Notum aðventuna til að undirbúa hátíð barnsins Halldór Reynisson skrifar 1. nóvember 2011 00:01 Leyndardómur tilverunnar var kominn í mynd mannsbarns. Kannski undirbúum við komu jólanna hvað best með því að hlúa að börnunum okkar, gera þau að manneskjum. Aðventa: Búðarráp, ljósadýrð. Veisluborð. Streita. Eftirvænting.Þessi orð koma upp í hugann þegar aðventan er á næsta leiti. Og þó er maður minntur á hana löngu fyrr með ótímabærum jólaskreytingum í búðargluggum og auglýsingum. Ofan í kaupið sáu norskir jólasveinar ástæðu til að mótmæla þjófstarti aðventunnar. Og hvers vegna þá aðventa?Í kristninni er aðventan tími undirbúnings, tími þegar við reynum að kyrra hugann og koma okkur í "andlega þjálfun" fyrir jólin. Jólafasta er annað nafn á þessum tíma. Menn föstuðu til að kyrra hugann og vera með réttu hugarfari þegar hátíðin gekk í garð.Nú á aðventu er ef til vill hin „andlega þjálfun" fólgin í því að beina sjónum að barninu og verndun bernskunnar.Kennum þeim að greina gott frá illu, ljós frá myrkri og leiðum þau þannig inn í helgi manneskjunnar - helgi jólanna.Jólin eru hvort sem er tími barnsins, tími þeirrar þverstæðu að Leyndardómur tilverunnar var kominn í mynd mannsbarns. Kannski undirbúum við komu jólanna hvað best með því að hlúa að börnunum okkar, gera þau að manneskjum.Maðurinn er dýr sagði Matthías Johannessen skáld einu sinni. Það er þunnt þilið milli manneskjunnar og óargadýrsins, milli siðmenningarinnar og barbarísins. Hvað börnin okkar áhrærir heita skilin milli manneskju og ómennsku uppeldi. Gamlt orð um uppeldi er siðun.Notum aðventuna til að undirbúa hátíð barnsins með því að vera börnum okkar nær. Kennum þeim að greina gott frá illu, ljós frá myrkri og leiðum þau þannig inn í helgi manneskjunnar - helgi jólanna.Halldór Reynisson er verkefnisstjóri fræðslumála á Biskupsstofu. Áður starfaði hann m.a. sem prestur í Neskirkju og í Hruna. Hugleiðing fengin af tru.is. Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Álfadrottning í álögum Jól Gyðingakökur Jól Lax í jólaskapi Jólin Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól
Aðventa: Búðarráp, ljósadýrð. Veisluborð. Streita. Eftirvænting.Þessi orð koma upp í hugann þegar aðventan er á næsta leiti. Og þó er maður minntur á hana löngu fyrr með ótímabærum jólaskreytingum í búðargluggum og auglýsingum. Ofan í kaupið sáu norskir jólasveinar ástæðu til að mótmæla þjófstarti aðventunnar. Og hvers vegna þá aðventa?Í kristninni er aðventan tími undirbúnings, tími þegar við reynum að kyrra hugann og koma okkur í "andlega þjálfun" fyrir jólin. Jólafasta er annað nafn á þessum tíma. Menn föstuðu til að kyrra hugann og vera með réttu hugarfari þegar hátíðin gekk í garð.Nú á aðventu er ef til vill hin „andlega þjálfun" fólgin í því að beina sjónum að barninu og verndun bernskunnar.Kennum þeim að greina gott frá illu, ljós frá myrkri og leiðum þau þannig inn í helgi manneskjunnar - helgi jólanna.Jólin eru hvort sem er tími barnsins, tími þeirrar þverstæðu að Leyndardómur tilverunnar var kominn í mynd mannsbarns. Kannski undirbúum við komu jólanna hvað best með því að hlúa að börnunum okkar, gera þau að manneskjum.Maðurinn er dýr sagði Matthías Johannessen skáld einu sinni. Það er þunnt þilið milli manneskjunnar og óargadýrsins, milli siðmenningarinnar og barbarísins. Hvað börnin okkar áhrærir heita skilin milli manneskju og ómennsku uppeldi. Gamlt orð um uppeldi er siðun.Notum aðventuna til að undirbúa hátíð barnsins með því að vera börnum okkar nær. Kennum þeim að greina gott frá illu, ljós frá myrkri og leiðum þau þannig inn í helgi manneskjunnar - helgi jólanna.Halldór Reynisson er verkefnisstjóri fræðslumála á Biskupsstofu. Áður starfaði hann m.a. sem prestur í Neskirkju og í Hruna. Hugleiðing fengin af tru.is.
Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Álfadrottning í álögum Jól Gyðingakökur Jól Lax í jólaskapi Jólin Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól