Upplýsingar frá Mænuskaðastofnun Íslands 16. desember 2011 06:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaráð íslenska tillögu um mænuskaða á þingi sínu í nóvember sl. Efni tillögunnar var að ráðið setti á laggirnar starfshóp lækna og vísindamanna með það hlutverk að skoða þá vísindaþekkingu á mænunni sem nú er til staðar og skoða hvort mögulegt væri að samþætta hana svo að leggja mætti skipulagðan grunn að þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Þessi góði árangur náðist vegna ötullar vinnu og samstöðu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forsætisráðherra og 8.500 íslenskra kvenna sem rituðu nöfn sín í bænaskrá sem Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs afhenti forseta ráðsins með glæsibrag á þinginu. Texta bænaskrárinnar má sjá á www.is.isci.is undir yfirskriftinni: Bænaskrá frá íslenskum konum til Norðurlandaráðs um leit að lækningu á mænuskaða. Ferlið og þáttur velferðarráðuneytisFerlið hjá Norðurlandaráði gengur þannig fyrir sig að nú mun embættismannanefnd ráðsins taka við. Hennar hlutverk er að skoða þær tillögur sem Norðurlandaþingið samþykkti í nóvember og bera fram tillögur til ráðherranefndar Norðurlandaráðs um hvernig samþykktum tillögunum verði best komið í framkvæmd. Tillaga um mænuskaða er þar innifalin. Í ferlinu mun velferðarnefnd Norðurlandaráðs fylgjast með afdrifum sinnar tillögu. Auk þess eiga sæti í embættismannanefndinni tveir embættismenn úr íslenska velferðarráðuneytinu ásamt því sem íslenski velferðarráðherrann á sæti í norrænu ráðherranefndinni um velferðarmál. Mænuskaðatillögunni ætti því ekki að verða í kot vísað. Þáttur forsetans og utanríkisráðuneytisFyrir nokkru heimsótti Ísland Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FÍA). Tilgangur ferðar hans var að vekja athygli forseta Íslands og íslenskra stjórnvalda á átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum sem standa mun yfir næsta áratug. Á fundi hans með forsetanum áttaði hinn glöggi forseti okkar sig strax á samhengi átaksins og mænuskaða en nær helmingur þess fólks sem hlýtur mænuskaða í slysum og lamast, hlýtur skaðann í umferðarslysum. Forsetinn leitaði því eftir við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að félagið kæmi á sambandi mínu og forseta FÍA sem gert var, en FÍB er öllum hnútum kunnugt innan FÍA og ríkir þar á milli mikill vinskapur. Í framhaldi af þessu hefur bæði forsetinn og sendiherra okkar í París haft samband við aðila innan FÍA og leitað eftir að félagið styðji væntanlegar framkvæmdir Norðurlandaráðs um mænuskaða. Svör FÍA við þeirri bón hafa verið jákvæð. Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja í hverju stuðningur FÍA verður fólginn en það mun væntanlega skýrast á árinu 2012. Þakkir til ÍslendingaÞað væri ómetanlegt ef okkur Íslendingum auðnaðist að eiga frumkvæði að því að tvær sterkar alþjóðastofnanir, Norðurlandaráð og FÍA, tækju höndum saman og hrintu af stokkunum átaki í þágu lækninga á mænuskaða. Sú er mín tilfinning að þá myndu stórstígar framfarir verða á sviðinu og ekki veitir af. Með samþykkt Norðurlandaráðs og jákvæðu viðhorfi FÍA erum við nú þegar komin rúmlega hálfa leið í þeim efnum. Að endingu vil ég þakka Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning við hugsjón mína og vona að þessi mikla barátta til breytinga á viðhorfi til meðhöndlunar á mænuskaða eigi eftir að koma öllu mannkyni til góða og færa Íslandi heiður heim í tímans rás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaráð íslenska tillögu um mænuskaða á þingi sínu í nóvember sl. Efni tillögunnar var að ráðið setti á laggirnar starfshóp lækna og vísindamanna með það hlutverk að skoða þá vísindaþekkingu á mænunni sem nú er til staðar og skoða hvort mögulegt væri að samþætta hana svo að leggja mætti skipulagðan grunn að þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Þessi góði árangur náðist vegna ötullar vinnu og samstöðu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forsætisráðherra og 8.500 íslenskra kvenna sem rituðu nöfn sín í bænaskrá sem Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs afhenti forseta ráðsins með glæsibrag á þinginu. Texta bænaskrárinnar má sjá á www.is.isci.is undir yfirskriftinni: Bænaskrá frá íslenskum konum til Norðurlandaráðs um leit að lækningu á mænuskaða. Ferlið og þáttur velferðarráðuneytisFerlið hjá Norðurlandaráði gengur þannig fyrir sig að nú mun embættismannanefnd ráðsins taka við. Hennar hlutverk er að skoða þær tillögur sem Norðurlandaþingið samþykkti í nóvember og bera fram tillögur til ráðherranefndar Norðurlandaráðs um hvernig samþykktum tillögunum verði best komið í framkvæmd. Tillaga um mænuskaða er þar innifalin. Í ferlinu mun velferðarnefnd Norðurlandaráðs fylgjast með afdrifum sinnar tillögu. Auk þess eiga sæti í embættismannanefndinni tveir embættismenn úr íslenska velferðarráðuneytinu ásamt því sem íslenski velferðarráðherrann á sæti í norrænu ráðherranefndinni um velferðarmál. Mænuskaðatillögunni ætti því ekki að verða í kot vísað. Þáttur forsetans og utanríkisráðuneytisFyrir nokkru heimsótti Ísland Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FÍA). Tilgangur ferðar hans var að vekja athygli forseta Íslands og íslenskra stjórnvalda á átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum sem standa mun yfir næsta áratug. Á fundi hans með forsetanum áttaði hinn glöggi forseti okkar sig strax á samhengi átaksins og mænuskaða en nær helmingur þess fólks sem hlýtur mænuskaða í slysum og lamast, hlýtur skaðann í umferðarslysum. Forsetinn leitaði því eftir við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að félagið kæmi á sambandi mínu og forseta FÍA sem gert var, en FÍB er öllum hnútum kunnugt innan FÍA og ríkir þar á milli mikill vinskapur. Í framhaldi af þessu hefur bæði forsetinn og sendiherra okkar í París haft samband við aðila innan FÍA og leitað eftir að félagið styðji væntanlegar framkvæmdir Norðurlandaráðs um mænuskaða. Svör FÍA við þeirri bón hafa verið jákvæð. Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja í hverju stuðningur FÍA verður fólginn en það mun væntanlega skýrast á árinu 2012. Þakkir til ÍslendingaÞað væri ómetanlegt ef okkur Íslendingum auðnaðist að eiga frumkvæði að því að tvær sterkar alþjóðastofnanir, Norðurlandaráð og FÍA, tækju höndum saman og hrintu af stokkunum átaki í þágu lækninga á mænuskaða. Sú er mín tilfinning að þá myndu stórstígar framfarir verða á sviðinu og ekki veitir af. Með samþykkt Norðurlandaráðs og jákvæðu viðhorfi FÍA erum við nú þegar komin rúmlega hálfa leið í þeim efnum. Að endingu vil ég þakka Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning við hugsjón mína og vona að þessi mikla barátta til breytinga á viðhorfi til meðhöndlunar á mænuskaða eigi eftir að koma öllu mannkyni til góða og færa Íslandi heiður heim í tímans rás.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar