Kormákur og Skjöldur fengu Menningarverðlaun DV 7. mars 2012 20:38 Vinningshafarnir í Iðnó í dag. mynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson Menningarverðlaun DV voru afhent í Iðnó í dag en veitt voru verðlaun í níu flokkum. Veitt voru verðlaun flokkunum bókmenntir, fræði, byggingarlist, danslist, hönnun, kvikmyndir, leiklist, myndlist og tónlist. Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári. Einnig voru veitt verðlaunin í flokknum Val lesenda. Forseti Íslands afhenti árleg heiðursverðlaun sem Ingibjörg Björnsdóttir, dansari, hlaut. Þetta er í 33. skiptið sem menningarverðlaun DV eru afhent.Hönnun: Verðlaun: Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir Þær Snæfríður Þorsteinsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir hafa átt gjöfult samstarf í meira en áratug. Þær hafa einkum átt í einkar vel heppnuðu samstarfi við bókaútgáfuna Crymogeu þar sem þær hafa hannað hverja bókina á fætur annarri. Sú þekktasta er þar vitanlega Flóra Íslands eftir Eggert Pétursson en á síðasta ári sáu þær meðal annars um hönnun á Íslenskum fuglum eftir Benedikt Gröndal.Formaður nefndar: Tinni SveinssonBókmenntir: Verðlaun: Vigdís Grímsdóttir fyrir bók sína Trúir þú á töfra? Vigdís Grímsdóttir hefur einstakt lag á að segja sögur sem taka sér bólstað í hjartanu. Þessi margslungna en jafnframt kristaltæra saga leiðir lesandann á vit margslunginna ævintýra. Verkið er í senn fagurt ljóð og grimmileg frásögn, beljandi stórfljót og hjalandi lækur sem skapa flóru hughrifa og fá lesandann til að horfast í augu við sjálfan sig og viðhorf sín til tilverunnar.Formaður nefndar: Hrafn JökulssonLeiklist: Verðlaun: Kristín Jóhannesdóttir Kristín Jóhannesdóttir er tilnefnd fyrir uppfærslu sína: Svarti hundurinn prestsins í Þjóðleikhúsinu. Kristín hefur mörg undanfarin ár sýnt og sannað að hún er hugmyndaríkur og smekkvís leikstjóri. Sérstaða hennar meðal íslenskra leikstjóra felst þó ekki síst í þeirri sterku myndrænu sýn sem einkennir sviðsetningar hennar og lifir lengi með áhorfandanum eftir að sýningunni er lokið.Formaður: Jón Viðar Jónsson gagnrýnandiFræði: Verðlaun: Jónas Kristjánsson fyrir 1001 Þjóðleið Hér er um að ræða afrakstur áratuga vinnu Jónasar og úr verður glæsilegt verk sem gera mun Íslendingum kleift að fara lítt troðnar slóðir um land sitt og kynnast því á nýjan hátt.Formaður nefndar: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir ritstjóriMyndlist: Verðlaun: Endemis (ó)sýn Sýningin „Endemis (ó)sýn" var sett upp í Gerðarsafni undir lok síðasta árs í tilefni af útkomu annars tölublaðs tímaritsins Endemis sem að standa ungar konur úr ýmsum greinum og ætlað er að vera vettvangur fyrir nýja myndist og, ekki síst, að „rýna í kynjaójafnvægi í lista- og menningarumfjöllun á Íslandi".Formaður:Jón ProppéKvikmyndir: Verðlaun: Caoz Kvikmyndafyrirtækið Caoz fær menningarverðlaun DV fyrir frumkvöðlastarf. Caoz hefur byggt upp sérfræðigrunn hér á landi og víðar, hlúð að hugviti, ráðist í nýja tækni, skapað tækifæri til frekari teiknimyndaframleiðslu og vakið á henni athygli á Íslandi og utan landsteinanna.Formaður: Vera SölvadóttirTónlist: Verðlaun: Of Monsters and Men Áttu ótrúlega flott ár. Gáfu út plötuna My Head Is An Animal og gerðu t.d. flotta hluti í Ameríku. Komu laginu Little Talk á toppinn hjá útvarpsstöð í Fíladelfíu sem skapaði mikinn hita fyrir bandinu þar í borg. Framtíðin er björt.Formaður: Ómar EyþórssonDanslist: Verðlaun: Erna Ómarsdóttir Erna Ómarsdóttir hlýtur tilnefningu sem sá danshöfundur sem borið hefur hróður íslenskrar danslistar sem víðast um álfur á undanförnum tveimur áratugum. Erna er, að mati dómnefndar, fremsti danshöfundur Íslands.Formaður: Karen María JónsdóttirByggingarlist: Verðlaun: Tónlistarhúsið Harpa Sem form í borgarmyndinni vekur Tónlistarhúsið Harpa aðdáun og hrifningu sumra, undran annarra. Tilkoma hennar setur mikið mark á miðbæ Reykjavíkur og hafnarsvæðið og hún kemur til með að skipa stóran sess í framtíðarskipulagi svæðisins.Formaður nefndar: Helgi Steinar Helgason arkitektVal lesenda Kormákur og Skjöldur Guðmundur Jörundsson vinnur á vandaðan hátt úr klassískri herratísku og heldur hönnuninni tímalausri. Jafnframt gæðir hann þau ferskleika þannig að þau eiga fullt erindi við tísku dagsins í dag.Heiðursverðlaun: Ingibjörg Björnsdóttir Ingibjörg Björnsdóttir hefur í meira en hálfa öld verið framfaraafl á sviði listdans, listdanssmíða, listdanskennslu, dansfræða og félagsstarfa á sviði listdans og enn þann dag í dag stígur hún skref sem opna heim danslistarinnar á einn eða annan hátt. Hún hefur lengur en nokkur annar unnið að margvíslegri eflingu listdans á Íslandi. Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Menningarverðlaun DV voru afhent í Iðnó í dag en veitt voru verðlaun í níu flokkum. Veitt voru verðlaun flokkunum bókmenntir, fræði, byggingarlist, danslist, hönnun, kvikmyndir, leiklist, myndlist og tónlist. Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári. Einnig voru veitt verðlaunin í flokknum Val lesenda. Forseti Íslands afhenti árleg heiðursverðlaun sem Ingibjörg Björnsdóttir, dansari, hlaut. Þetta er í 33. skiptið sem menningarverðlaun DV eru afhent.Hönnun: Verðlaun: Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir Þær Snæfríður Þorsteinsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir hafa átt gjöfult samstarf í meira en áratug. Þær hafa einkum átt í einkar vel heppnuðu samstarfi við bókaútgáfuna Crymogeu þar sem þær hafa hannað hverja bókina á fætur annarri. Sú þekktasta er þar vitanlega Flóra Íslands eftir Eggert Pétursson en á síðasta ári sáu þær meðal annars um hönnun á Íslenskum fuglum eftir Benedikt Gröndal.Formaður nefndar: Tinni SveinssonBókmenntir: Verðlaun: Vigdís Grímsdóttir fyrir bók sína Trúir þú á töfra? Vigdís Grímsdóttir hefur einstakt lag á að segja sögur sem taka sér bólstað í hjartanu. Þessi margslungna en jafnframt kristaltæra saga leiðir lesandann á vit margslunginna ævintýra. Verkið er í senn fagurt ljóð og grimmileg frásögn, beljandi stórfljót og hjalandi lækur sem skapa flóru hughrifa og fá lesandann til að horfast í augu við sjálfan sig og viðhorf sín til tilverunnar.Formaður