Icesave afgreitt með öruggum meirihluta 17. febrúar 2011 06:00 Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana var felld á þingi með 33 atkvæðum gegn 30. Þriðja útgáfa af samningi í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga bíður staðfestingar forseta Íslands.Fréttablaðið/gva Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“[email protected] Icesave Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“[email protected]
Icesave Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira