörpu á morgun. [email protected] RFF Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Ég er viss um að við verðum eftirlætishljómsveit sjúkra- og einkaþjálfara," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson um dansdúettinn Gluteus Maximus sem hann hefur stofnað ásamt Stephan Stephensen. Dúettinn kemur í fyrsta sinn fram á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu á morgun en þar frumflytur hann lagið Everlasting og hefur fengið til liðs við sig söngvarann Högna Egilsson. „Við erum mjög ánægðir með að Högni samþykkti að syngja í laginu enda með frábæra rödd. Við erum langt komnir með næsta lag og þar fáum við leikarann Magnús Jónsson til liðs við okkur," segir Margeir og bætir við að dúettinn ætli sér að vinna með ýmsum gestasöngvurum í framtíðinni. Nafn dúettsins vekur athygli en Gluetus Maximus er heiti á stærsta vöðva líkamans, rassvöðvans. „Rassvöðvinn er mjög mikilvægur. Maður getur til dæmis ekki dansað án rassvöðvans ," segir Margeir. Margeir og Stephan, betur þekktur sem President Bongo úr GusGus, hafa verið að vinna saman í nokkurn tíma og þá aðallega við að endurhljóðblanda lög, til dæmis fyrir sveitina Sigur Rós. „Samstarf okkar nær nokkur ár aftur í tímann en við höfum undanfarið verið að prófa okkur áfram með eigið efni og nú er komið að frumflutningi á því," segir Margeir en það er góðvinur þeirra, finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor, sem samdi enska texta lagsins. Lagið kemur út með vorinu hjá nýstofnaðri útgáfu þeirra kappa, Radíó Bongó, en það er Stephan sem á veg og vanda að þeirri útgáfu. Hún sérhæfir sig í að gefa út tónlist á vínyl í takmörkuðu upplagi. Lagið Everlasting verður önnur útgáfa Radíó Bongó en sú fyrsta er sólóplata Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara. „Dúettinn er kominn til að vera og við erum spenntir yfir að koma í fyrsta sinn fram á Íslandi en hingað til höfum við verið að prufukeyra Gluteus Maximus erlendis við góðar viðtökur," segir Margeir og er nokkuð viss um að þeir hnykli rassvöðvana á tískupöllunum í Hörpu á morgun. [email protected]
RFF Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira