Íslenskur arkitekt þéttir danska byggð 29. desember 2011 06:30 Tölvugerð Framtíðarsýn Svona gæti orðið umhorfs í Ny Blovsrød í Allerød þegar unnið hefur verið úr vinningstillögunni í Europan11-samkeppninni. Mynd/ME904 Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Að vinningstillögunni í Allerød standa arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og Mette Blankenberg, en þær útskrifuðust saman úr arkitektanámi í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári. „Þetta er náttúrlega mikið tækifæri. Við erum báðar ungar og óreyndar og þetta opnar okkur tvímælalaust dyr víða," segir Eyrún. Þá skemmir vinningsféð ekki fyrir, 12 þúsund evrur, eða sem samsvarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. „Síðan á eftir að koma í ljós hvað við höfum mikla aðkomu að úrvinnslu og áframhaldandi vinnu með tillöguna," segir Eyrún, en næsti fundur með forsvarsmönnum sveitarfélagsins er í janúar. „Þeir voru hins vegar áhugasamir um samstarf við okkur. Tilkynnt var um úrslitin 16. desember og við vorum komnar á fund til þeirra klukkan tíu daginn eftir. Þannig að við munum að öllum líkindum koma eitthvað að lokaútfærslum." Í umsögn um tillöguna kemur fram að meðal þess sem orðið hafi til þess að hún varð ofan á hafi verið hversu sveigjanleg hún var. Markmiðið er að þétta byggð og mæta um leið kröfum sveitarfélagsins um vistvæna lifnaðarhætti. „Kommúnan er með miklar væntingar og markmið um að verða koltvísýringslaus árið 2020. Við fórum því í gang með skipulagningu svæðisins með það að takmarki að það yrði laust undan allri bílaumferð," segir Eyrún. Þá segir hún hugað að því hvernig hvernig hús séu staðsett í landslagi og hæðarlínur séu hafðar þannig að útsýni á milli íbúða og blokka verði sem best. Þá er nýbreytni í hönnun varðandi upptöku regnvatns til margvíslegra nota. „Til dæmis taka ákveðin svæði á sig breytta mynd eftir veðráttu og árstíðum þegar pollar stækka og minnka," segir hún. „Þá færðum við sólarsellur niður af húsþökum og reistum hálfgerð skýli, bæði gegn rigningu og sól. Þar gæti verið svona tilviljanakenndur nágrannahittingur." Eyrún segir til standa að fyrstu íbúðirnar verði byggðar árið 2015 eða jafnvel fyrr, því töluverður áhugi sé á verkefninu ytra. [email protected] Fréttir Tengdar fréttir Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Að vinningstillögunni í Allerød standa arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og Mette Blankenberg, en þær útskrifuðust saman úr arkitektanámi í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári. „Þetta er náttúrlega mikið tækifæri. Við erum báðar ungar og óreyndar og þetta opnar okkur tvímælalaust dyr víða," segir Eyrún. Þá skemmir vinningsféð ekki fyrir, 12 þúsund evrur, eða sem samsvarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. „Síðan á eftir að koma í ljós hvað við höfum mikla aðkomu að úrvinnslu og áframhaldandi vinnu með tillöguna," segir Eyrún, en næsti fundur með forsvarsmönnum sveitarfélagsins er í janúar. „Þeir voru hins vegar áhugasamir um samstarf við okkur. Tilkynnt var um úrslitin 16. desember og við vorum komnar á fund til þeirra klukkan tíu daginn eftir. Þannig að við munum að öllum líkindum koma eitthvað að lokaútfærslum." Í umsögn um tillöguna kemur fram að meðal þess sem orðið hafi til þess að hún varð ofan á hafi verið hversu sveigjanleg hún var. Markmiðið er að þétta byggð og mæta um leið kröfum sveitarfélagsins um vistvæna lifnaðarhætti. „Kommúnan er með miklar væntingar og markmið um að verða koltvísýringslaus árið 2020. Við fórum því í gang með skipulagningu svæðisins með það að takmarki að það yrði laust undan allri bílaumferð," segir Eyrún. Þá segir hún hugað að því hvernig hvernig hús séu staðsett í landslagi og hæðarlínur séu hafðar þannig að útsýni á milli íbúða og blokka verði sem best. Þá er nýbreytni í hönnun varðandi upptöku regnvatns til margvíslegra nota. „Til dæmis taka ákveðin svæði á sig breytta mynd eftir veðráttu og árstíðum þegar pollar stækka og minnka," segir hún. „Þá færðum við sólarsellur niður af húsþökum og reistum hálfgerð skýli, bæði gegn rigningu og sól. Þar gæti verið svona tilviljanakenndur nágrannahittingur." Eyrún segir til standa að fyrstu íbúðirnar verði byggðar árið 2015 eða jafnvel fyrr, því töluverður áhugi sé á verkefninu ytra. [email protected]
Fréttir Tengdar fréttir Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30