nefndar: Hrafn JökulssonLeiklist: Verðlaun: Kristín Jóhannesdóttir Kristín Jóhannesdóttir er tilnefnd fyrir uppfærslu sína: Svarti hundurinn prestsins í Þjóðleikhúsinu. Kristín hefur mörg undanfarin ár sýnt og sannað að hún er hugmyndaríkur og smekkvís leikstjóri. Sérstaða hennar meðal íslenskra leikstjóra felst þó ekki síst í þeirri sterku myndrænu sýn sem einkennir sviðsetningar hennar og lifir lengi með áhorfandanum eftir að sýningunni er lokið.Formaður: Jón Viðar Jónsson gagnrýnandiFræði: Verðlaun: Jónas Kristjánsson fyrir 1001 Þjóðleið Hér er um að ræða afrakstur áratuga vinnu Jónasar og úr verður glæsilegt verk sem gera mun Íslendingum kleift að fara lítt troðnar slóðir um land sitt og kynnast því á nýjan hátt.Formaður nefndar: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir ritstjóriMyndlist: Verðlaun: Endemis (ó)sýn Sýningin „Endemis (ó)sýn" var sett upp í Gerðarsafni undir lok síðasta árs í tilefni af útkomu annars tölublaðs tímaritsins Endemis sem að standa ungar konur úr ýmsum greinum og ætlað er að vera vettvangur fyrir nýja myndist og, ekki síst, að „rýna í kynjaójafnvægi í lista- og menningarumfjöllun á Íslandi".Formaður:Jón ProppéKvikmyndir: Verðlaun: Caoz Kvikmyndafyrirtækið Caoz fær menningarverðlaun DV fyrir frumkvöðlastarf. Caoz hefur byggt upp sérfræðigrunn hér á landi og víðar, hlúð að hugviti, ráðist í nýja tækni, skapað tækifæri til frekari teiknimyndaframleiðslu og vakið á henni athygli á Íslandi og utan landsteinanna.Formaður: Vera SölvadóttirTónlist: Verðlaun: Of Monsters and Men Áttu ótrúlega flott ár. Gáfu út plötuna My Head Is An Animal og gerðu t.d. flotta hluti í Ameríku. Komu laginu Little Talk á toppinn hjá útvarpsstöð í Fíladelfíu sem skapaði mikinn hita fyrir bandinu þar í borg. Framtíðin er björt.Formaður: Ómar EyþórssonDanslist: Verðlaun: Erna Ómarsdóttir Erna Ómarsdóttir hlýtur tilnefningu sem sá danshöfundur sem borið hefur hróður íslenskrar danslistar sem víðast um álfur á undanförnum tveimur áratugum. Erna er, að mati dómnefndar, fremsti danshöfundur Íslands.Formaður: Karen María JónsdóttirByggingarlist: Verðlaun: Tónlistarhúsið Harpa Sem form í borgarmyndinni vekur Tónlistarhúsið Harpa aðdáun og hrifningu sumra, undran annarra. Tilkoma hennar setur mikið mark á miðbæ Reykjavíkur og hafnarsvæðið og hún kemur til með að skipa stóran sess í framtíðarskipulagi svæðisins.Formaður nefndar: Helgi Steinar Helgason arkitektVal lesenda Kormákur og Skjöldur Guðmundur Jörundsson vinnur á vandaðan hátt úr klassískri herratísku og heldur hönnuninni tímalausri. Jafnframt gæðir hann þau ferskleika þannig að þau eiga fullt erindi við tísku dagsins í dag.Heiðursverðlaun: Ingibjörg Björnsdóttir Ingibjörg Björnsdóttir hefur í meira en hálfa öld verið framfaraafl á sviði listdans, listdanssmíða, listdanskennslu, dansfræða og félagsstarfa á sviði listdans og enn þann dag í dag stígur hún skref sem opna heim danslistarinnar á einn eða annan hátt. Hún hefur lengur en nokkur annar unnið að margvíslegri eflingu listdans á Íslandi.
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira